Gunnar: Conor klárar Mayweather með rothöggi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Gunni og Conor eru góðir félagar. vísir/getty Einn stærsti íþróttaviðburður síðustu ára fer fram aðfaranótt sunnudags þegar Conor McGregor, skærasta UFC-stjarna heims, stígur úr búrinu inn í hnefaleikahringinn þar sem hann mun mæta Floyd Mayweather, einum besta boxara sögunnar. Mayweather er enn ósigraður og tók hanskana niður úr hillunni til að berjast við Írann kjaftfora. Ef Mayweather ber sigur úr býtum mun hann ljúka ferlinum á 50 sigrum í 50 bardögum. Fyrirfram mætti telja að besti hnefaleikamaður heims ætti ekki að lenda í vandræðum með mann sem hefur aldrei barist sem atvinnumaður í íþróttinni. En Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi Íslands og æfingafélagi Conors til margra ára, segir í samtali við Fréttablaðið að hann telji möguleika síns manns góða og að bardagastíll hans henti Mayweather illa.Espar hann upp „Conor mun reyna að setja pressu á Mayweather því hann gerir sér grein fyrir að Mayweather mun ekki koma inn í bardagann og reyna að rota hann þrátt fyrir yfirlýsingar um það,“ segir Gunnar. „Mayweather mun halda sér við sitt og reyna að vinna tólf lotu bardaga með dómaraákvörðun.“ Gunnar segir að fyrstu loturnar verði áhugaverðar og að Conor muni reyna að espa Mayweather upp, sem muni svara með því að reyna að láta Írann slá vindhögg –þreyta hann og hægja á honum. „En Conor er góður í að slá menn þegar þeir eiga síst von á því. Hann mun líka reyna að espa hann upp til að fá hann til að sækja. Þá getur Conor bakkað og svarað með þessari vinstri sleggju sem hann er alþekktur fyrir.“Getur klárað heilan bardaga Gunnar bendir á að Conor búi yfir ýmislegu í vopnabúri sínu sem muni henta Mayweather illa. Svo sem yfirhandarhöggi sem hefur verið áður notað gegn Bandaríkjamanninum með góðum árangri. En ef Mayweather tekst að verjast því, mun hann hafa úthald og þol til að endast í tólf lotu bardaga og vinna á stigum? „Já, það tel ég. Conor hefur aldrei verið í betra formi og á að baki 50-60 bardaga sem áhugamaður í hnefaleikum. Sem MMA-maður er hann alltaf betri standandi og er með skrokkinn í það. Ég hugsa að hann geti komið honum í vandræði snemma, unnið fyrstu loturnar og jafnvel þær síðustu líka,“ segir Gunnar. „Mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að hann klári bardagann í fyrstu lotunum og sé fyrir mér að það gæti gerst. Ég veit líka að Mayweather hefur aldrei farið gegn svona bardagamanni áður. Conor er ekki boxari þó svo að hann kunni það ótrúlega vel. Það er bara svo margt í stíl hans sem Mayweather hefur ekki séð. Hann hefur aldrei skipst á höggum við MMA-bardagamann. Það er bara öðruvísi.“Engin látalæti Óhætt er að segja að Conor McGregor njóti sín í sviðsljósinu. Hann hefur verið óhræddur við yfirlýsingar og lofar því að hann muni slá Mayweather í rot í fyrstu lotunum, fjórðu eða jafnvel annarri. En Gunnar bendir á að Conor hafi góða stjórn á tilfinningum sínum. „Hann er mjög rólegur og yfirvegaður þegar hann þarf að vera það. Svona er hann bara. Þetta eru ekki látalæti, hann er eins og hann hefur alltaf verið,“ segir Gunnar sem spáir vitaskuld sínum manni sigri. „Ég ætla að segja að hann klári Mayweather í sjöttu lotu með rothöggi.“ MMA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Sjá meira
Einn stærsti íþróttaviðburður síðustu ára fer fram aðfaranótt sunnudags þegar Conor McGregor, skærasta UFC-stjarna heims, stígur úr búrinu inn í hnefaleikahringinn þar sem hann mun mæta Floyd Mayweather, einum besta boxara sögunnar. Mayweather er enn ósigraður og tók hanskana niður úr hillunni til að berjast við Írann kjaftfora. Ef Mayweather ber sigur úr býtum mun hann ljúka ferlinum á 50 sigrum í 50 bardögum. Fyrirfram mætti telja að besti hnefaleikamaður heims ætti ekki að lenda í vandræðum með mann sem hefur aldrei barist sem atvinnumaður í íþróttinni. En Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi Íslands og æfingafélagi Conors til margra ára, segir í samtali við Fréttablaðið að hann telji möguleika síns manns góða og að bardagastíll hans henti Mayweather illa.Espar hann upp „Conor mun reyna að setja pressu á Mayweather því hann gerir sér grein fyrir að Mayweather mun ekki koma inn í bardagann og reyna að rota hann þrátt fyrir yfirlýsingar um það,“ segir Gunnar. „Mayweather mun halda sér við sitt og reyna að vinna tólf lotu bardaga með dómaraákvörðun.“ Gunnar segir að fyrstu loturnar verði áhugaverðar og að Conor muni reyna að espa Mayweather upp, sem muni svara með því að reyna að láta Írann slá vindhögg –þreyta hann og hægja á honum. „En Conor er góður í að slá menn þegar þeir eiga síst von á því. Hann mun líka reyna að espa hann upp til að fá hann til að sækja. Þá getur Conor bakkað og svarað með þessari vinstri sleggju sem hann er alþekktur fyrir.“Getur klárað heilan bardaga Gunnar bendir á að Conor búi yfir ýmislegu í vopnabúri sínu sem muni henta Mayweather illa. Svo sem yfirhandarhöggi sem hefur verið áður notað gegn Bandaríkjamanninum með góðum árangri. En ef Mayweather tekst að verjast því, mun hann hafa úthald og þol til að endast í tólf lotu bardaga og vinna á stigum? „Já, það tel ég. Conor hefur aldrei verið í betra formi og á að baki 50-60 bardaga sem áhugamaður í hnefaleikum. Sem MMA-maður er hann alltaf betri standandi og er með skrokkinn í það. Ég hugsa að hann geti komið honum í vandræði snemma, unnið fyrstu loturnar og jafnvel þær síðustu líka,“ segir Gunnar. „Mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að hann klári bardagann í fyrstu lotunum og sé fyrir mér að það gæti gerst. Ég veit líka að Mayweather hefur aldrei farið gegn svona bardagamanni áður. Conor er ekki boxari þó svo að hann kunni það ótrúlega vel. Það er bara svo margt í stíl hans sem Mayweather hefur ekki séð. Hann hefur aldrei skipst á höggum við MMA-bardagamann. Það er bara öðruvísi.“Engin látalæti Óhætt er að segja að Conor McGregor njóti sín í sviðsljósinu. Hann hefur verið óhræddur við yfirlýsingar og lofar því að hann muni slá Mayweather í rot í fyrstu lotunum, fjórðu eða jafnvel annarri. En Gunnar bendir á að Conor hafi góða stjórn á tilfinningum sínum. „Hann er mjög rólegur og yfirvegaður þegar hann þarf að vera það. Svona er hann bara. Þetta eru ekki látalæti, hann er eins og hann hefur alltaf verið,“ segir Gunnar sem spáir vitaskuld sínum manni sigri. „Ég ætla að segja að hann klári Mayweather í sjöttu lotu með rothöggi.“
MMA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Sjá meira