Blóraböggull Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Hæfileikar, velgengni, frægð og vinsældir ýta undir öfund og lítið samfélag eins og hið íslenska virðist hafa ríka tilhneigingu til að brjóta menn niður jafn hratt og það byggir þá upp. Viðbrögð sumra samstarfsmanna Tómasar Guðbjartssonar, þegar niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar um plastbarkamálið voru kynntar í Norræna húsinu á mánudag, voru brjóstumkennanleg. Sumir þeirra áttu erfitt með að leyna þórðargleði sinni. Eftir útgáfu skýrslunnar virðist eiga að gera Tómas að blóraböggli í plastbarkamálinu. Núna á að setja hann í gapastokkinn eins og gert var við útrásarvíkingana eftir bankahrunið. Við ítarlega yfirferð skýrslunnar kemur hins vegar í ljós að Tómas hagaði sér í langflestum tilvikum eins og góður og ábyrgur læknir í málinu. Þá mega menn ekki velkjast í neinum vafa um að rætur plastbarkamálsins liggja fyrst og fremst í óheiðarleika og blekkingum Paolos Macchiarinis. Það kemur fram í skýrslunni að formleg tilvísun sem Tómas ritaði vegna meðferðar Andemariam Beyene í Stokkhólmi var eðlileg og í samræmi við skyldur hans sem læknis. Það eru viðbótarskjöl við tilvísun vegna læknisfræðilegrar meðferðar, lýsing og sjúkrasaga sjúklingsins, sem eru gagnrýniverð að mati rannsóknarnefndarinnar. Tómas gerði breytingar á þessum skjölum í góðri trú að beiðni Macchiarinis. Nefndin telur að Macchiarini hafi blekkt Tómas til að gera þessar breytingar á skjölunum undir því yfirskini að fá samþykki siðanefndar í Svíþjóð. Gögnin fóru hins vegar aldrei fyrir siðanefnd en voru notuð til að hraða Andemariam í hina umdeildu plastbarkaígræðslu. Tómas vissi ekki á þeim tíma að Macchiarini hafði sniðgengið sænsk lög og reglur í því skyni að framkvæma aðgerðina. Ef marka má skýrsluna felast mistök Tómasar meðal annars í því að hafa ekki aflað sér leyfa fyrir vísindarannsóknum á Andemariam vegna ritunar greinarinnar í The Lancet og í því að fegra eigin hlut í viðtölum við fjölmiðla þegar útlit var fyrir að aðgerðin hefði verið mikið afrek á sviði læknavísindanna. Í fyrrnefnda tilvikinu felast alvarleg mistök en Tómas virðist ekki hafa vitað betur. Í því síðarnefnda var hann fórnarlamb eigin hégóma eins og kemur fyrir mörg okkar einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er engum vafa undirorpið að Tómas Guðbjartsson er í hópi færustu skurðlækna þjóðarinnar. Hann hefur bakað sér öfund kollega sinna með því að ræða opinberlega um afrek sín í læknisfræði og bakað sér óvild stjórnenda Landspítalans með því að minna reglulega á vondar aðstæður á spítalanum í fjölmiðlum. Þeir lærdómar sem draga má af plastbarkamálinu snúa ekki eingöngu að Landspítalanum og Háskóla Íslands. Íslenskt samfélag getur dregið lærdóm af málinu og eftirmálum þess um það hvernig við nálgumst afrek og ósigra fólks. Við eigum að fjalla um velgengni hæfileikafólks af sömu hófstillingu og yfirvegun og við nálgumst mistök þeirra. Tómas Guðbjartsson er algjör aukaleikari í plastbarkamálinu og hann á að njóta sannmælis um aðild sína að því eins og aðrir.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Plastbarkamálið Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Hæfileikar, velgengni, frægð og vinsældir ýta undir öfund og lítið samfélag eins og hið íslenska virðist hafa ríka tilhneigingu til að brjóta menn niður jafn hratt og það byggir þá upp. Viðbrögð sumra samstarfsmanna Tómasar Guðbjartssonar, þegar niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar um plastbarkamálið voru kynntar í Norræna húsinu á mánudag, voru brjóstumkennanleg. Sumir þeirra áttu erfitt með að leyna þórðargleði sinni. Eftir útgáfu skýrslunnar virðist eiga að gera Tómas að blóraböggli í plastbarkamálinu. Núna á að setja hann í gapastokkinn eins og gert var við útrásarvíkingana eftir bankahrunið. Við ítarlega yfirferð skýrslunnar kemur hins vegar í ljós að Tómas hagaði sér í langflestum tilvikum eins og góður og ábyrgur læknir í málinu. Þá mega menn ekki velkjast í neinum vafa um að rætur plastbarkamálsins liggja fyrst og fremst í óheiðarleika og blekkingum Paolos Macchiarinis. Það kemur fram í skýrslunni að formleg tilvísun sem Tómas ritaði vegna meðferðar Andemariam Beyene í Stokkhólmi var eðlileg og í samræmi við skyldur hans sem læknis. Það eru viðbótarskjöl við tilvísun vegna læknisfræðilegrar meðferðar, lýsing og sjúkrasaga sjúklingsins, sem eru gagnrýniverð að mati rannsóknarnefndarinnar. Tómas gerði breytingar á þessum skjölum í góðri trú að beiðni Macchiarinis. Nefndin telur að Macchiarini hafi blekkt Tómas til að gera þessar breytingar á skjölunum undir því yfirskini að fá samþykki siðanefndar í Svíþjóð. Gögnin fóru hins vegar aldrei fyrir siðanefnd en voru notuð til að hraða Andemariam í hina umdeildu plastbarkaígræðslu. Tómas vissi ekki á þeim tíma að Macchiarini hafði sniðgengið sænsk lög og reglur í því skyni að framkvæma aðgerðina. Ef marka má skýrsluna felast mistök Tómasar meðal annars í því að hafa ekki aflað sér leyfa fyrir vísindarannsóknum á Andemariam vegna ritunar greinarinnar í The Lancet og í því að fegra eigin hlut í viðtölum við fjölmiðla þegar útlit var fyrir að aðgerðin hefði verið mikið afrek á sviði læknavísindanna. Í fyrrnefnda tilvikinu felast alvarleg mistök en Tómas virðist ekki hafa vitað betur. Í því síðarnefnda var hann fórnarlamb eigin hégóma eins og kemur fyrir mörg okkar einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er engum vafa undirorpið að Tómas Guðbjartsson er í hópi færustu skurðlækna þjóðarinnar. Hann hefur bakað sér öfund kollega sinna með því að ræða opinberlega um afrek sín í læknisfræði og bakað sér óvild stjórnenda Landspítalans með því að minna reglulega á vondar aðstæður á spítalanum í fjölmiðlum. Þeir lærdómar sem draga má af plastbarkamálinu snúa ekki eingöngu að Landspítalanum og Háskóla Íslands. Íslenskt samfélag getur dregið lærdóm af málinu og eftirmálum þess um það hvernig við nálgumst afrek og ósigra fólks. Við eigum að fjalla um velgengni hæfileikafólks af sömu hófstillingu og yfirvegun og við nálgumst mistök þeirra. Tómas Guðbjartsson er algjör aukaleikari í plastbarkamálinu og hann á að njóta sannmælis um aðild sína að því eins og aðrir.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun