Fanndís: Þessar nýju stelpur eru betri og tilbúnari en ég var Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 16. júlí 2017 19:15 Þrír ungir EM-nýliðar eru í íslenska hópnum á EM 2017 í fótbolta. Tveir þeirra; Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, og Agla María Albertsdóttir, framherji úr Stjörnunni, unnu sér sæti í hópnum á lokametrunum. Báðar voru í byrjunarliðinu á móti Írlandi og Brasilíu í síðustu vináttuleikjum Íslands fyrir EM og þær gerðu nóg til að heilla Frey Alexandersson. Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, var sjálf ung og efnileg þegar hún fór á fyrsta Evrópumótið sem íslenska liðið komst á fyrir átta árum síðan en hún segir þessar nýju stelpur betri en hún var. „Ingibjörg kom inn á móti Brasilíu eins og hún væri búin að spila 100 landsleiki. Þegar ég fór fyrst fékk ég að fara inn á þegar það voru þrjár mínútur eftir og var bara "vííí" geðveikt gaman. Mér finnst þær betri og tilbúnari í þetta. Þær fá líka stærra hlutverk,“ segir Fanndís. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson tók undir með Fanndísi að þessir nýliðar í dag fá stærra hlutverk en hann vildi þó hrósa eldri leikmönnum og þá sérstaklega Fanndísi fyrir hennar framlag til nýliðanna. „Mig langar að hrósa eldri leikmönnunum fyrir þetta. Ég átti alltaf eftir að klappa þér á bakið Fanndís fyrir þetta. Eftir leikinn á móti Brasilíu þá var Fanndís fyrst til að stíga upp og hrósa Öglu Maríu í viðtölum fyrir sinn leik og hvað hún var að gera,“ segir Freyr. „Stuðningurinn sem þessar eldri stelpur hafa sýnt þeim yngri bæði innan vallar og í undirbúningi og í kringum allt sem við erum að gera sýnir hvað við erum með flotta og sterka karaktera við höfum.“ „Ungu stelpurnar hafa vissulega fengið stærra hlutverk en það er ekki bara þjálfarateyminu og vinnubrögðum okkar að þakka heldur frekar leikmönnunum. Eldri leikmennirnir eiga mikið hrós skilið og þeir mega vita það,“ segir Freyr Alexandersson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur metið möguleika landsliðanna sem berjast um sigur á EM í Hollandi. 16. júlí 2017 16:00 Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Æskufélagar úr Breiðholtinu eru saman á EM. 16. júlí 2017 14:00 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Þrír ungir EM-nýliðar eru í íslenska hópnum á EM 2017 í fótbolta. Tveir þeirra; Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, og Agla María Albertsdóttir, framherji úr Stjörnunni, unnu sér sæti í hópnum á lokametrunum. Báðar voru í byrjunarliðinu á móti Írlandi og Brasilíu í síðustu vináttuleikjum Íslands fyrir EM og þær gerðu nóg til að heilla Frey Alexandersson. Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, var sjálf ung og efnileg þegar hún fór á fyrsta Evrópumótið sem íslenska liðið komst á fyrir átta árum síðan en hún segir þessar nýju stelpur betri en hún var. „Ingibjörg kom inn á móti Brasilíu eins og hún væri búin að spila 100 landsleiki. Þegar ég fór fyrst fékk ég að fara inn á þegar það voru þrjár mínútur eftir og var bara "vííí" geðveikt gaman. Mér finnst þær betri og tilbúnari í þetta. Þær fá líka stærra hlutverk,“ segir Fanndís. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson tók undir með Fanndísi að þessir nýliðar í dag fá stærra hlutverk en hann vildi þó hrósa eldri leikmönnum og þá sérstaklega Fanndísi fyrir hennar framlag til nýliðanna. „Mig langar að hrósa eldri leikmönnunum fyrir þetta. Ég átti alltaf eftir að klappa þér á bakið Fanndís fyrir þetta. Eftir leikinn á móti Brasilíu þá var Fanndís fyrst til að stíga upp og hrósa Öglu Maríu í viðtölum fyrir sinn leik og hvað hún var að gera,“ segir Freyr. „Stuðningurinn sem þessar eldri stelpur hafa sýnt þeim yngri bæði innan vallar og í undirbúningi og í kringum allt sem við erum að gera sýnir hvað við erum með flotta og sterka karaktera við höfum.“ „Ungu stelpurnar hafa vissulega fengið stærra hlutverk en það er ekki bara þjálfarateyminu og vinnubrögðum okkar að þakka heldur frekar leikmönnunum. Eldri leikmennirnir eiga mikið hrós skilið og þeir mega vita það,“ segir Freyr Alexandersson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur metið möguleika landsliðanna sem berjast um sigur á EM í Hollandi. 16. júlí 2017 16:00 Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Æskufélagar úr Breiðholtinu eru saman á EM. 16. júlí 2017 14:00 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30
Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13
Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur metið möguleika landsliðanna sem berjast um sigur á EM í Hollandi. 16. júlí 2017 16:00
Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Æskufélagar úr Breiðholtinu eru saman á EM. 16. júlí 2017 14:00
Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05