Apple flýtir sér að lagfæra vandræðalegan öryggisgalla Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2017 16:39 Gallinn leynist í nýjustu útgáfu MacOs High Sierra-stýrikerfis Apple. Vísir/AFP Meiriháttar öryggisgalli hefur fundist í nýjustu útgáfu stýrikerfis Apple fyrir Mac-tölvur. Gallinn gerir hverjum sem er kleift að fá rótaraðgang að tölvu án þess að vita lykilorðið. Apple segist vinna að uppfærslu til að greiða úr gallanum. Tyrkneskur tölvunarfræðingur greindi frá gallanum í MacOs High Sierra-stýrikerfinu. Með því að skrifa notendanafnið „root“, skilja eftir lykilorðsreitinn auðan og ýta nokkrum sinnum á vendihnappinn var hægt að fá óheftan aðgang að tölvunni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Tölvuöryggissérfræðingar lýsa gallanum sem „glappaskoti“ og „vandræðalegum“. Þeir sem hafa rótaraðgang geta til að mynda breytt gögnum á svæði annarra notenda á tölvunni og jafnvel eytt kerfislega mikilvægum skrám þannig að tölvan verði óvirk. Almennt séð hefur gallinn aðeins áhrif ef einhver kemst beint í tölvuna. Til að forðast möguleikann á að einhver nýti sér gallann hvetur Apple viðskiptavini sína til að búa til lykilorð fyrir rótaraðgang fyrir tölvur sínar á meðan unnið er að lausn. Tækni Tengdar fréttir Óánægðir eigendur iPhone 8 segja símana hafa klofnað í sundur Tveir viðskiptavinir tæknirisans Apple, sem fjárfestu nýlega í iPhone 8, segja síma sína hafa klofnað fyrirvaralaust í sundur. Apple hefur málið til rannsóknar. 29. september 2017 23:47 Stóraukið upplýsingaöryggi í nýjum iPhone Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Meiriháttar öryggisgalli hefur fundist í nýjustu útgáfu stýrikerfis Apple fyrir Mac-tölvur. Gallinn gerir hverjum sem er kleift að fá rótaraðgang að tölvu án þess að vita lykilorðið. Apple segist vinna að uppfærslu til að greiða úr gallanum. Tyrkneskur tölvunarfræðingur greindi frá gallanum í MacOs High Sierra-stýrikerfinu. Með því að skrifa notendanafnið „root“, skilja eftir lykilorðsreitinn auðan og ýta nokkrum sinnum á vendihnappinn var hægt að fá óheftan aðgang að tölvunni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Tölvuöryggissérfræðingar lýsa gallanum sem „glappaskoti“ og „vandræðalegum“. Þeir sem hafa rótaraðgang geta til að mynda breytt gögnum á svæði annarra notenda á tölvunni og jafnvel eytt kerfislega mikilvægum skrám þannig að tölvan verði óvirk. Almennt séð hefur gallinn aðeins áhrif ef einhver kemst beint í tölvuna. Til að forðast möguleikann á að einhver nýti sér gallann hvetur Apple viðskiptavini sína til að búa til lykilorð fyrir rótaraðgang fyrir tölvur sínar á meðan unnið er að lausn.
Tækni Tengdar fréttir Óánægðir eigendur iPhone 8 segja símana hafa klofnað í sundur Tveir viðskiptavinir tæknirisans Apple, sem fjárfestu nýlega í iPhone 8, segja síma sína hafa klofnað fyrirvaralaust í sundur. Apple hefur málið til rannsóknar. 29. september 2017 23:47 Stóraukið upplýsingaöryggi í nýjum iPhone Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Óánægðir eigendur iPhone 8 segja símana hafa klofnað í sundur Tveir viðskiptavinir tæknirisans Apple, sem fjárfestu nýlega í iPhone 8, segja síma sína hafa klofnað fyrirvaralaust í sundur. Apple hefur málið til rannsóknar. 29. september 2017 23:47
Stóraukið upplýsingaöryggi í nýjum iPhone Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. 13. september 2017 20:00