Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. september 2017 06:00 Sigurður G. Guðjónsson, eigandi Frjálsrar verslunar sem nú er eigandi Vefpressunnar. Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur keypt allar eignir fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf, að undanskildum héraðsfréttablöðum sem félagið hefur gefið út, gegn greiðslu og yfirtöku á skuldum við Tollstjórann og hluta af lánardrottnum, samtals að fjárhæð tæplega 400 milljónir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Björn Ingi Hrafnsson er útgefandi Pressunnar. Félög í hans eigu og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra Pressunnar, eiga samanlagt um 31 prósents hlut í Pressunni. Gjaldþrotaskiptabeiðni Tollstjóra á hendur Pressunni, sem var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun, var afturkölluð síðar sama dag eftir að Sigurður greiddi upp að fullu skuld félagsins við Tollstjórann vegna opinberra gjalda. Að öðrum kosti hefði Pressan verið tekin til gjaldþrotaskipta og skiptastjóri skipaður yfir félaginu í dag, fimmtudag. Sigurður vildi sem minnst tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið. Eignarhaldsfélagið Dalurinn, sem er í jafnri eigu þeirra Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmann, á enn rúmlega 66 prósenta hlut í Pressunni. Ekki liggur fyrir hvað verður um hlut þeirra í félaginu, en ekki náðist í forsvarsmenn Dalsins við vinnslu fréttarinnar.Uppfært klukkan 09:44Að neðan má sjá tölvupóst sem Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar, sendi starfsmönnum vegna tíðindana. Ágætu samstarfsmenn og vinir, Á mánudag var gengið frá sölu á Pressunni, Eyjunni, Bleikt, 433, Birtu, doktor.is, DV, dv.is og ÍNN til félagsins Frjálsrar fjölmiðlunar, sem er í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns. Með viðskiptunum er tryggt að Pressan og DV greiða allar sínar helstu skuldir, t.d. við Tollstjóra og lífeyrissjóði. Jafnframt tryggja viðskiptin á sjötta tug starfa og treysta mikilvæga fjölmiðla áfram í sessi. Í reynd má segja að þessi viðskipti séu umtalsvert afrek miðað við aðstæður. Ég óska ykkur öllum til hamingju með þessi tíðindi. Vinnan í dag verður með hefðbundnu sniði og á næstu dögum verður greint frá helstu breytingum sem hið nýja samkomulag hefur í för með sér. Á persónulegum nótum vil ég segja að, að baki er gríðarleg vinna og andvökunætur. Að ljúka þessu með farsælum hætti er gríðarlegur léttir og umfang þessara viðskipta sýnir hve mikilvægir fjölmiðlarnir eru og hve möguleikar þeirra eru miklir til framtíðar. Við getum öll verið stolt yfir þessum tíðindum. Að baki er langvinn varnarbarátta við erfiðar aðstæður. Þar hafa starfsmenn engu að síður unnið afrek á hverjum degi. Nú verður því spennandi að sjá ykkur skipuleggja sóknina við allt aðrar og betri aðstæður. Með virðingu Björn Ingi Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Björn Ingi mátar sig við borgarstjórn Lofsamlegar vangaveltur um ágæti Björns Inga á vef Eiríks Jónssonar. 13. júní 2017 14:35 Samningum um kaupum Pressunnar á Birtingi rift Samningum á milli eigenda Pressunnar á öllu hlutafé í Birtingi ehf. hefur verið rift. Er þetta gert til að lækka heildarskuldir Pressusamstæðunnar. 17. maí 2017 19:07 Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00 Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Hlutafé verður aukið um 300 milljónir króna. 18. apríl 2017 15:20 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur keypt allar eignir fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf, að undanskildum héraðsfréttablöðum sem félagið hefur gefið út, gegn greiðslu og yfirtöku á skuldum við Tollstjórann og hluta af lánardrottnum, samtals að fjárhæð tæplega 400 milljónir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Björn Ingi Hrafnsson er útgefandi Pressunnar. Félög í hans eigu og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra Pressunnar, eiga samanlagt um 31 prósents hlut í Pressunni. Gjaldþrotaskiptabeiðni Tollstjóra á hendur Pressunni, sem var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun, var afturkölluð síðar sama dag eftir að Sigurður greiddi upp að fullu skuld félagsins við Tollstjórann vegna opinberra gjalda. Að öðrum kosti hefði Pressan verið tekin til gjaldþrotaskipta og skiptastjóri skipaður yfir félaginu í dag, fimmtudag. Sigurður vildi sem minnst tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið. Eignarhaldsfélagið Dalurinn, sem er í jafnri eigu þeirra Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmann, á enn rúmlega 66 prósenta hlut í Pressunni. Ekki liggur fyrir hvað verður um hlut þeirra í félaginu, en ekki náðist í forsvarsmenn Dalsins við vinnslu fréttarinnar.Uppfært klukkan 09:44Að neðan má sjá tölvupóst sem Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar, sendi starfsmönnum vegna tíðindana. Ágætu samstarfsmenn og vinir, Á mánudag var gengið frá sölu á Pressunni, Eyjunni, Bleikt, 433, Birtu, doktor.is, DV, dv.is og ÍNN til félagsins Frjálsrar fjölmiðlunar, sem er í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns. Með viðskiptunum er tryggt að Pressan og DV greiða allar sínar helstu skuldir, t.d. við Tollstjóra og lífeyrissjóði. Jafnframt tryggja viðskiptin á sjötta tug starfa og treysta mikilvæga fjölmiðla áfram í sessi. Í reynd má segja að þessi viðskipti séu umtalsvert afrek miðað við aðstæður. Ég óska ykkur öllum til hamingju með þessi tíðindi. Vinnan í dag verður með hefðbundnu sniði og á næstu dögum verður greint frá helstu breytingum sem hið nýja samkomulag hefur í för með sér. Á persónulegum nótum vil ég segja að, að baki er gríðarleg vinna og andvökunætur. Að ljúka þessu með farsælum hætti er gríðarlegur léttir og umfang þessara viðskipta sýnir hve mikilvægir fjölmiðlarnir eru og hve möguleikar þeirra eru miklir til framtíðar. Við getum öll verið stolt yfir þessum tíðindum. Að baki er langvinn varnarbarátta við erfiðar aðstæður. Þar hafa starfsmenn engu að síður unnið afrek á hverjum degi. Nú verður því spennandi að sjá ykkur skipuleggja sóknina við allt aðrar og betri aðstæður. Með virðingu Björn Ingi
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Björn Ingi mátar sig við borgarstjórn Lofsamlegar vangaveltur um ágæti Björns Inga á vef Eiríks Jónssonar. 13. júní 2017 14:35 Samningum um kaupum Pressunnar á Birtingi rift Samningum á milli eigenda Pressunnar á öllu hlutafé í Birtingi ehf. hefur verið rift. Er þetta gert til að lækka heildarskuldir Pressusamstæðunnar. 17. maí 2017 19:07 Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00 Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Hlutafé verður aukið um 300 milljónir króna. 18. apríl 2017 15:20 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Björn Ingi mátar sig við borgarstjórn Lofsamlegar vangaveltur um ágæti Björns Inga á vef Eiríks Jónssonar. 13. júní 2017 14:35
Samningum um kaupum Pressunnar á Birtingi rift Samningum á milli eigenda Pressunnar á öllu hlutafé í Birtingi ehf. hefur verið rift. Er þetta gert til að lækka heildarskuldir Pressusamstæðunnar. 17. maí 2017 19:07
Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00
Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Hlutafé verður aukið um 300 milljónir króna. 18. apríl 2017 15:20