Eldflaugamaðurinn mætir þeim elliæra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. september 2017 09:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Þeir hóta hvor öðrum gereyðileggingu og kalla hvor annan geðsjúkan. Nordicphotos/AFP Samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa ef til vill ekki verið stirðari síðan á dögum Kóreustríðsins um miðja síðustu öld. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur uppnefnt Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, „Eldflaugamanninn“ en sá síðarnefndi segir Trump elliæran. Tvímenningarnir hafa jafnframt hótað að gereyðileggja ríki hvor annars. Kim brást í gær við nýjum viðskiptaþvingunum sem Trump fyrirskipaði gegn einræðisríkinu á fimmtudag sem og eldræðu forsetans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna frá því á mánudag þar sem forsetinn hótaði fyrrnefndri gereyðileggingu ef Kim-stjórnin myndi ekki stöðva kjarnorkuáætlun sína. Sendi Kim frá sér fyrstu tilkynninguna sem nokkur leiðtogi Norður-Kóreu hefur gefið út á ensku. „Jómfrúarræða Bandaríkjaforseta á sviði Sameinuðu þjóðanna veldur alþjóðasamfélaginu áhyggjum og er til þess fallin að auka á togstreituna á Kóreuskaga. Ég taldi að hann myndi flytja ræðu ólíka þeim sem hann flytur venjulega. En hann var langt frá því að segja nokkuð sem gæti slakað á togstreitunni heldur var hann fádæma dónalegur og bullaði meira en nokkur Bandaríkjaforseti hefur nokkurn tímann gert.“Donald Trump hefur kallað Kim „Rocket Man“ og vísað þannig í þekkt lag eftir Elton John.nordicphotos/AFPNorður-Kóreumaðurinn ráðlagði Trump að vanda orðaval sitt og sagði hegðun hans á allsherjarþinginu „geðsjúka“. Ræða Trumps hefði í raun verið stríðsyfirlýsing og myndi stjórn Kims hugsa vandlega um hvernig henni bæri að svara. „Ég veit ekki við hvaða svari Trump bjóst en svarið verður stærra en hann hefði getað ímyndað sér. Ég mun á afdráttarlausan hátt temja þennan elliæra og geðsjúka Bandaríkjamann með eldi mínum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Kims. Trump svaraði Kim á Twitter í gær. „Kim Jong-un frá Norður-Kóreu, sem er augljóslega geðsjúklingur, er sama þótt hann svelti og drepi þjóð sína. Nú mun reyna á hann sem aldrei fyrr,“ tísti Bandaríkjaforseti. Frá því Kim tók við taumunum í Norður-Kóreu, eftir andlát föður hans, hefur ríkið gert mun fleiri kjarnorku- og eldflaugatilraunir en áður. Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sagði í gær að svar Asíuríkisins gæti falist í kjarnorkutilraun á Kyrrahafi. „Þetta gæti orðið aflmesta vetnissprengja sem prófuð hefur verið á Kyrrahafinu,“ sagði Ri. Ráðherrann bætti því þó við að hann hefði í raun ekki hugmynd um hvernig ætti að svara Bandaríkjaforseta, það myndi Kim einn fyrirskipa. Japanar voru hins vegar ekki hrifnir af orðum Ri, enda hefur Norður-Kórea skotið tveimur eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. „Orð Norður-Kóreumanna ögra öryggi og stöðugleika á svæðinu. Þau eru algjörlega óásættanleg,“ sagði Yoshihide Suga, talsmaður ríkisstjórnarinnar. En á meðan leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hnakkrífast reyna Kínverjar og Rússar að róa þá niður. „Allir aðilar ættu að halda aftur af sér frekar en að reyna að ögra hvor öðrum,“ sagði Lu Kang, talsmaður utanríkisráðuneytis Kínverja, við blaðamenn í gær. Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnar Vladimírs Pútin í Rússlandi, tók í sama streng. Sagði hann að yfirvöld í Moskvu hefðu „miklar áhyggjur af þessari vaxandi spennu“. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa ef til vill ekki verið stirðari síðan á dögum Kóreustríðsins um miðja síðustu öld. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur uppnefnt Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, „Eldflaugamanninn“ en sá síðarnefndi segir Trump elliæran. Tvímenningarnir hafa jafnframt hótað að gereyðileggja ríki hvor annars. Kim brást í gær við nýjum viðskiptaþvingunum sem Trump fyrirskipaði gegn einræðisríkinu á fimmtudag sem og eldræðu forsetans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna frá því á mánudag þar sem forsetinn hótaði fyrrnefndri gereyðileggingu ef Kim-stjórnin myndi ekki stöðva kjarnorkuáætlun sína. Sendi Kim frá sér fyrstu tilkynninguna sem nokkur leiðtogi Norður-Kóreu hefur gefið út á ensku. „Jómfrúarræða Bandaríkjaforseta á sviði Sameinuðu þjóðanna veldur alþjóðasamfélaginu áhyggjum og er til þess fallin að auka á togstreituna á Kóreuskaga. Ég taldi að hann myndi flytja ræðu ólíka þeim sem hann flytur venjulega. En hann var langt frá því að segja nokkuð sem gæti slakað á togstreitunni heldur var hann fádæma dónalegur og bullaði meira en nokkur Bandaríkjaforseti hefur nokkurn tímann gert.“Donald Trump hefur kallað Kim „Rocket Man“ og vísað þannig í þekkt lag eftir Elton John.nordicphotos/AFPNorður-Kóreumaðurinn ráðlagði Trump að vanda orðaval sitt og sagði hegðun hans á allsherjarþinginu „geðsjúka“. Ræða Trumps hefði í raun verið stríðsyfirlýsing og myndi stjórn Kims hugsa vandlega um hvernig henni bæri að svara. „Ég veit ekki við hvaða svari Trump bjóst en svarið verður stærra en hann hefði getað ímyndað sér. Ég mun á afdráttarlausan hátt temja þennan elliæra og geðsjúka Bandaríkjamann með eldi mínum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Kims. Trump svaraði Kim á Twitter í gær. „Kim Jong-un frá Norður-Kóreu, sem er augljóslega geðsjúklingur, er sama þótt hann svelti og drepi þjóð sína. Nú mun reyna á hann sem aldrei fyrr,“ tísti Bandaríkjaforseti. Frá því Kim tók við taumunum í Norður-Kóreu, eftir andlát föður hans, hefur ríkið gert mun fleiri kjarnorku- og eldflaugatilraunir en áður. Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sagði í gær að svar Asíuríkisins gæti falist í kjarnorkutilraun á Kyrrahafi. „Þetta gæti orðið aflmesta vetnissprengja sem prófuð hefur verið á Kyrrahafinu,“ sagði Ri. Ráðherrann bætti því þó við að hann hefði í raun ekki hugmynd um hvernig ætti að svara Bandaríkjaforseta, það myndi Kim einn fyrirskipa. Japanar voru hins vegar ekki hrifnir af orðum Ri, enda hefur Norður-Kórea skotið tveimur eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. „Orð Norður-Kóreumanna ögra öryggi og stöðugleika á svæðinu. Þau eru algjörlega óásættanleg,“ sagði Yoshihide Suga, talsmaður ríkisstjórnarinnar. En á meðan leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hnakkrífast reyna Kínverjar og Rússar að róa þá niður. „Allir aðilar ættu að halda aftur af sér frekar en að reyna að ögra hvor öðrum,“ sagði Lu Kang, talsmaður utanríkisráðuneytis Kínverja, við blaðamenn í gær. Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnar Vladimírs Pútin í Rússlandi, tók í sama streng. Sagði hann að yfirvöld í Moskvu hefðu „miklar áhyggjur af þessari vaxandi spennu“.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira