Ásdís: Markmiðinu náð Elías Orri Njarðarson skrifar 7. ágúst 2017 19:30 Ásdís getur kastað spjóti mjög langt visir/getty Ásdís Hjálmsdóttir komst í úrslit í spjótkasti á HM í frjálsum íþróttum sem fram fer í London en hún sagði markmiði sínu hafa verið náð í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var markmiðið og ég er ógeðslega ánægð með að hafa náð því,“ sagði Ásdís. Þriðja kast Ásdísar var mjög mikilvægt en strax eftir að hafa kastað spjótinu vissi hún að kastið hafi verið gott en hún kastaði 63,06 metra og tryggði sér sæti í úrslitunum. Fyrri köst Ásdísar voru upp á 59,53 metra og 57,28 metra. „Já, ég vissi ekki að það væri svona langt en ég vissi að þetta hafi verið gott kast. Markmiðið fyrir síðasta kastið var að ná vinstri fætinum hraðar niður í síðasta skrefinu, til þess að fá betri spennu í gegnum líkamann. Ég var ekki búin að ná því nógu vel í köstunum á undan þannig að allur fókusinn var á að gera það. Það eina sem ég var að hugsa var bara niður með vinstri fótinn og svo næ ég að gera það nema að þá fer ég svo hratt yfir fótinn af því að hann fer svo hratt niður þannig að efri búkurinn kastast yfir og ég vissi ekki alveg hvernig svifið var á spjótinu. Svo leit ég upp og sá að ég gjörsamlega nelgdi það,“ sagði Ásdís glöð. Erfitt var að sjá línurnar á vellinum frá brautinni og þegar að spjótið lenti var Ásdís ekki viss með niðurstöðuna og hún sagði það vera erfiðar sekúndur að bíða eftir niðurstöðunni á skjánum en þegar að niðurstaðan var ljós og Ásdís komin áfram segir hún að tilfinningin sé ólýsanleg. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Maður getur eiginlega ekki skilið þessa tilfinningu nema að maður sé búinn að ganga í gegnum það að leggja á sig alla þessa vinnu til þess að koma hingað í öll þessi ár og ná svo að gera það á réttum tíma,“ sagði Ásdís. Ásdís setti sitt upphaflega Íslandsmet á Ólympíuleikunum árið 2012 en bætti það svo í Finnlandi fyrir stuttu en metið er sem stendur kast upp á 63,43 metra en kastið í gær er hennar næst lengsta kast á ferlinum. Pressan á stórmótum er gríðarlega mikil og í gær sérstaklega fyrir lokakastið hennar en Ásdís hugsar lítið út í það. „Ég geri þetta aðeins öðruvísi, auðvitað er alltaf þessi pressa en mér finnst það alltaf vera hættulegt að ef þú lætur pressuna hafa of mikil áhrif á þig, þá ferðu að reyna of mikið og farið að rembast. Þegar að þú ert að kasta spjóti að þá er það einmitt það seinasta sem að þú vilt gera. Það er mjög mikilvægt að stýra spennustiginu rétt og ég náði að gera það í gær,“ sagði Ásdís. Ásdís segir að markmiðið í úrslitunum sé það sama, að einbeita sér að frammistöðu heldur en niðurstöðu. „Það er það sem ég geri yfirleitt þegar að ég er að keppa. Ég vissi ekki framan af hvað hinar voru að gera. Það var fyrir tilviljun að ég sá það út undan mér. Ég vissi að stelpurnar voru að kasta rosalega langt, enda er þetta sterkasta undankeppni á stórmóti nokkurn tímann í sögunni. Það hefur aldrei verið þannig að 62,26 metra kast hafi ekki dugað í úrslit. Ég er ekkert að fókusa á hinar því ég hef enga stjórn á því, það getur bara stressað mann upp. Það er þannig sem ég tækla þetta, bara að hugsa um að algjörlega að fókusera á mig sjálfa og það er þannig sem mér tekst að kasta langt,“ sagði Ásdís. Ásdís segir undirbúninginn fyrir úrslitin ekki vera merkilegan. „Ég er bara búin að vera að slaka á upp á hóteli, fór í léttan labbitúr áðan og svo er ég að taka æfingu hérna á eftir og kíki í gufu. Horfi svo á mótið með þjálfaranum mínum hér í kvöld, svo bara að reyna að sofa vel og borða vel. Á morgun tökum við létta virkni, í kringum hádegið áður en ég fer í hádegismat og svo förum við bara að gera okkur klár upp á völl,“ sagði spjótkastarinn, Ásdís Hjálmsdóttir að lokum frá London. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáið Íslandsmet Ásdísar og dramatísk viðbrögð hennar | Myndband Ásdís Hjálmsdóttir setti nýtt glæsilegt Íslandsmet í spjótkasti í gærkvöldi þegar hún kastaði spjótinu 63,43 metra í fyrsta kasti á alþjóðlegu móti í Jonesuu í Finnlandi. 13. júlí 2017 14:30 Þrjú keppa á HM í frjálsum Enginn íslenskur karlmaður náði lágmarki fyrir mótið. 27. júlí 2017 14:22 Ásdís komin í úrslit Ásdís Hjálmsdóttir er komin í úrslit í spjótkasti á HM í frjálsum íþróttum sem fer nú fram í London. 6. ágúst 2017 20:20 Ásdís sló fimm ára gamalt Íslandsmet sitt Ásdís Hjálmsdóttir bætti í dag Íslandsmet sitt í spjótkasti á móti í Joensuu í Finnlandi. 12. júlí 2017 17:45 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir komst í úrslit í spjótkasti á HM í frjálsum íþróttum sem fram fer í London en hún sagði markmiði sínu hafa verið náð í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var markmiðið og ég er ógeðslega ánægð með að hafa náð því,“ sagði Ásdís. Þriðja kast Ásdísar var mjög mikilvægt en strax eftir að hafa kastað spjótinu vissi hún að kastið hafi verið gott en hún kastaði 63,06 metra og tryggði sér sæti í úrslitunum. Fyrri köst Ásdísar voru upp á 59,53 metra og 57,28 metra. „Já, ég vissi ekki að það væri svona langt en ég vissi að þetta hafi verið gott kast. Markmiðið fyrir síðasta kastið var að ná vinstri fætinum hraðar niður í síðasta skrefinu, til þess að fá betri spennu í gegnum líkamann. Ég var ekki búin að ná því nógu vel í köstunum á undan þannig að allur fókusinn var á að gera það. Það eina sem ég var að hugsa var bara niður með vinstri fótinn og svo næ ég að gera það nema að þá fer ég svo hratt yfir fótinn af því að hann fer svo hratt niður þannig að efri búkurinn kastast yfir og ég vissi ekki alveg hvernig svifið var á spjótinu. Svo leit ég upp og sá að ég gjörsamlega nelgdi það,“ sagði Ásdís glöð. Erfitt var að sjá línurnar á vellinum frá brautinni og þegar að spjótið lenti var Ásdís ekki viss með niðurstöðuna og hún sagði það vera erfiðar sekúndur að bíða eftir niðurstöðunni á skjánum en þegar að niðurstaðan var ljós og Ásdís komin áfram segir hún að tilfinningin sé ólýsanleg. