Sláandi tölur í nýrri skýrslu sem sýnir að bilið milli ríkra og fátækra heldur áfram að breikka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 10:20 Skýrslan sýnir að bilið milli ríkra og fátækra heldur áfram að breikka. vísir/getty Ríkasta eina prósent jarðarbúa á jafnmikinn auð og fátækari helmingur jarðarbúa sem telur 3,8 milljarða manna. Þetta sýnir ný skýrsla Credit Suisse um skiptingu auðs í heiminum en samkvæmt henni er bilið á milli ríkra og fátækra alltaf að aukast. Segja má að tölurnar í skýrslunni séu sláandi en fjallað er um málið á vef Guardian. Skýrsla Credit Suisse er gefin út árlega en þeir sem eru ríkastir nú eiga 50,1 prósent af öllum auð heimsins. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt síðan í kreppunni 2008 þegar það var 42,5 prósent. Samkvæmt skýrslunni hefur misskipting auðs og sá ójöfnuður sem því fylgist aukist þannig jafnt og þétt frá því í kreppunni fyrir níu árum. Þannig urðu til 2,3 milljónir nýrra „dollara-milljónamæringa,“ eins og það er kallað í skýrslunni, á síðasta ári og eru þeir nú alls 36 milljónir. Það eru nærri því þrisvar sinnum fleiri milljónamæringar en voru í heiminum aldamótaárið 2000. Þessir milljónamæringar, sem eru 0,5 prósent jarðarbúa, stjórna 46 prósentum af auði heimsins sem er alls 280 trilljónir bandaríkjadala. Á hinum endanum eru 3,5 milljarðar manna þar sem hver fullorðinn einstaklingur á minna en 10 þúsund dollara í eignir. Þessir 3,5 milljarðar eru 70 prósent þeirra sem eru á svokölluðum vinnualdri í heiminum (e. working age population) en þeir eiga aðeins 2,7 prósent af auði heimsins. Samkvæmt skýrslunni býr fátækt fólk aðallega í þróunarlöndum. Til að mynda eiga 90 prósent fullorðinna í Indlandi og Afríku minna en 10 þúsund dolllara. „Í sumum ríkjum Afríku þar sem laun eru afar lág eru nánast allir í þessum hópi og fyrir marga íbúa í þróunarlöndunum er það frekar normið heldur en undantekningin að vera í þessum eignalitla hópi,“ segir í skýrslunni. Meira en tveir fimmtu af milljónamæringum heimsins búa síðan í Bandaríkjunum. Sjö prósent búa í Japan og sex prósent í Bretlandi.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Guardian.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ríkasta eina prósent jarðarbúa á jafnmikinn auð og fátækari helmingur jarðarbúa sem telur 3,8 milljarða manna. Þetta sýnir ný skýrsla Credit Suisse um skiptingu auðs í heiminum en samkvæmt henni er bilið á milli ríkra og fátækra alltaf að aukast. Segja má að tölurnar í skýrslunni séu sláandi en fjallað er um málið á vef Guardian. Skýrsla Credit Suisse er gefin út árlega en þeir sem eru ríkastir nú eiga 50,1 prósent af öllum auð heimsins. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt síðan í kreppunni 2008 þegar það var 42,5 prósent. Samkvæmt skýrslunni hefur misskipting auðs og sá ójöfnuður sem því fylgist aukist þannig jafnt og þétt frá því í kreppunni fyrir níu árum. Þannig urðu til 2,3 milljónir nýrra „dollara-milljónamæringa,“ eins og það er kallað í skýrslunni, á síðasta ári og eru þeir nú alls 36 milljónir. Það eru nærri því þrisvar sinnum fleiri milljónamæringar en voru í heiminum aldamótaárið 2000. Þessir milljónamæringar, sem eru 0,5 prósent jarðarbúa, stjórna 46 prósentum af auði heimsins sem er alls 280 trilljónir bandaríkjadala. Á hinum endanum eru 3,5 milljarðar manna þar sem hver fullorðinn einstaklingur á minna en 10 þúsund dollara í eignir. Þessir 3,5 milljarðar eru 70 prósent þeirra sem eru á svokölluðum vinnualdri í heiminum (e. working age population) en þeir eiga aðeins 2,7 prósent af auði heimsins. Samkvæmt skýrslunni býr fátækt fólk aðallega í þróunarlöndum. Til að mynda eiga 90 prósent fullorðinna í Indlandi og Afríku minna en 10 þúsund dolllara. „Í sumum ríkjum Afríku þar sem laun eru afar lág eru nánast allir í þessum hópi og fyrir marga íbúa í þróunarlöndunum er það frekar normið heldur en undantekningin að vera í þessum eignalitla hópi,“ segir í skýrslunni. Meira en tveir fimmtu af milljónamæringum heimsins búa síðan í Bandaríkjunum. Sjö prósent búa í Japan og sex prósent í Bretlandi.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Guardian.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira