Porsche hefur áhuga á Formúlu 1 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. september 2017 20:30 Lutz Mescke, fjármálastjóri Porsche. Vísir/Getty Þýski bílaframleiðandinn Porsche hefur gefið það út að áhugi sé innanhúss fyrir þátttöku í Formúlu 1. Porsche vill skoða innkomu árið 2021 með nýrri vélareglugerð. Porsche hefur áveðið að hætta þátttöku í WEC (Heimsmeistarakeppninni í þolakstri). Fjármagnið sem kostar að halda úti liðið í WEC er svipaður og við að halda úti Formúlu 1 liði en virðið fyrir vörumerkið er meira í Formúlu 1 enda talsvert vinsælli mótaröð, þótt WEC sé sífellt að sækja í sig veðrið. Porsche hefur þegar tekið þátt í fundum um framtíðarstefnu Formúlu 1 í vélarmálum. Núverandi vél, V6 tvinnvél mun vera um borð í bílunum út árið 2020 en eftir það er óljóst hvað verður og margar mismunandi skoðanir uppi um það. Ross Brawn, tæknistjóri FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandsins hefur sagt að það væri gáfulegt að vélarnar yrðu ódýrari, háværari og einfaldari eftir 2020. Hvað verður er þó óljóst enn sem komið er. Lutz Meschke, fjármálastjóri Porsche hefur sagt að Formúla 1 gæti verið „réttur staður til að vera á“ fyrir akstursíþróttadeild fyrirtækisins. „Formúla 1 er alltaf gott umhugsunarefni og ég held að það sé merkileg og góð umræða að eiga sér stað í tengslum við nýjar vélar. F1 gæti verið einn af réttu stöðunum til að vera á,“ sagði Meschke í samtali við Motorsport. Meschke bætti við að Porsche myndi taka þátt sem vélaframleiðandi en ekki sem lið. Formúla Tengdar fréttir Hamilton tekur forystuna á Monza | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kistjánsson, sérfræðingar stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1. 3. september 2017 14:22 Bílskúrinn: Heimaskítsmát Mercedes á Monza Lewis Hamilton tók forystuna í heimsmeistarakeppni ökumanna á meðan heimamenn í Ferrari voru mát á Monza. 4. september 2017 23:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þýski bílaframleiðandinn Porsche hefur gefið það út að áhugi sé innanhúss fyrir þátttöku í Formúlu 1. Porsche vill skoða innkomu árið 2021 með nýrri vélareglugerð. Porsche hefur áveðið að hætta þátttöku í WEC (Heimsmeistarakeppninni í þolakstri). Fjármagnið sem kostar að halda úti liðið í WEC er svipaður og við að halda úti Formúlu 1 liði en virðið fyrir vörumerkið er meira í Formúlu 1 enda talsvert vinsælli mótaröð, þótt WEC sé sífellt að sækja í sig veðrið. Porsche hefur þegar tekið þátt í fundum um framtíðarstefnu Formúlu 1 í vélarmálum. Núverandi vél, V6 tvinnvél mun vera um borð í bílunum út árið 2020 en eftir það er óljóst hvað verður og margar mismunandi skoðanir uppi um það. Ross Brawn, tæknistjóri FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandsins hefur sagt að það væri gáfulegt að vélarnar yrðu ódýrari, háværari og einfaldari eftir 2020. Hvað verður er þó óljóst enn sem komið er. Lutz Meschke, fjármálastjóri Porsche hefur sagt að Formúla 1 gæti verið „réttur staður til að vera á“ fyrir akstursíþróttadeild fyrirtækisins. „Formúla 1 er alltaf gott umhugsunarefni og ég held að það sé merkileg og góð umræða að eiga sér stað í tengslum við nýjar vélar. F1 gæti verið einn af réttu stöðunum til að vera á,“ sagði Meschke í samtali við Motorsport. Meschke bætti við að Porsche myndi taka þátt sem vélaframleiðandi en ekki sem lið.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton tekur forystuna á Monza | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kistjánsson, sérfræðingar stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1. 3. september 2017 14:22 Bílskúrinn: Heimaskítsmát Mercedes á Monza Lewis Hamilton tók forystuna í heimsmeistarakeppni ökumanna á meðan heimamenn í Ferrari voru mát á Monza. 4. september 2017 23:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton tekur forystuna á Monza | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kistjánsson, sérfræðingar stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1. 3. september 2017 14:22
Bílskúrinn: Heimaskítsmát Mercedes á Monza Lewis Hamilton tók forystuna í heimsmeistarakeppni ökumanna á meðan heimamenn í Ferrari voru mát á Monza. 4. september 2017 23:30