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Maður getur eiginlega ekki skilið þessa tilfinningu nema að maður sé búinn að ganga í gegnum það að leggja á sig alla þessa vinnu til þess að koma hingað í öll þessi ár og ná svo að gera það á réttum tíma,“ sagði Ásdís. Ásdís setti sitt upphaflega Íslandsmet á Ólympíuleikunum árið 2012 en bætti það svo í Finnlandi fyrir stuttu en metið er sem stendur kast upp á 63,43 metra en kastið í gær er hennar næst lengsta kast á ferlinum. Pressan á stórmótum er gríðarlega mikil og í gær sérstaklega fyrir lokakastið hennar en Ásdís hugsar lítið út í það. „Ég geri þetta aðeins öðruvísi, auðvitað er alltaf þessi pressa en mér finnst það alltaf vera hættulegt að ef þú lætur pressuna hafa of mikil áhrif á þig, þá ferðu að reyna of mikið og farið að rembast. Þegar að þú ert að kasta spjóti að þá er það einmitt það seinasta sem að þú vilt gera. Það er mjög mikilvægt að stýra spennustiginu rétt og ég náði að gera það í gær,“ sagði Ásdís. Ásdís segir að markmiðið í úrslitunum sé það sama, að einbeita sér að frammistöðu heldur en niðurstöðu. „Það er það sem ég geri yfirleitt þegar að ég er að keppa. Ég vissi ekki framan af hvað hinar voru að gera. Það var fyrir tilviljun að ég sá það út undan mér. Ég vissi að stelpurnar voru að kasta rosalega langt, enda er þetta sterkasta undankeppni á stórmóti nokkurn tímann í sögunni. Það hefur aldrei verið þannig að 62,26 metra kast hafi ekki dugað í úrslit. Ég er ekkert að fókusa á hinar því ég hef enga stjórn á því, það getur bara stressað mann upp. Það er þannig sem ég tækla þetta, bara að hugsa um að algjörlega að fókusera á mig sjálfa og það er þannig sem mér tekst að kasta langt,“ sagði Ásdís. Ásdís segir undirbúninginn fyrir úrslitin ekki vera merkilegan. „Ég er bara búin að vera að slaka á upp á hóteli, fór í léttan labbitúr áðan og svo er ég að taka æfingu hérna á eftir og kíki í gufu. Horfi svo á mótið með þjálfaranum mínum hér í kvöld, svo bara að reyna að sofa vel og borða vel. Á morgun tökum við létta virkni, í kringum hádegið áður en ég fer í hádegismat og svo förum við bara að gera okkur klár upp á völl,“ sagði spjótkastarinn, Ásdís Hjálmsdóttir að lokum frá London.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáið Íslandsmet Ásdísar og dramatísk viðbrögð hennar | Myndband Ásdís Hjálmsdóttir setti nýtt glæsilegt Íslandsmet í spjótkasti í gærkvöldi þegar hún kastaði spjótinu 63,43 metra í fyrsta kasti á alþjóðlegu móti í Jonesuu í Finnlandi. 13. júlí 2017 14:30 Þrjú keppa á HM í frjálsum Enginn íslenskur karlmaður náði lágmarki fyrir mótið. 27. júlí 2017 14:22 Ásdís komin í úrslit Ásdís Hjálmsdóttir er komin í úrslit í spjótkasti á HM í frjálsum íþróttum sem fer nú fram í London. 6. ágúst 2017 20:20 Ásdís sló fimm ára gamalt Íslandsmet sitt Ásdís Hjálmsdóttir bætti í dag Íslandsmet sitt í spjótkasti á móti í Joensuu í Finnlandi. 12. júlí 2017 17:45 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Sjáið Íslandsmet Ásdísar og dramatísk viðbrögð hennar | Myndband Ásdís Hjálmsdóttir setti nýtt glæsilegt Íslandsmet í spjótkasti í gærkvöldi þegar hún kastaði spjótinu 63,43 metra í fyrsta kasti á alþjóðlegu móti í Jonesuu í Finnlandi. 13. júlí 2017 14:30
Ásdís komin í úrslit Ásdís Hjálmsdóttir er komin í úrslit í spjótkasti á HM í frjálsum íþróttum sem fer nú fram í London. 6. ágúst 2017 20:20
Ásdís sló fimm ára gamalt Íslandsmet sitt Ásdís Hjálmsdóttir bætti í dag Íslandsmet sitt í spjótkasti á móti í Joensuu í Finnlandi. 12. júlí 2017 17:45