Leiðtogar ESB standa við Íranssamninginn óháð því sem Trump gerir Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2017 14:33 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, slógu á létta strengi við upphaf leiðtogafundar ESB í Brussel í dag. Vísir/AFP Kjarnorkusamningur stórveldanna við Íran mun áfram njóta stuðnings leiðtoga Evrópusambandsríkja óháð því hvort að Bandaríkin muni segja sig frá honum. Sambandið undirbýr þó að gagnrýna Írani harðar fyrir eldflaugatilraunir sínar. Búist er við því að Evrópuleiðtogarnir lýsi yfir fullum stuðningi við samninginn eftir viðræður þeirra í Brussel í dag samkvæmt drögum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninni á samkomulagið sem náðist á milli Írana annars vegar og Bandaríkjanna, Bretlands, Rússlands, Frakklands, Kína og Þýskalands auk Evrópusambandsins hins vegar. Það fól í sér að Íranar hættu kjarnorkuáætlun sinni gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir vegna hennar.Vilja ekki vera algerlega á öndverðum meiði við BandaríkinÍ síðustu viku lýsti Trump því yfir að hann myndi ekki leggja blessun sína yfir hann áfram. Bandaríkjaforseti þarf að votta samninginn á þriggja mánaða fresti við þingið. Framtíð samningsins er í höndum þingsins sem þarf að ákveða hvort það vilji endurvekja refsiaðgerðirnar þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að Íranir hafi brotið gegn skilmálum samningsins. Evrópuríki hafa reynt að bjarga samkomulaginu en leiðtogar Írans hafa lýst því að það deyi drottni sínum ef Bandaríkin segja skilið við það. Til þess að koma til móts við afstöðu Bandaríkjastjórnar eru Evrópuríkin hins vegar sögð íhuga að herða gagnrýni sína á eldflaugatilraunir Írana sem þau telja að grafi undan stöðugleika í heimshlutanum. „Við viljum verja kjarnorkusamningin og við stöndum við kjarnorkusamninginn og við uppfyllum kjarnorkusamninginn. Við viljum hins vegar heldur ekki vera algerlega á öndverðum meiði við Bandaríkin,“ hefur Reuters eftir embættismanni ESB. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Íran Tengdar fréttir Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta vegna nýlegrar ákvörðunar um að staðfesta ekki kjarnorkusamning sem ríkin voru aðilar að. 19. október 2017 06:00 Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. 13. október 2017 06:44 Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjamenn gætu tekið aftur upp refsiaðgerðir gegn Írönum ef marka má fréttir frá Washington-borg. 5. október 2017 19:36 Trump staðfestir ekki kjarnorkusamkomulag við Íran Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði í kvöld að Trump hafi ekki vald til að ógilda samkomulagið og að það væri í fullu gildi. 13. október 2017 19:52 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Kjarnorkusamningur stórveldanna við Íran mun áfram njóta stuðnings leiðtoga Evrópusambandsríkja óháð því hvort að Bandaríkin muni segja sig frá honum. Sambandið undirbýr þó að gagnrýna Írani harðar fyrir eldflaugatilraunir sínar. Búist er við því að Evrópuleiðtogarnir lýsi yfir fullum stuðningi við samninginn eftir viðræður þeirra í Brussel í dag samkvæmt drögum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninni á samkomulagið sem náðist á milli Írana annars vegar og Bandaríkjanna, Bretlands, Rússlands, Frakklands, Kína og Þýskalands auk Evrópusambandsins hins vegar. Það fól í sér að Íranar hættu kjarnorkuáætlun sinni gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir vegna hennar.Vilja ekki vera algerlega á öndverðum meiði við BandaríkinÍ síðustu viku lýsti Trump því yfir að hann myndi ekki leggja blessun sína yfir hann áfram. Bandaríkjaforseti þarf að votta samninginn á þriggja mánaða fresti við þingið. Framtíð samningsins er í höndum þingsins sem þarf að ákveða hvort það vilji endurvekja refsiaðgerðirnar þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að Íranir hafi brotið gegn skilmálum samningsins. Evrópuríki hafa reynt að bjarga samkomulaginu en leiðtogar Írans hafa lýst því að það deyi drottni sínum ef Bandaríkin segja skilið við það. Til þess að koma til móts við afstöðu Bandaríkjastjórnar eru Evrópuríkin hins vegar sögð íhuga að herða gagnrýni sína á eldflaugatilraunir Írana sem þau telja að grafi undan stöðugleika í heimshlutanum. „Við viljum verja kjarnorkusamningin og við stöndum við kjarnorkusamninginn og við uppfyllum kjarnorkusamninginn. Við viljum hins vegar heldur ekki vera algerlega á öndverðum meiði við Bandaríkin,“ hefur Reuters eftir embættismanni ESB.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Íran Tengdar fréttir Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta vegna nýlegrar ákvörðunar um að staðfesta ekki kjarnorkusamning sem ríkin voru aðilar að. 19. október 2017 06:00 Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. 13. október 2017 06:44 Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjamenn gætu tekið aftur upp refsiaðgerðir gegn Írönum ef marka má fréttir frá Washington-borg. 5. október 2017 19:36 Trump staðfestir ekki kjarnorkusamkomulag við Íran Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði í kvöld að Trump hafi ekki vald til að ógilda samkomulagið og að það væri í fullu gildi. 13. október 2017 19:52 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta vegna nýlegrar ákvörðunar um að staðfesta ekki kjarnorkusamning sem ríkin voru aðilar að. 19. október 2017 06:00
Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. 13. október 2017 06:44
Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjamenn gætu tekið aftur upp refsiaðgerðir gegn Írönum ef marka má fréttir frá Washington-borg. 5. október 2017 19:36
Trump staðfestir ekki kjarnorkusamkomulag við Íran Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði í kvöld að Trump hafi ekki vald til að ógilda samkomulagið og að það væri í fullu gildi. 13. október 2017 19:52