Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 20:41 Mikið af gervifréttum var dreift á Facebook í aðdraganda kosninganna vestanhafs í fyrra. Einhverjar þeirra virðast hafa átt uppruna sinn að rekja til Rússlands. Vísir/AFP Rússnesk fyrirtæki sem er þekkt fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml keypti auglýsingar á Facebook fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá þessu í dag. Washington Post segir að Facebook hafi komist að því að fyrirtækið seldi rússneska fyrirtækinu þúsundir auglýsinga sem beindust að bandarískum kjósendum fyrir 100.000 dollara í aðdraganda kosninganna. Nokkrar auglýsinganna eru sagðar hafa vísað beint til frambjóðendanna Donalds Trump og Hillary Clinton en flestar hafi beinst að umdeildum málefnum eins og byssueign, innflytjendamálum, réttindum samkynhneigðra og kynþáttamismunun. Innri rannsakendur Facebook fundu 470 grunsamlega og líklega falska reikninga og síður sem þeir telja að sé stjórnað frá Rússlandi, hafi tengsl við rússneska fyrirtækið og eigi þátt í auglýsingunum.Rannsóknarefni hvernig Rússarnir vissu að hverjum þeir áttu að beina auglýsingumBandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins kannar nú meðal annars hvort að þeir hafi átt í samráði við framboð Trump. Uppljóstranirnar um Facebook-auglýsingarnar eru sagðar vekja upp spurningar um hvaðan Rússarnir höfðu upplýsingar til að sérsníða þær að tilteknum notendum og hvort að bandarískir aðilar hafi komið þar að. „Ég skil að rússneska leyniþjónustan hafi náð að finna út úr því hvernig hún gæti nýtt sér botta. Hvort að hún hafi getað kunnað hvernig hún gat beint athygli sinni að ríkjum og hópum kjósenda sem demókratar kunnu ekki einu sinni vekur virkilega upp spurningar. Ég tel að það sé vert rannsóknarefni,“ segir Mark Warner, oddviti demókrata í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Facebook hefur sætt gagnrýni í kjölfar kosninganna þar sem að miklu magni gervifrétta var deilt á samfélagsmiðlinum. Hefur fyrirtækið reynt að bregðast við þeirri gagnrýni síðan með því að merkja heimildir sem það telur ótrúverðugar. Donald Trump Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Rússnesk fyrirtæki sem er þekkt fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml keypti auglýsingar á Facebook fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá þessu í dag. Washington Post segir að Facebook hafi komist að því að fyrirtækið seldi rússneska fyrirtækinu þúsundir auglýsinga sem beindust að bandarískum kjósendum fyrir 100.000 dollara í aðdraganda kosninganna. Nokkrar auglýsinganna eru sagðar hafa vísað beint til frambjóðendanna Donalds Trump og Hillary Clinton en flestar hafi beinst að umdeildum málefnum eins og byssueign, innflytjendamálum, réttindum samkynhneigðra og kynþáttamismunun. Innri rannsakendur Facebook fundu 470 grunsamlega og líklega falska reikninga og síður sem þeir telja að sé stjórnað frá Rússlandi, hafi tengsl við rússneska fyrirtækið og eigi þátt í auglýsingunum.Rannsóknarefni hvernig Rússarnir vissu að hverjum þeir áttu að beina auglýsingumBandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins kannar nú meðal annars hvort að þeir hafi átt í samráði við framboð Trump. Uppljóstranirnar um Facebook-auglýsingarnar eru sagðar vekja upp spurningar um hvaðan Rússarnir höfðu upplýsingar til að sérsníða þær að tilteknum notendum og hvort að bandarískir aðilar hafi komið þar að. „Ég skil að rússneska leyniþjónustan hafi náð að finna út úr því hvernig hún gæti nýtt sér botta. Hvort að hún hafi getað kunnað hvernig hún gat beint athygli sinni að ríkjum og hópum kjósenda sem demókratar kunnu ekki einu sinni vekur virkilega upp spurningar. Ég tel að það sé vert rannsóknarefni,“ segir Mark Warner, oddviti demókrata í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Facebook hefur sætt gagnrýni í kjölfar kosninganna þar sem að miklu magni gervifrétta var deilt á samfélagsmiðlinum. Hefur fyrirtækið reynt að bregðast við þeirri gagnrýni síðan með því að merkja heimildir sem það telur ótrúverðugar.
Donald Trump Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira