Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Elías Orri Njarðarson skrifar 23. júlí 2017 13:31 Hólmfríður segir að Ísland ætli ekki að gefa neitt eftir í næsta leik á móti Austurríki vísir/tom Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það vera frábæra tilfinningu að hafa komið inn á í leiknum í gær við Sviss, þrátt fyrir svekkjandi tap. „Það er frábær tilfinning að hafa komið inn á eftir langa fjarveru og ég var mjög spennt að koma inn á og er bara mjög ánægð,“ sagði Hólmfríður í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu landsliðsins í dag. Leikurinn í gær var mjög harður og leikmenn létu finna mikið fyrir sér en Hólmfríður er einmitt þekkt fyrir að gefa ekkert eftir inn á vellinum. Hólmfríður fékk all svakalega að finna fyrir því þegar að Lara Dickenmann, leikmaður Sviss, kippti Hólmfríði niður. „Það er allt annað að spila hart en þegar að þú ert að fara mikið í líkamann á leikmönnum þá er það náttúrulega bara spjöld en hún átti klárlega að fá annað gula spjaldið sitt í leiknum. Ég er búin að horfa á þetta aftur, hún fer bara í líkamann á mér og á engan séns í boltann. Þetta var náttúrulega bara illa dæmt en svona er þetta, þetta féll ekki með okkur og við þurfum bara að taka því,“ sagði Hólmfríður. Tapið í gær var mjög svekkjandi og leikmenn íslenska liðsins voru mjög vonsviknar með niðurstöðuna úr leiknum. Aðspurð um hvernig það gengi að ná sér upp eftir svona leik sagði Hólmfríður að allir leikmenn liðsins hugsi um næsta leik. „Við vitum núna að við erum úr leik á mótinu en við eigum einn leik eftir og við ætlum bara að spila þann leik og vinna hann og fara héðan stoltar af þessu móti, líka bara fyrir okkur, fyrir allt starfsliðið sem er að vinna frábæra vinnu í kringum okkur leikmennina og svo stuðningsmennina sem eru búnir að vera frábærir og líka heima á Íslandi, maður finnur bara fyrir stuðningi úr öllum áttum. Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt okkar eftir á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður ákveðin. Hólmfríður spilaði rúmlega 20 mínútur í leiknum í gær og átti mjög góða innkomu. Hún var mikið í boltanum og spilaði fínan leik en hún segist hafa mikið sjálfstraust í landsliðinu. „Ég er náttúrulega með frábæra þjálfara hér í kringum mig sem efla mann með hverjum deginum. Freysi er nattúrulega frábær í að styðja við mann og að búa til þessa liðsheild sem hann er búinn að gera, maður hefur alltaf trú á að maður er með þeim bestu hérna þrátt fyrir það að maður sé ekki að byrja leik, þá er þetta einhvern vegin svo þjappaður hópur að maður hefur fulla trú á sjálfum sér,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir að lokum. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það vera frábæra tilfinningu að hafa komið inn á í leiknum í gær við Sviss, þrátt fyrir svekkjandi tap. „Það er frábær tilfinning að hafa komið inn á eftir langa fjarveru og ég var mjög spennt að koma inn á og er bara mjög ánægð,“ sagði Hólmfríður í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu landsliðsins í dag. Leikurinn í gær var mjög harður og leikmenn létu finna mikið fyrir sér en Hólmfríður er einmitt þekkt fyrir að gefa ekkert eftir inn á vellinum. Hólmfríður fékk all svakalega að finna fyrir því þegar að Lara Dickenmann, leikmaður Sviss, kippti Hólmfríði niður. „Það er allt annað að spila hart en þegar að þú ert að fara mikið í líkamann á leikmönnum þá er það náttúrulega bara spjöld en hún átti klárlega að fá annað gula spjaldið sitt í leiknum. Ég er búin að horfa á þetta aftur, hún fer bara í líkamann á mér og á engan séns í boltann. Þetta var náttúrulega bara illa dæmt en svona er þetta, þetta féll ekki með okkur og við þurfum bara að taka því,“ sagði Hólmfríður. Tapið í gær var mjög svekkjandi og leikmenn íslenska liðsins voru mjög vonsviknar með niðurstöðuna úr leiknum. Aðspurð um hvernig það gengi að ná sér upp eftir svona leik sagði Hólmfríður að allir leikmenn liðsins hugsi um næsta leik. „Við vitum núna að við erum úr leik á mótinu en við eigum einn leik eftir og við ætlum bara að spila þann leik og vinna hann og fara héðan stoltar af þessu móti, líka bara fyrir okkur, fyrir allt starfsliðið sem er að vinna frábæra vinnu í kringum okkur leikmennina og svo stuðningsmennina sem eru búnir að vera frábærir og líka heima á Íslandi, maður finnur bara fyrir stuðningi úr öllum áttum. Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt okkar eftir á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður ákveðin. Hólmfríður spilaði rúmlega 20 mínútur í leiknum í gær og átti mjög góða innkomu. Hún var mikið í boltanum og spilaði fínan leik en hún segist hafa mikið sjálfstraust í landsliðinu. „Ég er náttúrulega með frábæra þjálfara hér í kringum mig sem efla mann með hverjum deginum. Freysi er nattúrulega frábær í að styðja við mann og að búa til þessa liðsheild sem hann er búinn að gera, maður hefur alltaf trú á að maður er með þeim bestu hérna þrátt fyrir það að maður sé ekki að byrja leik, þá er þetta einhvern vegin svo þjappaður hópur að maður hefur fulla trú á sjálfum sér,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir að lokum.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sjá meira
EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00
Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00
Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03
Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38