Norðmenn eiga tvo á listanum yfir efnilegustu strákana en Íslendingar engan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2017 23:00 Erling Braut Haaland. Vísir/Getty Guardian hefur birt nýjan lista yfir 60 bestu fótboltaleikmenn heims á sautjánda ári en að þessu sinni eru teknir fyrir leikmenn fæddir árið 2000. Þetta er fjórða árið í röð sem Guardian setur saman slíkan lista en áður hafa knattspyrnusérfræðingar blaðsins tekið fyrir árgangana 1999, 1998 og 1997. Ísland átti einn leikmann á listanum í fyrra en það var Kolbeinn Birgir Finnsson sem er fæddur árið 1999 og er leikmaður unglingaliðs FC Groningen í dag. Að þessu sinni er enginn íslenskur strákur á listanum en þar eru hinsvegar tveir Norðmenn. Norsku leikmennirnir eru Erling Braut Haaland hjá Molde og Jørgen Strand Larsen sem er leikmaður AC Milan en á láni frá Sarpsborg. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, hefur gefið Haaland tækifæri hjá liðinu í sumar. Það eru alls fjórir Norðurlandabúar á listanum því Daninn Victor Jensen hjá Ajax og Svíinn Filston Mawana hjá Hoffenheim eru einnig nefndir sem einn af sextíu bestu sautján ára fótboltastrákum heims. Frægasti leikmaðurinn á listanum er eflaust Vinicius Júnior sem Real Madrid er þegar búið að kaupa frá Flamengo þó að hann spili ennþá með brasilíska liðinu. Real Madrid borgar 45 milljónir evra fyrir strákinn en hann má ekki koma til Spánar fyrr en hann er orðinn átján ára gamall. Aðrir leikmenn á listanum sem eru farnir að skapa sér nafn eru Ítalinn Moise Kean hjá Verona (á láni frá Juventus), Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund og Bandaríkjamaðurinn Timothy Weah hjá Paris Saint-Germain. Moise Kean varð fyrsti leikmaðurinn fæddur 2000 eða síðar sem nær að skora í einni af fimm bestu deildum Evrópu en hann skoraði þá fyrir Juventus á móti Bologna í maí. Hann er nú á láni hjá Verona. Timothy Weah er sonur George Weah sem var valinn besti knattspyrnumaður heims árið 1995 eða fimm árum en Timothy fæddist. Það er hægt að finna allan listann hér. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Guardian hefur birt nýjan lista yfir 60 bestu fótboltaleikmenn heims á sautjánda ári en að þessu sinni eru teknir fyrir leikmenn fæddir árið 2000. Þetta er fjórða árið í röð sem Guardian setur saman slíkan lista en áður hafa knattspyrnusérfræðingar blaðsins tekið fyrir árgangana 1999, 1998 og 1997. Ísland átti einn leikmann á listanum í fyrra en það var Kolbeinn Birgir Finnsson sem er fæddur árið 1999 og er leikmaður unglingaliðs FC Groningen í dag. Að þessu sinni er enginn íslenskur strákur á listanum en þar eru hinsvegar tveir Norðmenn. Norsku leikmennirnir eru Erling Braut Haaland hjá Molde og Jørgen Strand Larsen sem er leikmaður AC Milan en á láni frá Sarpsborg. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, hefur gefið Haaland tækifæri hjá liðinu í sumar. Það eru alls fjórir Norðurlandabúar á listanum því Daninn Victor Jensen hjá Ajax og Svíinn Filston Mawana hjá Hoffenheim eru einnig nefndir sem einn af sextíu bestu sautján ára fótboltastrákum heims. Frægasti leikmaðurinn á listanum er eflaust Vinicius Júnior sem Real Madrid er þegar búið að kaupa frá Flamengo þó að hann spili ennþá með brasilíska liðinu. Real Madrid borgar 45 milljónir evra fyrir strákinn en hann má ekki koma til Spánar fyrr en hann er orðinn átján ára gamall. Aðrir leikmenn á listanum sem eru farnir að skapa sér nafn eru Ítalinn Moise Kean hjá Verona (á láni frá Juventus), Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund og Bandaríkjamaðurinn Timothy Weah hjá Paris Saint-Germain. Moise Kean varð fyrsti leikmaðurinn fæddur 2000 eða síðar sem nær að skora í einni af fimm bestu deildum Evrópu en hann skoraði þá fyrir Juventus á móti Bologna í maí. Hann er nú á láni hjá Verona. Timothy Weah er sonur George Weah sem var valinn besti knattspyrnumaður heims árið 1995 eða fimm árum en Timothy fæddist. Það er hægt að finna allan listann hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira