Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular Fox Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 19:06 Shepard Smith. Vísir/Getty Shepard Smith, fréttaþulur Fox News, gerði áhorfendur Fox reiða í gær með því að fara yfir vinsæla samsæriskenningu um Hillary Clinton og útskýra af hverju hún væri röng. Í leiðinni benti hann á röng ummæli Donald Trump og þingmanna Repúblikanaflokksins. Trump og þingmenn flokksins hafa reynt að nota samsæriskenninguna til þess að fá sérstakan saksóknara skipaðan til að rannsaka Hillary Clinton. Einhverjir áhorfendur hafa stungið upp á því að Smith verði rekinn fyrir greininguna. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir Suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Þar að auki hefur Donald Trump ítrekað talað um málið og líkt því við Watergate-hneykslið. Í frétt Washington Post segir að engum hafi grunað að starfsmaður Fox myndi einnig benda á rangfærslurnar í samsæriskenningunni.Yfirferð Smith má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Smith tekur aðra stefnu en samstarfsmenn sínir hjá Fox. Samstarfsmaður hans, Sean Hannity, hefur til að mynda sagt Smith vera andsnúinn Trump.Varðandi þessa tiltekna kenningu hefur Fox gert henni sérstaklega hátt undir höfði að undanförnu. Tucker Carlson hefur kallað málið „hinn raunverulega Rússa-skandal og einungis nokkrum klukkustundum eftir umfjöllun Smith fjallaði Sean Hannity enn einu sinni um Uranium One. Hannity lofaði áhorfendum sínum að svipta hulunni af samsærinu sagði meðal annars: „Við vitum að lög voru brotin. Við vitum að glæpir voru framdir. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi. Þau eru óvéfengjanleg.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Shepard Smith, fréttaþulur Fox News, gerði áhorfendur Fox reiða í gær með því að fara yfir vinsæla samsæriskenningu um Hillary Clinton og útskýra af hverju hún væri röng. Í leiðinni benti hann á röng ummæli Donald Trump og þingmanna Repúblikanaflokksins. Trump og þingmenn flokksins hafa reynt að nota samsæriskenninguna til þess að fá sérstakan saksóknara skipaðan til að rannsaka Hillary Clinton. Einhverjir áhorfendur hafa stungið upp á því að Smith verði rekinn fyrir greininguna. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir Suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Þar að auki hefur Donald Trump ítrekað talað um málið og líkt því við Watergate-hneykslið. Í frétt Washington Post segir að engum hafi grunað að starfsmaður Fox myndi einnig benda á rangfærslurnar í samsæriskenningunni.Yfirferð Smith má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Smith tekur aðra stefnu en samstarfsmenn sínir hjá Fox. Samstarfsmaður hans, Sean Hannity, hefur til að mynda sagt Smith vera andsnúinn Trump.Varðandi þessa tiltekna kenningu hefur Fox gert henni sérstaklega hátt undir höfði að undanförnu. Tucker Carlson hefur kallað málið „hinn raunverulega Rússa-skandal og einungis nokkrum klukkustundum eftir umfjöllun Smith fjallaði Sean Hannity enn einu sinni um Uranium One. Hannity lofaði áhorfendum sínum að svipta hulunni af samsærinu sagði meðal annars: „Við vitum að lög voru brotin. Við vitum að glæpir voru framdir. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi. Þau eru óvéfengjanleg.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira