Yfir þúsund látnir í miklum flóðum í sunnanverðri Asíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 11:12 Mumbai er á floti en úrhelli er enn spáð næsta sólahringinn. Vísir/AFP Miklar monsúnrigningar valda nú verstu flóðum í sunnanverðri Asíu í áraraðir. Sex manns hafa farist af völdum úrhellisins í indversku borginni Mumbai frá því í gær. Á sama tíma og fellibylurinn Harvey, öflugasta vatnsveður sem hefur gengið á land á meginlandið, veldur hörmungum í sunnanverðum Bandaríkjunum, heldur fólk áfram að láta lífið í flóðum í Asíu. Fleiri en 1.200 manns hafa farist á Indlandi, í Bangladess og Nepal. Rigningarnar hafa valdið aukskriðum í hlíðum á stóru svæði nærri rótum Himalajafjalla, að sögn The Guardian. Nýjustu fórnarlömbin eru í Mumbai á Indlandi þar sem rigningar hafa valdið flóðum og raskað daglegu lífi tvo daga í röð. Sex manns, þar á meðal tvær unga telpur, eins og tveggja ára, fórust í dag.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá dæmi um vatnselginn í Mumbai.Bringing you another amazing waterfall from Mumbai, India...BMC Rocks!Janta Shocks! #MumbaiFlooded #RainHosts pic.twitter.com/UoF9prAAeN— Sir Rohit Sharma (@ImRo450) August 29, 2017 Milljónir manna á áhrifasvæði flóðanna Götur í Mumbai hafa breyst í fljót og hefur fólk þurft að vaða vatnið upp að mitti. Úrkoman í borginni mældist 12,7 sentímetrar í gær. Spáð er áframhaldandi úrhelli næsta sólahringinn. Fleiri en fimm hundruð manns hafa farist af völdum flóða í Bihar-ríki á Indlandi og rúmlega hundrað í Uttar Pradesh í norðurhluta landsins. Á annan tug milljóna manna hafa orðið fyrir áhrifum af völdum flóðanna þar. Í Bangladess segir Alþjóðlegi Rauði krossinn og hálfmáninn að 697.000 hús af skemmst eða eyðilagst í flóðum sem hafa haft áhrif á 7,4 milljónir manna.Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og því sérlega berskjaldað fyrir rigningar- og sjávarflóðum.Vísir/AFPÚrkoman líkleg til að aukast á hlýnandi jörðuMonsúntímabilið er í fullum gangi í sunnanverðri Asíu. Það hefst þegar suðvestanvindar gerast ríkjandi sem blása hlýju og röku lofti af norðanverðu Indlandshafi yfir heimshlutann á sumrin. Líkt og með fellibylinn Harvey vakna upp spurningar hvort að hnattræn hlýnun ágeri monsúnrigningarnar nú og í framtíðinni eftir því sem loftslagsbreytingar á jörðinni gerast enn meira áberandi.Loftslagslíkön benda til þess að meiri úrkoma muni falla á monsúntímabilinu. Ástæðan er annars vegar að hækkandi hitastig eykur mishitun lands og hafs sem knýr monsúnvindana og hins vegar hlýnun lofts yfir Indlandshafi. Hlýtt loft getur tekið við meiri raka sem gufar upp úr hafinu en svalara. Því geta monsúnvindarnir flutt enn meiri raka yfir Indland með hlýnandi loftslagi. Loftslagsmál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Miklar monsúnrigningar valda nú verstu flóðum í sunnanverðri Asíu í áraraðir. Sex manns hafa farist af völdum úrhellisins í indversku borginni Mumbai frá því í gær. Á sama tíma og fellibylurinn Harvey, öflugasta vatnsveður sem hefur gengið á land á meginlandið, veldur hörmungum í sunnanverðum Bandaríkjunum, heldur fólk áfram að láta lífið í flóðum í Asíu. Fleiri en 1.200 manns hafa farist á Indlandi, í Bangladess og Nepal. Rigningarnar hafa valdið aukskriðum í hlíðum á stóru svæði nærri rótum Himalajafjalla, að sögn The Guardian. Nýjustu fórnarlömbin eru í Mumbai á Indlandi þar sem rigningar hafa valdið flóðum og raskað daglegu lífi tvo daga í röð. Sex manns, þar á meðal tvær unga telpur, eins og tveggja ára, fórust í dag.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá dæmi um vatnselginn í Mumbai.Bringing you another amazing waterfall from Mumbai, India...BMC Rocks!Janta Shocks! #MumbaiFlooded #RainHosts pic.twitter.com/UoF9prAAeN— Sir Rohit Sharma (@ImRo450) August 29, 2017 Milljónir manna á áhrifasvæði flóðanna Götur í Mumbai hafa breyst í fljót og hefur fólk þurft að vaða vatnið upp að mitti. Úrkoman í borginni mældist 12,7 sentímetrar í gær. Spáð er áframhaldandi úrhelli næsta sólahringinn. Fleiri en fimm hundruð manns hafa farist af völdum flóða í Bihar-ríki á Indlandi og rúmlega hundrað í Uttar Pradesh í norðurhluta landsins. Á annan tug milljóna manna hafa orðið fyrir áhrifum af völdum flóðanna þar. Í Bangladess segir Alþjóðlegi Rauði krossinn og hálfmáninn að 697.000 hús af skemmst eða eyðilagst í flóðum sem hafa haft áhrif á 7,4 milljónir manna.Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og því sérlega berskjaldað fyrir rigningar- og sjávarflóðum.Vísir/AFPÚrkoman líkleg til að aukast á hlýnandi jörðuMonsúntímabilið er í fullum gangi í sunnanverðri Asíu. Það hefst þegar suðvestanvindar gerast ríkjandi sem blása hlýju og röku lofti af norðanverðu Indlandshafi yfir heimshlutann á sumrin. Líkt og með fellibylinn Harvey vakna upp spurningar hvort að hnattræn hlýnun ágeri monsúnrigningarnar nú og í framtíðinni eftir því sem loftslagsbreytingar á jörðinni gerast enn meira áberandi.Loftslagslíkön benda til þess að meiri úrkoma muni falla á monsúntímabilinu. Ástæðan er annars vegar að hækkandi hitastig eykur mishitun lands og hafs sem knýr monsúnvindana og hins vegar hlýnun lofts yfir Indlandshafi. Hlýtt loft getur tekið við meiri raka sem gufar upp úr hafinu en svalara. Því geta monsúnvindarnir flutt enn meiri raka yfir Indland með hlýnandi loftslagi.
Loftslagsmál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira