Heimtar að Putin láti af stuðningi við aðskilnaðarsinna Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2017 23:33 Petro Poroshenko, forseti Úkraínu. Vísir/EPA Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, fór fram á í dag að Vladimir Putin, forseti Rússlands, léti af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Leiðtogarnir ræddu saman í síma í dag í um tvær klukkustundir ásamt þeim Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Átök hafa blossað upp að nýju í mánuðinum, eins og þau hafa gert á hverju sumri frá því að átökin hófust í apríl 2014, og Rússar eru sagðir hafa flutt herdeildir að landamærum Úkraínu. Talsmaður Putin neitaði því ekki í dag, heldur sagði Rússa hafa rétt á því að flytja herdeildir innan landamæra sinna. Erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, Kurt Volker, segir að ástandið sé farið að líkjast hefðbundnu stríði.Volker segir einnig að yfirvöld í Bandaríkjunum séu að íhuga að senda stjórnvöldum í Kænugarði vopn til að berjast gegn aðskilnaðarsinnunum. Sameinuðu þjóðirnar segja minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum frá því að þau hófust, skömmu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu. Rúmlega 1,6 milljón manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt þrætt fyrir að styðja við bakið á aðskilnaðarsinnunum með bæði vopnum og mönnum. Fjölmargir rússneskir hermenn hafa látið lífið í Úkraínu og verið handsamaðir, en yfirvöld hafa meðal annars sagt þá hafa farið til Úkraínu í fríi sínu, eða þeir hafi verið hættir í hernum. Æðsti yfirmaður aðskilnaðarsinnanna, Alexander Zakharchenko, sagði í síðustu viku að hann vildi byggja nýtt ríki á grunni Úkraínu. Það ætti að heita „Malorossiya“ eða Litla Rússland. Friðarsamkomulag var undirritað í Hvíta-Rússlandi í febrúar 2015. Það hefur þó margsinnis verið brotið af báðum aðilum. Enn er þó talið að það sé besta leiðin að friði í Úkraínu og var áðurnefnt símtal liður í að reyna að endurvekja það. Úkraína Tengdar fréttir Úkraína vill inn í NATO Ríkisstjórn Úkraínu tilkynnti í dag að viðræður við Atlantshafsbandalagið munu hefjast á næstunni. 10. júlí 2017 14:38 Níu hermenn létu lífið í Úkraínu Bardagarnir eru þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði. 20. júlí 2017 15:44 Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson. 9. júlí 2017 20:04 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, fór fram á í dag að Vladimir Putin, forseti Rússlands, léti af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Leiðtogarnir ræddu saman í síma í dag í um tvær klukkustundir ásamt þeim Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Átök hafa blossað upp að nýju í mánuðinum, eins og þau hafa gert á hverju sumri frá því að átökin hófust í apríl 2014, og Rússar eru sagðir hafa flutt herdeildir að landamærum Úkraínu. Talsmaður Putin neitaði því ekki í dag, heldur sagði Rússa hafa rétt á því að flytja herdeildir innan landamæra sinna. Erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, Kurt Volker, segir að ástandið sé farið að líkjast hefðbundnu stríði.Volker segir einnig að yfirvöld í Bandaríkjunum séu að íhuga að senda stjórnvöldum í Kænugarði vopn til að berjast gegn aðskilnaðarsinnunum. Sameinuðu þjóðirnar segja minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum frá því að þau hófust, skömmu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu. Rúmlega 1,6 milljón manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt þrætt fyrir að styðja við bakið á aðskilnaðarsinnunum með bæði vopnum og mönnum. Fjölmargir rússneskir hermenn hafa látið lífið í Úkraínu og verið handsamaðir, en yfirvöld hafa meðal annars sagt þá hafa farið til Úkraínu í fríi sínu, eða þeir hafi verið hættir í hernum. Æðsti yfirmaður aðskilnaðarsinnanna, Alexander Zakharchenko, sagði í síðustu viku að hann vildi byggja nýtt ríki á grunni Úkraínu. Það ætti að heita „Malorossiya“ eða Litla Rússland. Friðarsamkomulag var undirritað í Hvíta-Rússlandi í febrúar 2015. Það hefur þó margsinnis verið brotið af báðum aðilum. Enn er þó talið að það sé besta leiðin að friði í Úkraínu og var áðurnefnt símtal liður í að reyna að endurvekja það.
Úkraína Tengdar fréttir Úkraína vill inn í NATO Ríkisstjórn Úkraínu tilkynnti í dag að viðræður við Atlantshafsbandalagið munu hefjast á næstunni. 10. júlí 2017 14:38 Níu hermenn létu lífið í Úkraínu Bardagarnir eru þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði. 20. júlí 2017 15:44 Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson. 9. júlí 2017 20:04 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Úkraína vill inn í NATO Ríkisstjórn Úkraínu tilkynnti í dag að viðræður við Atlantshafsbandalagið munu hefjast á næstunni. 10. júlí 2017 14:38
Níu hermenn létu lífið í Úkraínu Bardagarnir eru þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði. 20. júlí 2017 15:44
Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson. 9. júlí 2017 20:04
MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10