Við verðum hrikaleg eftir ár og ennþá betri eftir fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2017 06:00 ÍR-ingar fagna hér bikarmeistaratitli sínum í Krikanum. Vísir/ÓskarÓ ÍR-ingar sóttu bikarinn á heimavöll erkifjenda sinna í FH um helgina og komu í veg fyrir að FH-ingum tækist að verja bikarinn á heimavelli. FH hefði getað unnið bikarinn í tuttugasta sinn en þess í stað hafa ÍR-ingar nú unnið fimm fleiri bikarmeistaratitla en FH í 51 árs sögu Bikarkeppni FRÍ. Munurinn verður hins vegar ekki minni en hann var í Kaplakrikanum á laugardaginn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu grein og á endanum vann ÍR með aðeins einu stigi. „Það er gaman þegar það er svona gríðarlega mikil keppni á milli liðanna og býr til stemningu í þessu. Það voru ótrúlega góðar aðstæður og gott veður. Rosalega gaman,“ sagði Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir, fyrirliði ÍR-liðsins. Hún vildi þó ekki ýta undir ríginn á milli ÍR og FH þrátt fyrir sætan sigur. „Það er ótrúlega gaman þegar liðin eru svona jöfn því þá er þetta miklu meiri spenna og meira undir einhvern veginn og gríðarlega gaman að keppa,“ sagði Hrafnhild. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kláraði sína grein og þau sex stig komu sér vel fyrir bæði karlaliðið og liðið. En var ekki gaman að taka bikarinn á heimavelli FH? „Það er gaman líka og það er miklu skemmtilegra að vinna á útivelli en á heimavelli,“ sagði Guðni. Guðni Valur var einn af sjö ÍR-ingum sem unnu sína grein en hin voru Andrea Kolbeinsdóttir (1500 m), Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk), Tiana Ósk Whitworth (100 m), Guðmundur Sverrisson (spjótkast), Ívar Kristinn Jasonarson (400 m) og Þorsteinn Ingvarsson (þrístökk). FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir var sú eina sem vann tvær einstaklingsgreinar. Hvað breyttist frá því í fyrra þegar FH vann þrefalt? „Það eru margir ungir hjá okkur sem eru að koma sterkir inn. Krakkarnir eru orðnir einu ári eldri. Það er bara eini munurinn. Við verðum hrikaleg eftir ár og ennþá betri eftir fimm ár,“ sagði Guðni og það var gaman að fylgjast með þessum öfluga og skemmtilega strák fagna sigrinum með félögum sínum í ÍR. „Gullið er flottasti liturinn,“ sagði Guðni brosandi að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
ÍR-ingar sóttu bikarinn á heimavöll erkifjenda sinna í FH um helgina og komu í veg fyrir að FH-ingum tækist að verja bikarinn á heimavelli. FH hefði getað unnið bikarinn í tuttugasta sinn en þess í stað hafa ÍR-ingar nú unnið fimm fleiri bikarmeistaratitla en FH í 51 árs sögu Bikarkeppni FRÍ. Munurinn verður hins vegar ekki minni en hann var í Kaplakrikanum á laugardaginn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu grein og á endanum vann ÍR með aðeins einu stigi. „Það er gaman þegar það er svona gríðarlega mikil keppni á milli liðanna og býr til stemningu í þessu. Það voru ótrúlega góðar aðstæður og gott veður. Rosalega gaman,“ sagði Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir, fyrirliði ÍR-liðsins. Hún vildi þó ekki ýta undir ríginn á milli ÍR og FH þrátt fyrir sætan sigur. „Það er ótrúlega gaman þegar liðin eru svona jöfn því þá er þetta miklu meiri spenna og meira undir einhvern veginn og gríðarlega gaman að keppa,“ sagði Hrafnhild. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kláraði sína grein og þau sex stig komu sér vel fyrir bæði karlaliðið og liðið. En var ekki gaman að taka bikarinn á heimavelli FH? „Það er gaman líka og það er miklu skemmtilegra að vinna á útivelli en á heimavelli,“ sagði Guðni. Guðni Valur var einn af sjö ÍR-ingum sem unnu sína grein en hin voru Andrea Kolbeinsdóttir (1500 m), Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk), Tiana Ósk Whitworth (100 m), Guðmundur Sverrisson (spjótkast), Ívar Kristinn Jasonarson (400 m) og Þorsteinn Ingvarsson (þrístökk). FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir var sú eina sem vann tvær einstaklingsgreinar. Hvað breyttist frá því í fyrra þegar FH vann þrefalt? „Það eru margir ungir hjá okkur sem eru að koma sterkir inn. Krakkarnir eru orðnir einu ári eldri. Það er bara eini munurinn. Við verðum hrikaleg eftir ár og ennþá betri eftir fimm ár,“ sagði Guðni og það var gaman að fylgjast með þessum öfluga og skemmtilega strák fagna sigrinum með félögum sínum í ÍR. „Gullið er flottasti liturinn,“ sagði Guðni brosandi að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira