Kína rýmkar heimildir fyrir erlend fjármálafyrirtæki Ingvar Þór Björnsson skrifar 10. nóvember 2017 17:49 Donald Trump heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping, forseta landsins. Nordicphotos/AFP Yfirvöld í Kína hafa ákveðið að slaka á takmörkunum á erlendu eignarhaldi á eignastýringarfyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum. Með rýmkun heimildanna munu erlend fyrirtæki geta átt meirihlutaeign í sjóðum og bönkum. Þá stendur einnig til að erlendir aðilar geti átt meirihluta í tryggingafélögum. Um er að ræða kúvendingu í efnahagsstefnu Kína en stjórnvöld hafa hingað til takmarkað umsvif erlendra fyrirtækja. Ákvörðunin er skref í átt að frekari markaðsvæðingu kínverska fjármálamarkaðsins. Nú þurfa erlendir bankar sem eru með starfsemi í landinu að starfa í gegnum kínverska aðila til að geta átt viðskipti með verðbréf og stýrt eignum.Xi Jinping, forseti Kína, sagði í ræðu sinni í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja að ekki væri hægt að stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Þá mun þetta eflaust styrkja viðskiptasamband Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping. Ræddu þeir til að mynda milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Tilkynningin frá stjórnvöldum landsins kemur því beint í kjölfar fundar leiðtoganna. Trump hefur ítrekað bent á viðskiptasamband ríkjanna sem hann telur vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni talaði hann um viðskiptahallann og sakaði Kína um að eyðileggja efnahag Bandaríkjanna. Jafnframt sagði hann stjórnvöld í landinu halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa ákveðið að slaka á takmörkunum á erlendu eignarhaldi á eignastýringarfyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum. Með rýmkun heimildanna munu erlend fyrirtæki geta átt meirihlutaeign í sjóðum og bönkum. Þá stendur einnig til að erlendir aðilar geti átt meirihluta í tryggingafélögum. Um er að ræða kúvendingu í efnahagsstefnu Kína en stjórnvöld hafa hingað til takmarkað umsvif erlendra fyrirtækja. Ákvörðunin er skref í átt að frekari markaðsvæðingu kínverska fjármálamarkaðsins. Nú þurfa erlendir bankar sem eru með starfsemi í landinu að starfa í gegnum kínverska aðila til að geta átt viðskipti með verðbréf og stýrt eignum.Xi Jinping, forseti Kína, sagði í ræðu sinni í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja að ekki væri hægt að stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Þá mun þetta eflaust styrkja viðskiptasamband Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping. Ræddu þeir til að mynda milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Tilkynningin frá stjórnvöldum landsins kemur því beint í kjölfar fundar leiðtoganna. Trump hefur ítrekað bent á viðskiptasamband ríkjanna sem hann telur vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni talaði hann um viðskiptahallann og sakaði Kína um að eyðileggja efnahag Bandaríkjanna. Jafnframt sagði hann stjórnvöld í landinu halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira