Tryggjum menntun – treystum velferð Jón Atli Benediktsson skrifar 18. október 2017 07:00 Verðmætasköpun og velferð hvers samfélags byggist á menntun og rannsóknum og þeirri nýsköpun sem af þeim leiðir. Ísland er þar engin undantekning. Þjóðin vill að fjárfest sé í menntun sem skilar sér í vandaðri þjónustu og fjölbreyttu atvinnulífi, samfélaginu öllu til heilla. Öflugir háskólar eru forsenda þess að byggja megi upp þekkingarsamfélag þar sem menntun, rannsóknir og nýsköpun skapa órofa heild. Háskóli Íslands hefur verið mótandi afl í íslensku samfélagi í meira en heila öld. Hann hefur menntað fólk til áhrifa á öllum sviðum atvinnu- og þjóðlífs og þannig verið undirstaða framsækins atvinnulífs og farsæls samfélags. Þegar grannt er skoðað má sjá að áhrif af starfsemi skólans á íslenskt samfélag eru alltumlykjandi. Þau hefjast við fæðingu barna okkar og fylgja þeim í gegnum leik-, grunn- og framhaldsskólana og til viðbótar í námi á háskólastigi og í sérhæfingu í framhaldi þess. Áhrifanna gætir ekki síður í gegnum atvinnulífið, aðgengi okkar að heilbrigðisþjónustu, í öryggisneti löggæslunnar, lystisemdum menningarinnar og áfram mætti lengi telja. Öflugt háskólastarf á Íslandi skiptir okkur öll máli til að tryggja að Ísland sé aðlaðandi staður til að búa á til framtíðar. Árangur Háskóla Íslands stendur og fellur með faglegum metnaði annars vegar og fjárfestingu stjórnvalda hins vegar. Um hið fyrra þarf ekki að fjölyrða, hvorki hjá nemendum né kennurum. Háskólinn hefur á alþjóðlegan mælikvarða náð frábærum árangri sem er m.a. mældur í áhrifum þeirra rannsókna sem stundaðar eru við skólann og í margþættu framlagi hans til framfara jafnt innanlands sem utan. Hvað fjármögnun varðar er Háskóli Íslands upp á forgangsröðun stjórnvalda kominn. Vandséð er hvar hægt er að festa fé í meiri verðmætum en menntun og rannsóknum en það er óneitanlega langur vegur frá því að framlög til háskólamenntunar á Íslandi standist samanburð við það sem tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Háskóli Íslands hefur á undanförnum áratugum haslað sér völl sem alþjóðlegur rannsóknarháskóli á heimsmælikvarða. Það kallar bæði á elju og árvekni að halda sér í þeirri úrvalsdeild og til þess þarf stuðning og hvatningu frá samfélaginu og stjórnvöldum. Samofnir þættir menntunar, rannsókna og nýsköpunar eru um allan heim viðurkenndir sem drifkraftur verðmætasköpunar og velferðar. Þeir eru í raun fjöregg þess samfélags sem allir Íslendingar vilja byggja. Þess vegna skora ég á alla frambjóðendur að tala um mikilvægi menntunar í aðdraganda kosninga og tryggja að forgangsraðað sé í þágu öflugs háskólakerfis að þeim loknum. Höfundur er rektor Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Kosningar 2017 Skóla - og menntamál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Verðmætasköpun og velferð hvers samfélags byggist á menntun og rannsóknum og þeirri nýsköpun sem af þeim leiðir. Ísland er þar engin undantekning. Þjóðin vill að fjárfest sé í menntun sem skilar sér í vandaðri þjónustu og fjölbreyttu atvinnulífi, samfélaginu öllu til heilla. Öflugir háskólar eru forsenda þess að byggja megi upp þekkingarsamfélag þar sem menntun, rannsóknir og nýsköpun skapa órofa heild. Háskóli Íslands hefur verið mótandi afl í íslensku samfélagi í meira en heila öld. Hann hefur menntað fólk til áhrifa á öllum sviðum atvinnu- og þjóðlífs og þannig verið undirstaða framsækins atvinnulífs og farsæls samfélags. Þegar grannt er skoðað má sjá að áhrif af starfsemi skólans á íslenskt samfélag eru alltumlykjandi. Þau hefjast við fæðingu barna okkar og fylgja þeim í gegnum leik-, grunn- og framhaldsskólana og til viðbótar í námi á háskólastigi og í sérhæfingu í framhaldi þess. Áhrifanna gætir ekki síður í gegnum atvinnulífið, aðgengi okkar að heilbrigðisþjónustu, í öryggisneti löggæslunnar, lystisemdum menningarinnar og áfram mætti lengi telja. Öflugt háskólastarf á Íslandi skiptir okkur öll máli til að tryggja að Ísland sé aðlaðandi staður til að búa á til framtíðar. Árangur Háskóla Íslands stendur og fellur með faglegum metnaði annars vegar og fjárfestingu stjórnvalda hins vegar. Um hið fyrra þarf ekki að fjölyrða, hvorki hjá nemendum né kennurum. Háskólinn hefur á alþjóðlegan mælikvarða náð frábærum árangri sem er m.a. mældur í áhrifum þeirra rannsókna sem stundaðar eru við skólann og í margþættu framlagi hans til framfara jafnt innanlands sem utan. Hvað fjármögnun varðar er Háskóli Íslands upp á forgangsröðun stjórnvalda kominn. Vandséð er hvar hægt er að festa fé í meiri verðmætum en menntun og rannsóknum en það er óneitanlega langur vegur frá því að framlög til háskólamenntunar á Íslandi standist samanburð við það sem tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Háskóli Íslands hefur á undanförnum áratugum haslað sér völl sem alþjóðlegur rannsóknarháskóli á heimsmælikvarða. Það kallar bæði á elju og árvekni að halda sér í þeirri úrvalsdeild og til þess þarf stuðning og hvatningu frá samfélaginu og stjórnvöldum. Samofnir þættir menntunar, rannsókna og nýsköpunar eru um allan heim viðurkenndir sem drifkraftur verðmætasköpunar og velferðar. Þeir eru í raun fjöregg þess samfélags sem allir Íslendingar vilja byggja. Þess vegna skora ég á alla frambjóðendur að tala um mikilvægi menntunar í aðdraganda kosninga og tryggja að forgangsraðað sé í þágu öflugs háskólakerfis að þeim loknum. Höfundur er rektor Háskóla Íslands.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun