Ólympíusigurvegari var beitt kynferðislegu ofbeldi af lækni liðsins í sjö ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2017 10:30 McKayla Maroney vann gull og silfur á Ólympíuleikum í skugga kynferðislegs ofbeldis. vísir/getty Bandaríska fimleikadrottningin McKayla Maroney, sem vann gull í liðakeppni á Ólympíuleikunum í London árið 2012, segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassar, lækni bandaríska liðsins, í sjö ár en það hófst þegar að hún var þrettán ára gömul. Nassar er í fangelsi í Michigan í Bandaríkjunum þar sem hann bíður réttarhalda vegna fjölda ásakanna um kynferðislegt ofbeldi en fyrr á þessu ári viðurkenndi hann að eiga barnaklámsmyndir heima hjá sér. Í tengslum við Mee Too-herferðina ákvað Maroney, sem vann þrjú gull á HM og eitt á ÓL á sínum glæsta ferli, að segja sína sögu en hún birti pistil á Twitter-síðu sinni. „Ég var beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassarr, lækni bandaríska kvennalandsliðsins. Það virtist vera alveg sama hvar og hvenær, alltaf lenti ég í þessu. Þetta gerðist í London áður en ég vann gullverðlaunin og þetta gerðist áður en ég vann silfrið,“ segir Maroney sem er frægasti íþróttamaðurinn sem hefur sakað lækninn um slíkt athæfi.WATCH: Gold Medal gymnast McKayla Maroney reveals she was abused by USA gymnastics team doctor: https://t.co/yGvsCW9oa1pic.twitter.com/lnQ9r2SC9K — Good Morning America (@GMA) October 18, 2017 Hundruðir kvenna og stúlkna hafa aftur á móti stigið fram síðasta árið og sakað Nassar um kynferðislegt ofbeldi en þetta hófst allt með rannsókn bandaríska dagblaðsins Indianapolis Star. Nassar, sem er á fimmtugsaldri, starfaði í tæpa þrjá áratugi með bandaríska landsliðinu og var með því á fernum Ólympíuleikum. Hann hefur neitað fyrir að beita nokkra einustu stúlku kynferðislegu ofbeldi. „Þetta byrjaði þegar að ég var þrettán ára á einni fyrstu æfingu minni með landsliðinu og hætti ekki fyrr en að ég hætti í fimleikum,“ segir Maroney og bætir við afskaplega óhugnarlegri sögu. „Ógnvænlegasta kvöld lífs míns átti sér stað þegar að ég var fimmtán ára gömul. Við vorum búin að flúga allan daginn og alla nóttina til að komast til Tókýó. Hann gaf mér svefnpillu fyrir flugið og það næsta sem ég veit er að ég var ein í herbergi með honum að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ segir McKayla Maroney. Allan pistil bandarísku fimleikadrottningarinnar má lesa hér að neðan.#MeToopic.twitter.com/lYXaDTuOsS — mckayla (@McKaylaMaroney) October 18, 2017 Aðrar íþróttir Kynferðisbrot Larry Nassar Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Bandaríska fimleikadrottningin McKayla Maroney, sem vann gull í liðakeppni á Ólympíuleikunum í London árið 2012, segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassar, lækni bandaríska liðsins, í sjö ár en það hófst þegar að hún var þrettán ára gömul. Nassar er í fangelsi í Michigan í Bandaríkjunum þar sem hann bíður réttarhalda vegna fjölda ásakanna um kynferðislegt ofbeldi en fyrr á þessu ári viðurkenndi hann að eiga barnaklámsmyndir heima hjá sér. Í tengslum við Mee Too-herferðina ákvað Maroney, sem vann þrjú gull á HM og eitt á ÓL á sínum glæsta ferli, að segja sína sögu en hún birti pistil á Twitter-síðu sinni. „Ég var beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassarr, lækni bandaríska kvennalandsliðsins. Það virtist vera alveg sama hvar og hvenær, alltaf lenti ég í þessu. Þetta gerðist í London áður en ég vann gullverðlaunin og þetta gerðist áður en ég vann silfrið,“ segir Maroney sem er frægasti íþróttamaðurinn sem hefur sakað lækninn um slíkt athæfi.WATCH: Gold Medal gymnast McKayla Maroney reveals she was abused by USA gymnastics team doctor: https://t.co/yGvsCW9oa1pic.twitter.com/lnQ9r2SC9K — Good Morning America (@GMA) October 18, 2017 Hundruðir kvenna og stúlkna hafa aftur á móti stigið fram síðasta árið og sakað Nassar um kynferðislegt ofbeldi en þetta hófst allt með rannsókn bandaríska dagblaðsins Indianapolis Star. Nassar, sem er á fimmtugsaldri, starfaði í tæpa þrjá áratugi með bandaríska landsliðinu og var með því á fernum Ólympíuleikum. Hann hefur neitað fyrir að beita nokkra einustu stúlku kynferðislegu ofbeldi. „Þetta byrjaði þegar að ég var þrettán ára á einni fyrstu æfingu minni með landsliðinu og hætti ekki fyrr en að ég hætti í fimleikum,“ segir Maroney og bætir við afskaplega óhugnarlegri sögu. „Ógnvænlegasta kvöld lífs míns átti sér stað þegar að ég var fimmtán ára gömul. Við vorum búin að flúga allan daginn og alla nóttina til að komast til Tókýó. Hann gaf mér svefnpillu fyrir flugið og það næsta sem ég veit er að ég var ein í herbergi með honum að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ segir McKayla Maroney. Allan pistil bandarísku fimleikadrottningarinnar má lesa hér að neðan.#MeToopic.twitter.com/lYXaDTuOsS — mckayla (@McKaylaMaroney) October 18, 2017
Aðrar íþróttir Kynferðisbrot Larry Nassar Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira