Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 00:54 David Duke er fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan. Hann segir atburði dagsins marka straumhvörf fyrir landsmenn. Samsett mynd/Vísir/getty Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. „Þetta markar straumhvörf fyrir fólkið í landinu. Við erum harðákveðin í því að taka landið okkar til baka. Við ætlum að framfylgja loforðum Donald Trumps. Við trúum á þau og þau eru ástæðan fyrir því að við kusum Donald Trump vegna þess að hann sagði að við ætluðum að ná landinu okkar til baka og það er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera,“ segir Duke í viðtali við blaðamann CNN. Bæði CNN og fréttastofa AFP hafa staðfest að þrír eru látnir og nítján eru slasaðir eftir að átök brutust út á samkomu hvítra þjóðernissina í Charlottesville í Virginíufylki í dag. Á meðal þeirra voru voru nýnasistar og fyrrum meðlimir Ku Klux Klan. Ekið var á hóp fólks sem var saman komið til að mótmæla kynþáttahatri og hatursáróðri.Um nítján slösuðust í árás þegar bíl var ekið á hóp sem mótmælti kynþáttahatri.Vísir/gettyBorgarstjóri Charlottesville fordæmdi athæfið og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir álitu kyndlana, sem þjóðernissinnarnir báru, vera vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Tiltók ekki þjóðernissinna sérstaklega Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmt hatur og ofbeldi en hann gerði það með mjög almennum hætti án þess að tala sérstaklega um öfgaþjóðernissinna. Hann er gagnrýndur harðlega, úr öllum áttum, fyrir að tiltaka ekki þann hóp í yfirlýsingu sinni. Gagnrýnin var sett fram af þingmönnum Demókrataflokksins sem og samflokksmönnum Trumps. Þingmaður Repúblikanaflokksins, Marco Rubio, skrifaði afdráttarlaust tíst ætlað forsetanum. Í tístinu segir Rubio að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að talað sé um atburði dagsins sem hryðjuverkaárás.Very important for the nation to hear @potus describe events in #Charlottesville for what they are, a terror attack by #whitesupremacists— Marco Rubio (@marcorubio) August 12, 2017 Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. „Þetta markar straumhvörf fyrir fólkið í landinu. Við erum harðákveðin í því að taka landið okkar til baka. Við ætlum að framfylgja loforðum Donald Trumps. Við trúum á þau og þau eru ástæðan fyrir því að við kusum Donald Trump vegna þess að hann sagði að við ætluðum að ná landinu okkar til baka og það er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera,“ segir Duke í viðtali við blaðamann CNN. Bæði CNN og fréttastofa AFP hafa staðfest að þrír eru látnir og nítján eru slasaðir eftir að átök brutust út á samkomu hvítra þjóðernissina í Charlottesville í Virginíufylki í dag. Á meðal þeirra voru voru nýnasistar og fyrrum meðlimir Ku Klux Klan. Ekið var á hóp fólks sem var saman komið til að mótmæla kynþáttahatri og hatursáróðri.Um nítján slösuðust í árás þegar bíl var ekið á hóp sem mótmælti kynþáttahatri.Vísir/gettyBorgarstjóri Charlottesville fordæmdi athæfið og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir álitu kyndlana, sem þjóðernissinnarnir báru, vera vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Tiltók ekki þjóðernissinna sérstaklega Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmt hatur og ofbeldi en hann gerði það með mjög almennum hætti án þess að tala sérstaklega um öfgaþjóðernissinna. Hann er gagnrýndur harðlega, úr öllum áttum, fyrir að tiltaka ekki þann hóp í yfirlýsingu sinni. Gagnrýnin var sett fram af þingmönnum Demókrataflokksins sem og samflokksmönnum Trumps. Þingmaður Repúblikanaflokksins, Marco Rubio, skrifaði afdráttarlaust tíst ætlað forsetanum. Í tístinu segir Rubio að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að talað sé um atburði dagsins sem hryðjuverkaárás.Very important for the nation to hear @potus describe events in #Charlottesville for what they are, a terror attack by #whitesupremacists— Marco Rubio (@marcorubio) August 12, 2017
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34
Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12