Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2017 11:33 Moore hefur sagt ásaknirnar upplognar að hluta en hefur ekki neitað því að hafa hitt unglingsstúlkur þegar hann var sjálfur á fertugsaldri. Vísir/AFP Enn fjölgar í hópi kvenna sem saka Roy Moore, frambjóðanda repúblikana til öldungadeildarþingsætis í Alabama, um óviðeigandi eða kynferðislega tilburði þegar þær voru táningar. Tvær konur komu fram í gær og sögðu Moore hafa elst við sig þegar þær voru ungar. Báðar unnur þær í Sears-stórversluninni í verslunarmiðstöð í Gadsen í Alabama á 8. áratugnum. Önnur þeirra, Gena Richardson, var að klára menntaskóla á þeim og var 17-18 ára gömul. Hún segir Moore hafa kynnt sig fyrir henni í búðinni og beðið hana um símanúmer. Því hafi hún hins vegar hafnað en Moore var þá þrítugur saksóknari. Moore hafi þó ekki látið þar staðar numið. Nokkrum dögum síðar hafi stúlkan verið kölluð úr tíma í skólanum og á skrifstofu skólastjóra. Þar hafi símtal beðið eftir henni. Á hinum endanum var Moore sem vildi bjóða henni á stefnumót. Richardson segist á endanum hafa látið undan og farið á stefnumót með Moore. Stefnumótið endaði með „kröftugum“ kossi gegn vilja Richardson sem hún segir að hafi hrætt sig. „Ég vildi aldrei hitta hann aftur,“ segir Richardson sem er 58 ára í dag við Washington Post. Gæti leitt til ólíklegs sigurs demókrata í eldrauðu ríki Áður hafa nokkrar aðrar konur stigið fram og lýst því hvernig Moore hafði uppi kynferðislega tilburði eða eltist við þær þegar þær voru unglingar eða ungar konur. Þar á meðal var kona sem Moore hafa haft uppi kynferðislega tilburði við sig þegar hún var 14 ára en hann á fertugsaldri. Moore hefur hafnað ásökununum og segir þær runnar undan rótum pólitískra andstæðinga. Hann hefur ekki ljáð máls á því að draga sig í hlé þrátt fyrir að sumir leiðtogar Repúblikanaflokksins hafi hvatt hann til þess. Fulltrúar flokksins í Albama hafa þó staðið með sínum manni fram að þessu. Ýmsar leiðir hafa verið nefndar sem repúblikanar gætu farið til að losa sig við Moore. Rætt hefur verið um að þeir gætu reynt að seinka kjördegi, hefja baráttu til að kjósendur tilnefni annan frambjóðanda á kjörseðlinum eða jafnvel víki Moore af þingi nái hann kjöri þrátt fyrir allt. Kosið verður um annað öldungadeildarþingsæti Alabama-ríkis 12. desember. Alabama er íhaldssamt ríki og vann Donald Trump sigur með 28 prósentustigum þar í forsetakosningunum í fyrra. Moore er hins vegar sérlega umdeildur frambjóðandi. Áður en ásakanirnar á hendur honum komu fram var hann með nokkuð forskot á demókratann Doug Jones í skoðanankönnunum en mun minna en almennt hefði verið búist við af repúblikana í ríkinu. Nú benda kannanir hins vegar til þess að Moore hafi aðeins naumt forskot á Jones. Demókratar eygja því möguleika á að vinna öldungadeildarsæti í Alabama sem hefði verið talið nær ómögulegt fyrir nokkrum vikum. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Önnur kona hefur stigið fram og sakað þingframbjóðandann Roy Moore um að hafa brotið gegn henni kynferðislega. 13. nóvember 2017 20:45 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Enn fjölgar í hópi kvenna sem saka Roy Moore, frambjóðanda repúblikana til öldungadeildarþingsætis í Alabama, um óviðeigandi eða kynferðislega tilburði þegar þær voru táningar. Tvær konur komu fram í gær og sögðu Moore hafa elst við sig þegar þær voru ungar. Báðar unnur þær í Sears-stórversluninni í verslunarmiðstöð í Gadsen í Alabama á 8. áratugnum. Önnur þeirra, Gena Richardson, var að klára menntaskóla á þeim og var 17-18 ára gömul. Hún segir Moore hafa kynnt sig fyrir henni í búðinni og beðið hana um símanúmer. Því hafi hún hins vegar hafnað en Moore var þá þrítugur saksóknari. Moore hafi þó ekki látið þar staðar numið. Nokkrum dögum síðar hafi stúlkan verið kölluð úr tíma í skólanum og á skrifstofu skólastjóra. Þar hafi símtal beðið eftir henni. Á hinum endanum var Moore sem vildi bjóða henni á stefnumót. Richardson segist á endanum hafa látið undan og farið á stefnumót með Moore. Stefnumótið endaði með „kröftugum“ kossi gegn vilja Richardson sem hún segir að hafi hrætt sig. „Ég vildi aldrei hitta hann aftur,“ segir Richardson sem er 58 ára í dag við Washington Post. Gæti leitt til ólíklegs sigurs demókrata í eldrauðu ríki Áður hafa nokkrar aðrar konur stigið fram og lýst því hvernig Moore hafði uppi kynferðislega tilburði eða eltist við þær þegar þær voru unglingar eða ungar konur. Þar á meðal var kona sem Moore hafa haft uppi kynferðislega tilburði við sig þegar hún var 14 ára en hann á fertugsaldri. Moore hefur hafnað ásökununum og segir þær runnar undan rótum pólitískra andstæðinga. Hann hefur ekki ljáð máls á því að draga sig í hlé þrátt fyrir að sumir leiðtogar Repúblikanaflokksins hafi hvatt hann til þess. Fulltrúar flokksins í Albama hafa þó staðið með sínum manni fram að þessu. Ýmsar leiðir hafa verið nefndar sem repúblikanar gætu farið til að losa sig við Moore. Rætt hefur verið um að þeir gætu reynt að seinka kjördegi, hefja baráttu til að kjósendur tilnefni annan frambjóðanda á kjörseðlinum eða jafnvel víki Moore af þingi nái hann kjöri þrátt fyrir allt. Kosið verður um annað öldungadeildarþingsæti Alabama-ríkis 12. desember. Alabama er íhaldssamt ríki og vann Donald Trump sigur með 28 prósentustigum þar í forsetakosningunum í fyrra. Moore er hins vegar sérlega umdeildur frambjóðandi. Áður en ásakanirnar á hendur honum komu fram var hann með nokkuð forskot á demókratann Doug Jones í skoðanankönnunum en mun minna en almennt hefði verið búist við af repúblikana í ríkinu. Nú benda kannanir hins vegar til þess að Moore hafi aðeins naumt forskot á Jones. Demókratar eygja því möguleika á að vinna öldungadeildarsæti í Alabama sem hefði verið talið nær ómögulegt fyrir nokkrum vikum.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Önnur kona hefur stigið fram og sakað þingframbjóðandann Roy Moore um að hafa brotið gegn henni kynferðislega. 13. nóvember 2017 20:45 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55
Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15
„Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Önnur kona hefur stigið fram og sakað þingframbjóðandann Roy Moore um að hafa brotið gegn henni kynferðislega. 13. nóvember 2017 20:45
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14