Fáum þennan leik á mjög skemmtilegum tímapunkti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2017 07:30 Ágúst Birgisson línumaður FH í leik á móti Haukum. vísir/Eyþór Erkifjendurnir og grannliðin Haukar og FH mætast í Schenker-höllinni í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mæta full sjálfstrausts til leiks enda bæði með fullt hús stiga og hafa spilað vel í upphafi tímabils. „Við fáum þennan leik á mjög skemmtilegum tímapunkti, þótt hann sé svona snemma. Mér finnst Haukar og FH búin að vera mest sannfærandi liðin það sem af er. Þau geta bæði stillt upp í góðar varnir, með góða markmenn fyrir aftan og hafa spilað vel í sókn,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, handboltasérfræðingur 365, um stórleikinn í kvöld. „Þetta eru áþekk lið. Þau eru með tvær mjög heitar skyttur í Daníel [Þór Ingasyni] og Ísaki [Rafnssyni] og mjög klóka leikstjórnendur í Tjörva [Þorgeirssyni] og Ásbirni [Friðrikssyni].“ Jóhann Gunnar segir að Haukar hafi komið sér á óvart í byrjun tímabils. Liðið varð fyrir skakkaföllum á undirbúningstímabilinu og breiddin er ekki mikil. Stórskyttan Adam Haukur Baumruk veiktist m.a. illa og missir af fyrstu mánuðum tímabilsins. „Spilamennska Hauka hefur komið mér á óvart. Gunnar Magnússon hefur lagt þessa leiki frábærlega upp. Þeir líta mjög vel út með Björgvin [Pál Gústavsson] í svakalegum ham,“ sagði Jóhann Gunnar en landsliðsmarkvörðurinn hefur byrjað tímabilið frábærlega og verið með í kringum 50% markvörslu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Annar Haukamaður sem hefur vakið athygli fyrir góða spilamennsku í upphafi tímabils er Atli Már Báruson sem kom í sumar frá Íslands- og bikarmeisturum Vals.Atli Már Báruson hefur reynst Haukaliðinu vel.vísir/ernir„Hann hefur verið ofurvaramaður undanfarin ár. Ég ætla að hætta að kalla hann seigan. Mér finnst hann orðinn mjög góður. Haukarnir voru mjög klókir að ná í hann,“ sagði Jóhann Gunnar um Atla Má. Líkt og Haukar varð FH einnig fyrir áfalli í sumar þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar á síðasta tímabili, fór úr olnbogalið. Þrátt fyrir fjarveru þessa stórefnilega leikmanns hefur ekki séð högg á vatni hjá silfurliðinu frá því í fyrra. „Maður hefði haldið að það yrði stærra skarð að fylla. Það sést ekki á sóknarleik þeirra,“ sagði Jóhann Gunnar en FH skoraði samtals 75 mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Jóhann Gunnar segir erfitt að finna veikleika hjá Haukum og FH. Liðin hafi allavega ekki sýnt þá í fyrstu tveimur umferðunum. „Lítil breidd hefur ekki komið niður á Haukum og þeir eru greinilega í hörkuformi. Kannski markvarslan hjá FH. Hún var mjög góð í fyrsta leiknum en ekkert spes í síðasta leik. Annars finnst mér liðin líta rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar. Leikur Hauka og FH hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax eftir leikinn er komið að Seinni bylgjunni, uppgjörsþætti um Olís-deildirnar í handbolta. Olís-deild karla Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Erkifjendurnir og grannliðin Haukar og FH mætast í Schenker-höllinni í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mæta full sjálfstrausts til leiks enda bæði með fullt hús stiga og hafa spilað vel í upphafi tímabils. „Við fáum þennan leik á mjög skemmtilegum tímapunkti, þótt hann sé svona snemma. Mér finnst Haukar og FH búin að vera mest sannfærandi liðin það sem af er. Þau geta bæði stillt upp í góðar varnir, með góða markmenn fyrir aftan og hafa spilað vel í sókn,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, handboltasérfræðingur 365, um stórleikinn í kvöld. „Þetta eru áþekk lið. Þau eru með tvær mjög heitar skyttur í Daníel [Þór Ingasyni] og Ísaki [Rafnssyni] og mjög klóka leikstjórnendur í Tjörva [Þorgeirssyni] og Ásbirni [Friðrikssyni].“ Jóhann Gunnar segir að Haukar hafi komið sér á óvart í byrjun tímabils. Liðið varð fyrir skakkaföllum á undirbúningstímabilinu og breiddin er ekki mikil. Stórskyttan Adam Haukur Baumruk veiktist m.a. illa og missir af fyrstu mánuðum tímabilsins. „Spilamennska Hauka hefur komið mér á óvart. Gunnar Magnússon hefur lagt þessa leiki frábærlega upp. Þeir líta mjög vel út með Björgvin [Pál Gústavsson] í svakalegum ham,“ sagði Jóhann Gunnar en landsliðsmarkvörðurinn hefur byrjað tímabilið frábærlega og verið með í kringum 50% markvörslu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Annar Haukamaður sem hefur vakið athygli fyrir góða spilamennsku í upphafi tímabils er Atli Már Báruson sem kom í sumar frá Íslands- og bikarmeisturum Vals.Atli Már Báruson hefur reynst Haukaliðinu vel.vísir/ernir„Hann hefur verið ofurvaramaður undanfarin ár. Ég ætla að hætta að kalla hann seigan. Mér finnst hann orðinn mjög góður. Haukarnir voru mjög klókir að ná í hann,“ sagði Jóhann Gunnar um Atla Má. Líkt og Haukar varð FH einnig fyrir áfalli í sumar þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar á síðasta tímabili, fór úr olnbogalið. Þrátt fyrir fjarveru þessa stórefnilega leikmanns hefur ekki séð högg á vatni hjá silfurliðinu frá því í fyrra. „Maður hefði haldið að það yrði stærra skarð að fylla. Það sést ekki á sóknarleik þeirra,“ sagði Jóhann Gunnar en FH skoraði samtals 75 mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Jóhann Gunnar segir erfitt að finna veikleika hjá Haukum og FH. Liðin hafi allavega ekki sýnt þá í fyrstu tveimur umferðunum. „Lítil breidd hefur ekki komið niður á Haukum og þeir eru greinilega í hörkuformi. Kannski markvarslan hjá FH. Hún var mjög góð í fyrsta leiknum en ekkert spes í síðasta leik. Annars finnst mér liðin líta rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar. Leikur Hauka og FH hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax eftir leikinn er komið að Seinni bylgjunni, uppgjörsþætti um Olís-deildirnar í handbolta.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira