Hillingar frumsýna myndband: „Verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. september 2017 14:30 Glæsilegt myndband frá Hillingunum. „Kaldar nætur fjallar um þann blákalda raunveruleika sem við búum við hér á landi. Yfir vetrarmánuðina er kuldi og myrkur alltumlykjandi,“ segir Árni Beinteinn, tónlistarmaðurinn og leikstjórinn, um lag og myndband sem Hillingar frumsýna á Vísi í dag. Sveitin frumsýnir nýtt tónlistarmyndband á Vísi þrjá fimmtudaga í röð. Lagið Hyldýpi var frumsýnt fyrir viku og nú er komið að laginu Kaldar nætur. „Það varð kveikjan að textanum sem fjallar um það að harka af sér þrátt fyrir veðurfarið og myrkrið. Við sem búum hér verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu. Þá veltir hljómsveitin því líka fyrir sér hvort að kuldinn herði okkur kannski sem þjóð að einhverju leyti.“ Myndbandið er allt tekið upp í bænum Hólmavík á Ströndum og segir sögu af þremur ungum mönnum sem lifa í bænum. Sem fyrr bregða hljómsveitarmeðlimir sér í hlutverkin í myndbandinu sem er í formi einskonar stuttmyndar. Þegar að ungur bóndasonur í bænum lendir í ógöngum með ófyrirsjáanlegum afleyðingum þá þarf að kalla út björgunarsveitina í bænum sem fer af stað í útkall. „Myndbandið var tekið upp síðastliðinn vetur og tóku upptökur aðeins um 6 klukkutíma á einum degi. Það var eiginlega eini tíminn sem við höfðum því að við náðum bara einum degi í bænum og sólarljósið bauð ekki upp á lengri tíma. Við urðum því að hafa mjög hraðar hendur og þjóta á milli staða en sem betur fer er bærinn ekki mjög stór og því auðvelt að komast á milli staða,“ segir Stefán Þór einn af meðlimum sveitarinnar. Hillingar gáfu út smáskífu á Spotify í lok ágústmánaðar ásamt tónlistarmyndbandi við lagið Hyldýpi. Það er Jóhannes Gauti Óttarsson sem gerir taktana en Egill Árni Jóhannesson tekur myndböndin upp. Redd Lights sjá svo um hljóðblöndun. Kaldar nætur er annað tónlistarmyndbandið sem sveitin sendir frá sér en auk þess er von á því þriðja frá þeim næstkomandi fimmtudag, þann 14. september. Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið frá Hillingum. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Kaldar nætur fjallar um þann blákalda raunveruleika sem við búum við hér á landi. Yfir vetrarmánuðina er kuldi og myrkur alltumlykjandi,“ segir Árni Beinteinn, tónlistarmaðurinn og leikstjórinn, um lag og myndband sem Hillingar frumsýna á Vísi í dag. Sveitin frumsýnir nýtt tónlistarmyndband á Vísi þrjá fimmtudaga í röð. Lagið Hyldýpi var frumsýnt fyrir viku og nú er komið að laginu Kaldar nætur. „Það varð kveikjan að textanum sem fjallar um það að harka af sér þrátt fyrir veðurfarið og myrkrið. Við sem búum hér verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu. Þá veltir hljómsveitin því líka fyrir sér hvort að kuldinn herði okkur kannski sem þjóð að einhverju leyti.“ Myndbandið er allt tekið upp í bænum Hólmavík á Ströndum og segir sögu af þremur ungum mönnum sem lifa í bænum. Sem fyrr bregða hljómsveitarmeðlimir sér í hlutverkin í myndbandinu sem er í formi einskonar stuttmyndar. Þegar að ungur bóndasonur í bænum lendir í ógöngum með ófyrirsjáanlegum afleyðingum þá þarf að kalla út björgunarsveitina í bænum sem fer af stað í útkall. „Myndbandið var tekið upp síðastliðinn vetur og tóku upptökur aðeins um 6 klukkutíma á einum degi. Það var eiginlega eini tíminn sem við höfðum því að við náðum bara einum degi í bænum og sólarljósið bauð ekki upp á lengri tíma. Við urðum því að hafa mjög hraðar hendur og þjóta á milli staða en sem betur fer er bærinn ekki mjög stór og því auðvelt að komast á milli staða,“ segir Stefán Þór einn af meðlimum sveitarinnar. Hillingar gáfu út smáskífu á Spotify í lok ágústmánaðar ásamt tónlistarmyndbandi við lagið Hyldýpi. Það er Jóhannes Gauti Óttarsson sem gerir taktana en Egill Árni Jóhannesson tekur myndböndin upp. Redd Lights sjá svo um hljóðblöndun. Kaldar nætur er annað tónlistarmyndbandið sem sveitin sendir frá sér en auk þess er von á því þriðja frá þeim næstkomandi fimmtudag, þann 14. september. Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið frá Hillingum.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira