Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2017 08:20 Kim Wall hefur verið leitað síðustu daga. Mynd/Samsett Peter Madsen hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar Kim Wall fyrir borð í kafbáti sínum. Slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Sænskir og danskir fjölmiðlar greina frá þessu, en hinn danski Madsen á að hafa viðurkennt þetta í yfirheyrslu hjá lögreglu og fyrir dómara. Madsen viðurkennir að lík Wall sé að finna á ótilgreindum stað á hafsbotni í Kögeflóa fyrir utan Kaupmannahöfn. SVT og DR greina frá þessu. Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Í yfirlýsingu frá Kaupmannahafnarlögreglunni segir kafbátnum hafi einungis verið siglt á dönsku hafsvæði, í syðsta hluta Eyrarsunds og í nyrðri og vestari hluta Kögeflóa. Kafarar hafa leitað að líki Wall á þessum slóðum síðustu daga og verður veit fram haldið í dag.Hugðist skrifa um kafbátinn og siglinguna Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Sagðist hann hafa hleypt henni frá borði áður en báturinn sök. Báturinn var svo hífður upp af hafsbotni, en ekkert lík fannst þar um borð. Við rannsókn kom hins vegar í ljós að bátnum hafði verið sökkt af ásettu ráði. „Við teljum að hann segi satt þegar hann segir að hún hafi látið lífið um borð í kafbátnum,“ segir Steen Hansen, fjölmiðlafulltrúi Kaupmannahafnarlögreglunnar, í samtali við TT. Hansen vill þó ekki upplýsa hvort Madsen segi slysið hafa átt sér stað á fimmtudeginum eða föstudeginum. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Hvarf Kim Wall: Lögreglan í Danmörku segist leita að líki Lögreglan í Danmörku gerir nú ráð fyrir að sænska blaðakonan Kim Wall sé látin. 17. ágúst 2017 11:07 Danskur kafbátaeigandi handtekinn vegna hvarfs sænskrar konu Kafbátaeigandinn Peter Madsen, sem bjargað var þegar kafbáturinn hans sökk í gær, hefur verið handtekinn fyrir manndráp af gáleysi. 12. ágúst 2017 12:22 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Peter Madsen hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar Kim Wall fyrir borð í kafbáti sínum. Slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Sænskir og danskir fjölmiðlar greina frá þessu, en hinn danski Madsen á að hafa viðurkennt þetta í yfirheyrslu hjá lögreglu og fyrir dómara. Madsen viðurkennir að lík Wall sé að finna á ótilgreindum stað á hafsbotni í Kögeflóa fyrir utan Kaupmannahöfn. SVT og DR greina frá þessu. Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Í yfirlýsingu frá Kaupmannahafnarlögreglunni segir kafbátnum hafi einungis verið siglt á dönsku hafsvæði, í syðsta hluta Eyrarsunds og í nyrðri og vestari hluta Kögeflóa. Kafarar hafa leitað að líki Wall á þessum slóðum síðustu daga og verður veit fram haldið í dag.Hugðist skrifa um kafbátinn og siglinguna Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Sagðist hann hafa hleypt henni frá borði áður en báturinn sök. Báturinn var svo hífður upp af hafsbotni, en ekkert lík fannst þar um borð. Við rannsókn kom hins vegar í ljós að bátnum hafði verið sökkt af ásettu ráði. „Við teljum að hann segi satt þegar hann segir að hún hafi látið lífið um borð í kafbátnum,“ segir Steen Hansen, fjölmiðlafulltrúi Kaupmannahafnarlögreglunnar, í samtali við TT. Hansen vill þó ekki upplýsa hvort Madsen segi slysið hafa átt sér stað á fimmtudeginum eða föstudeginum.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Hvarf Kim Wall: Lögreglan í Danmörku segist leita að líki Lögreglan í Danmörku gerir nú ráð fyrir að sænska blaðakonan Kim Wall sé látin. 17. ágúst 2017 11:07 Danskur kafbátaeigandi handtekinn vegna hvarfs sænskrar konu Kafbátaeigandinn Peter Madsen, sem bjargað var þegar kafbáturinn hans sökk í gær, hefur verið handtekinn fyrir manndráp af gáleysi. 12. ágúst 2017 12:22 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Hvarf Kim Wall: Lögreglan í Danmörku segist leita að líki Lögreglan í Danmörku gerir nú ráð fyrir að sænska blaðakonan Kim Wall sé látin. 17. ágúst 2017 11:07
Danskur kafbátaeigandi handtekinn vegna hvarfs sænskrar konu Kafbátaeigandinn Peter Madsen, sem bjargað var þegar kafbáturinn hans sökk í gær, hefur verið handtekinn fyrir manndráp af gáleysi. 12. ágúst 2017 12:22
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30