Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2017 17:48 Trump yngri bar vitni fyrir luktum dyrum og kom og fór úr þinghúsinu án þess að fjölmiðlar næðu af honum tali. Vísir/AFP Sonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta sagði þingnefnd í dag að hann hefði reynt að komast yfir skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton frá rússneskum lögmanni til að meta hæfi hennar til að gegna embætti forseta. Donald Trump yngri ræddi við nefndarmenn í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum fyrir luktum dyrum í dag.New York Times segir að þar hafi hann verið spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Sá hafði lofað Trump yngri skaðlegum upplýsingum um Clinton. Í yfirlýsingu sem Trump yngri gaf nefndinni, og New York Times komst yfir, sagðist hann hafa verið á báðum áttum þegar hann frétti að rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya gæti búið yfir skaðlegum upplýsingum um mótframbjóðanda föður hans. „Að því marki sem þau höfðu upplýsingar um hæfi, skapgerð eða forsendur forsetaframbjóðanda fannst mér að ég ætti að minnsta kosti að heyra hvað þau hefðu fram að færa,“ sagði Trump yngri í yfirlýsingunni. Sagðist hann hafa ætlað að ráðfæra sig við lögmenn sína um hvort það væri við hæfi að nýta upplýsingar frá lögmanninum sem hefur tengsl við stjórnvöld í Kreml.Richard Blumenthal, hæst setti demókratinn í dómsmálanefndinni, ræddi við fjölmiðlamenn í dag þegar Trump yngri kom og bar vitni.Vísir/AFPGaf misvísandi skýringar á fundinumÞegar bandarískir fjölmiðlar sögðu fyrst frá fundi Trump yngri með rússneska lögmanninum í sumar gaf hann nokkrar mismunandi skýringar á efni hans og þátttakendum. Síðar kom í ljós að Trump eldri hafði sjálfur lesið fyrir yfirlýsingu sem var gefin út í nafni sonarins. Þannig sagðist Trump yngri aldrei hafa hitt rússneska fulltrúa fyrir hönd framboðs föður síns í mars. Í júlí sagði hann að fundurinn með Veselnitskaya hafi aðallega snúist um ættleiðingar. Þegar fjölmiðlar greindu frekar frá fundinum viðurkenndi Trump yngri að hann hefði fallist á fundinn vegna þess að honum hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn nánasti ráðgjafi hans, sátu einnig fundinn. Húsleit var gerð hjá Manafort fyrr í sumar í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump yngri hafnar því algerlega að hann hafi átt samráð við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Fundurinn með lögmanninum hafi ekki orðið til neins. Hann bar jafnframt fyrir sig reynsluleysi af því að starfa við stjórnmálaframboð. Kushner sagði fyrr í sumar einnig að framboð Trump hafi verið of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar til að hjálpa framboði Trump. Þau hafi meðal annars staðið að baki innbroti og leka á tölvupóstum Demókrataflokksins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Sonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta sagði þingnefnd í dag að hann hefði reynt að komast yfir skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton frá rússneskum lögmanni til að meta hæfi hennar til að gegna embætti forseta. Donald Trump yngri ræddi við nefndarmenn í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum fyrir luktum dyrum í dag.New York Times segir að þar hafi hann verið spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Sá hafði lofað Trump yngri skaðlegum upplýsingum um Clinton. Í yfirlýsingu sem Trump yngri gaf nefndinni, og New York Times komst yfir, sagðist hann hafa verið á báðum áttum þegar hann frétti að rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya gæti búið yfir skaðlegum upplýsingum um mótframbjóðanda föður hans. „Að því marki sem þau höfðu upplýsingar um hæfi, skapgerð eða forsendur forsetaframbjóðanda fannst mér að ég ætti að minnsta kosti að heyra hvað þau hefðu fram að færa,“ sagði Trump yngri í yfirlýsingunni. Sagðist hann hafa ætlað að ráðfæra sig við lögmenn sína um hvort það væri við hæfi að nýta upplýsingar frá lögmanninum sem hefur tengsl við stjórnvöld í Kreml.Richard Blumenthal, hæst setti demókratinn í dómsmálanefndinni, ræddi við fjölmiðlamenn í dag þegar Trump yngri kom og bar vitni.Vísir/AFPGaf misvísandi skýringar á fundinumÞegar bandarískir fjölmiðlar sögðu fyrst frá fundi Trump yngri með rússneska lögmanninum í sumar gaf hann nokkrar mismunandi skýringar á efni hans og þátttakendum. Síðar kom í ljós að Trump eldri hafði sjálfur lesið fyrir yfirlýsingu sem var gefin út í nafni sonarins. Þannig sagðist Trump yngri aldrei hafa hitt rússneska fulltrúa fyrir hönd framboðs föður síns í mars. Í júlí sagði hann að fundurinn með Veselnitskaya hafi aðallega snúist um ættleiðingar. Þegar fjölmiðlar greindu frekar frá fundinum viðurkenndi Trump yngri að hann hefði fallist á fundinn vegna þess að honum hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn nánasti ráðgjafi hans, sátu einnig fundinn. Húsleit var gerð hjá Manafort fyrr í sumar í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump yngri hafnar því algerlega að hann hafi átt samráð við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Fundurinn með lögmanninum hafi ekki orðið til neins. Hann bar jafnframt fyrir sig reynsluleysi af því að starfa við stjórnmálaframboð. Kushner sagði fyrr í sumar einnig að framboð Trump hafi verið of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar til að hjálpa framboði Trump. Þau hafi meðal annars staðið að baki innbroti og leka á tölvupóstum Demókrataflokksins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27