Eiður Smári hættur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2017 22:23 Eiður Smári Guðjohnsen hefur spilað sinn síðasta keppnisleik á fótboltaferlinum. Þetta kemur fram í viðtalsþættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. Eiður hefur ekkert spilað síðan hann yfirgaf Molde í byrjun ágúst á síðasta ári. Seinna í mánuðinum samdi hann við Pune City á Indlandi en meiðsli komu í veg fyrir að hann spilaði með liðinu.Eiði bauðst að spila með Breiðabliki seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deildinni en hafnaði því. „Ég held að ég muni aldrei hætta í fótbolta. Ég mun mæta á æfingar og leika mér. Ég mun spila fótbolta þangað til ég get ekki labbað. En með atvinnumannaknattspyrnu, ég held að það sé löngu ljóst. Það er ár síðan ég spilaði síðast og ég er enn stífur þegar ég vakna á morgnana,“ sagði Eiður þegar Gummi spurði hann hvort hann væri hættur. Eiður, sem verður 39 ára síðar í mánuðinum, átti langan og farsælan feril. Hann skaust fram á sjónarsviðið með Val árið 1994, aðeins 15 ára gamall, og fór í kjölfarið til PSV Eindhoven í Hollandi.Eiður Smári lék í sex ár með Chelsea og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu.vísir/gettyEiður lenti í erfiðum meiðslum en komst aftur á ferðina með Bolton Wanderers. Þaðan var hann seldur til Chelsea þar sem hann lék í sex ár. Eiður lék alls 261 leiki fyrir Chelsea og skoraði 78 mörk. Hann varð Englandsmeistari með liðinu 2005 og 2006 og vann deildabikarinn 2005. Eiður gekk í raðir Barcelona sumarið 2006. Hann lék í þrjú ár með Katalóníuliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Barcelona vann Eiður þrennuna svokölluðu; spænsku úrvalsdeildina, spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur unnið Meistaradeildina. Eiður fór víða á síðustu árunum á ferlinum og lék í Frakklandi, Englandi, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi. Eiður lék sinn fyrsta landsleik 1996 þegar hann kom inn á fyrir föður sinn, Arnór Guðjohnsen, í vináttulandsleik gegn Eistlandi. Eiður lék alls 88 landsleiki og skoraði 26 mörk. Hann er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eiður var í íslenska liðinu sem fór á EM í Frakklandi í fyrra. Hann kom við sögu í tveimur af fimm leikjum Íslands á mótinu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eiður Smári í 1 á 1: Af hverju vildi hann ekki fara til Breiðabliks? Eiður Smári Guðjohnsen er gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1 á 1 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 22:10 og verður sýndur á Stöð 2 Sport HD. 8. september 2017 19:38 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur spilað sinn síðasta keppnisleik á fótboltaferlinum. Þetta kemur fram í viðtalsþættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. Eiður hefur ekkert spilað síðan hann yfirgaf Molde í byrjun ágúst á síðasta ári. Seinna í mánuðinum samdi hann við Pune City á Indlandi en meiðsli komu í veg fyrir að hann spilaði með liðinu.Eiði bauðst að spila með Breiðabliki seinni hluta tímabilsins í Pepsi-deildinni en hafnaði því. „Ég held að ég muni aldrei hætta í fótbolta. Ég mun mæta á æfingar og leika mér. Ég mun spila fótbolta þangað til ég get ekki labbað. En með atvinnumannaknattspyrnu, ég held að það sé löngu ljóst. Það er ár síðan ég spilaði síðast og ég er enn stífur þegar ég vakna á morgnana,“ sagði Eiður þegar Gummi spurði hann hvort hann væri hættur. Eiður, sem verður 39 ára síðar í mánuðinum, átti langan og farsælan feril. Hann skaust fram á sjónarsviðið með Val árið 1994, aðeins 15 ára gamall, og fór í kjölfarið til PSV Eindhoven í Hollandi.Eiður Smári lék í sex ár með Chelsea og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu.vísir/gettyEiður lenti í erfiðum meiðslum en komst aftur á ferðina með Bolton Wanderers. Þaðan var hann seldur til Chelsea þar sem hann lék í sex ár. Eiður lék alls 261 leiki fyrir Chelsea og skoraði 78 mörk. Hann varð Englandsmeistari með liðinu 2005 og 2006 og vann deildabikarinn 2005. Eiður gekk í raðir Barcelona sumarið 2006. Hann lék í þrjú ár með Katalóníuliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Barcelona vann Eiður þrennuna svokölluðu; spænsku úrvalsdeildina, spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur unnið Meistaradeildina. Eiður fór víða á síðustu árunum á ferlinum og lék í Frakklandi, Englandi, Grikklandi, Belgíu, Kína og Noregi. Eiður lék sinn fyrsta landsleik 1996 þegar hann kom inn á fyrir föður sinn, Arnór Guðjohnsen, í vináttulandsleik gegn Eistlandi. Eiður lék alls 88 landsleiki og skoraði 26 mörk. Hann er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eiður var í íslenska liðinu sem fór á EM í Frakklandi í fyrra. Hann kom við sögu í tveimur af fimm leikjum Íslands á mótinu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eiður Smári í 1 á 1: Af hverju vildi hann ekki fara til Breiðabliks? Eiður Smári Guðjohnsen er gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1 á 1 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 22:10 og verður sýndur á Stöð 2 Sport HD. 8. september 2017 19:38 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Eiður Smári í 1 á 1: Af hverju vildi hann ekki fara til Breiðabliks? Eiður Smári Guðjohnsen er gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1 á 1 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 22:10 og verður sýndur á Stöð 2 Sport HD. 8. september 2017 19:38