Það er komið nóg Oddný G. Harðardóttir skrifar 2. október 2017 06:00 Við vitum öll hvað varð tveimur síðustu ríkisstjórnum að falli. Panamaskjölin og Wintrishneykslið sýndu almenningi inn í heim forréttindastéttar þar sem svik og undirferli, skattaundanskot og vafasöm fjármálaumsýsla þykja eðlileg og daglegt brauð. „Það getur verið erfitt að eiga peninga“, sagði maðurinn sem var að reyna að réttlæta ósómann. Hin síðari féll á leyndarhyggju og margítrekuðum tilraunum til yfirhylmingar óþægilegra staðreynda, jafnvel þótt þær upplýsingar væru nauðsynlegar í bataferli barna og fjölskyldna sem orðið höfðu fyrir óbærilegri lífsreynslu. Traust til beggja ríkisstjórnanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks annars vegar og Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hins vegar, var í algeru lágmarki þegar þær þurftu að taka pokann sinn. En var það eingöngu vegna þessara tveggja hneykslismála? Ég held ekki. Traustið var horfið þá þegar vegna langrar slóðar svikinna kosningaloforða. Við í Samfylkingunni viljum að eftir kosningar verði fyrst ráðist í að leysa þann bráðavanda sem blasir við og gera langtímaáætlanir um betra velferðarsamfélag. Taka á húsnæðisvandanum, efla gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu í opinberum rekstri, bæta kjör þeirra sem verst eru settir, styrkja menntakerfið til að taka við nýjum áskorunum ásamt því að laga vegi, efla lögregluna, gera réttlátar breytingar á skattkerfinu, auka stuðning við ungt fólk og barnafjölskyldur og setja sanngjarna auðlindastefnu. Ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskrá, virða þjóðaratkvæðagreiðslur, vinna gegn spillingu og efla traust og gagnsæi. Þetta er allt hægt og við höfum efni á því. Í stuttu máli ætti næsta ríkisstjórn að sameinast um góða efnahagsstjórn og öflugra velferðarkerfi. Miklu sterkara opinbert heilbrigðiskerfi, framsækna skóla fyrir alla ásamt mannsæmandi kjörum aldraðra og öryrkja og vinnumarkaði sem tryggir réttindi og jafnrétti. Það þarf ríkisstjórn sem vinnur raunverulega að almannahag. Þó að hér hafi verið samsteypustjórnir þá hefur í þeim ávallt verið tryggt að sérhagsmunaöflin sem reka stjórnmálaaflið sem kallast Sjálfstæðisflokkur fari sínu fram og ráðskist með innviði samfélagsins að vild. Það er mál að linni.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við vitum öll hvað varð tveimur síðustu ríkisstjórnum að falli. Panamaskjölin og Wintrishneykslið sýndu almenningi inn í heim forréttindastéttar þar sem svik og undirferli, skattaundanskot og vafasöm fjármálaumsýsla þykja eðlileg og daglegt brauð. „Það getur verið erfitt að eiga peninga“, sagði maðurinn sem var að reyna að réttlæta ósómann. Hin síðari féll á leyndarhyggju og margítrekuðum tilraunum til yfirhylmingar óþægilegra staðreynda, jafnvel þótt þær upplýsingar væru nauðsynlegar í bataferli barna og fjölskyldna sem orðið höfðu fyrir óbærilegri lífsreynslu. Traust til beggja ríkisstjórnanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks annars vegar og Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hins vegar, var í algeru lágmarki þegar þær þurftu að taka pokann sinn. En var það eingöngu vegna þessara tveggja hneykslismála? Ég held ekki. Traustið var horfið þá þegar vegna langrar slóðar svikinna kosningaloforða. Við í Samfylkingunni viljum að eftir kosningar verði fyrst ráðist í að leysa þann bráðavanda sem blasir við og gera langtímaáætlanir um betra velferðarsamfélag. Taka á húsnæðisvandanum, efla gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu í opinberum rekstri, bæta kjör þeirra sem verst eru settir, styrkja menntakerfið til að taka við nýjum áskorunum ásamt því að laga vegi, efla lögregluna, gera réttlátar breytingar á skattkerfinu, auka stuðning við ungt fólk og barnafjölskyldur og setja sanngjarna auðlindastefnu. Ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskrá, virða þjóðaratkvæðagreiðslur, vinna gegn spillingu og efla traust og gagnsæi. Þetta er allt hægt og við höfum efni á því. Í stuttu máli ætti næsta ríkisstjórn að sameinast um góða efnahagsstjórn og öflugra velferðarkerfi. Miklu sterkara opinbert heilbrigðiskerfi, framsækna skóla fyrir alla ásamt mannsæmandi kjörum aldraðra og öryrkja og vinnumarkaði sem tryggir réttindi og jafnrétti. Það þarf ríkisstjórn sem vinnur raunverulega að almannahag. Þó að hér hafi verið samsteypustjórnir þá hefur í þeim ávallt verið tryggt að sérhagsmunaöflin sem reka stjórnmálaaflið sem kallast Sjálfstæðisflokkur fari sínu fram og ráðskist með innviði samfélagsins að vild. Það er mál að linni.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun