Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2017 14:37 Madsen neitar enn sök og segir Wall hafa látist af slysförum Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. Saksóknari í málinu kynnti ný sönnunargögn sem benda til þess að wall hafi verið stungin alls 14 sinnum skömmu eftir að hún lést. DR greinir frá.Saksóknari fór fram á að Madsen yrði úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann hefur verið í haldi lögreglu frá því í ágúst eftir að Wall hvarf. Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbáti hans í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Skömmu síðar rak kvennmanslík á strendur Amager, sundurlimað, og reyndist það vera lík Wall. Var Madsen handtekinn en hann hefur játað að hafa kastað líki hennar fyrir borð. Hann hefur þó sagt að Wall hafi látist af slysförum. Stungusár á brjósti og klofi Fyrir rétti í dag kynnti saksóknari niðurstöðu krufningar á líki Wall. Dánarorsök liggur enn ekki fyrir. Stungusár á brjósti og klofi hennar benda til þess að Wall hafi verið stungin eftir að hún lést.Þá liggur einnig fyrir að sög var notuð til þess að saga höfuð, hendur og fætur af líki Wall en á beinum hennar mátti greina för eftir sagarblað. Dómari í málinu taldi að grunur um aðild Madsend að dauða Wall væri enn fyrir hendi og var hann því úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, til 31. október næstkomandi. UC3 Nautilus er kafbáturinn sem um ræðir.Vísir/AFP Þá fundust einnig leifar af DNA úr Wall á hálsi og undir nöglum Madsen. Þá sagði saksóknarinn einnig að ofbeldisfull myndbönd þar sem meðal annars mátti sjá konur teknar af lífi, ýmist með því að vera hengdar eða brenndar, hafi fundist í tölvu Madsen. Neitar enn sök og segir marga hafa haft aðgang að tölvunni Betina Hald Engmark, verjandi Madsen, segir að hann neiti enn sök í málinu. Taldi hún að ekki væri óeðlilegt að DNA úr Wall mætti finna á Madsen þar sem hann hafi viðurkennt að hafa snert hana eftir að hún lést. Þá sagði hún að saksóknar hefðu ekki skoðað möguleikann á því að um slys hafi verið að ræða. Taldi hún einnig að saksóknarar hefðu ekki sýnt fram á neitt sem benti til þess að Madsen hefði verið valdur að dauða Wall. Varðandi myndböndin sem fundust í tölvu Madsen sagði hann sjálfu að margir hefðu aðgang að tölvunni og að ofbeldisfullu myndböndin væru ekki á hans vegum. Fór Engmark fram á því að aðstæður í kafbátnum yrði endurskapaðar svo að rannsaka mætti málið til fulls. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41 Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00 Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. Saksóknari í málinu kynnti ný sönnunargögn sem benda til þess að wall hafi verið stungin alls 14 sinnum skömmu eftir að hún lést. DR greinir frá.Saksóknari fór fram á að Madsen yrði úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann hefur verið í haldi lögreglu frá því í ágúst eftir að Wall hvarf. Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbáti hans í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Skömmu síðar rak kvennmanslík á strendur Amager, sundurlimað, og reyndist það vera lík Wall. Var Madsen handtekinn en hann hefur játað að hafa kastað líki hennar fyrir borð. Hann hefur þó sagt að Wall hafi látist af slysförum. Stungusár á brjósti og klofi Fyrir rétti í dag kynnti saksóknari niðurstöðu krufningar á líki Wall. Dánarorsök liggur enn ekki fyrir. Stungusár á brjósti og klofi hennar benda til þess að Wall hafi verið stungin eftir að hún lést.Þá liggur einnig fyrir að sög var notuð til þess að saga höfuð, hendur og fætur af líki Wall en á beinum hennar mátti greina för eftir sagarblað. Dómari í málinu taldi að grunur um aðild Madsend að dauða Wall væri enn fyrir hendi og var hann því úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, til 31. október næstkomandi. UC3 Nautilus er kafbáturinn sem um ræðir.Vísir/AFP Þá fundust einnig leifar af DNA úr Wall á hálsi og undir nöglum Madsen. Þá sagði saksóknarinn einnig að ofbeldisfull myndbönd þar sem meðal annars mátti sjá konur teknar af lífi, ýmist með því að vera hengdar eða brenndar, hafi fundist í tölvu Madsen. Neitar enn sök og segir marga hafa haft aðgang að tölvunni Betina Hald Engmark, verjandi Madsen, segir að hann neiti enn sök í málinu. Taldi hún að ekki væri óeðlilegt að DNA úr Wall mætti finna á Madsen þar sem hann hafi viðurkennt að hafa snert hana eftir að hún lést. Þá sagði hún að saksóknar hefðu ekki skoðað möguleikann á því að um slys hafi verið að ræða. Taldi hún einnig að saksóknarar hefðu ekki sýnt fram á neitt sem benti til þess að Madsen hefði verið valdur að dauða Wall. Varðandi myndböndin sem fundust í tölvu Madsen sagði hann sjálfu að margir hefðu aðgang að tölvunni og að ofbeldisfullu myndböndin væru ekki á hans vegum. Fór Engmark fram á því að aðstæður í kafbátnum yrði endurskapaðar svo að rannsaka mætti málið til fulls.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41 Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00 Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02
Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41
Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00
Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17
Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20