Glódís Perla: Sara Björk gaf mér góð ráð Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 16. júlí 2017 19:00 Það voru stór tíðindi af landsliðinu í gær þegar landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir skipti um félagslið og gekk í raðir sænska stórliðsins Rosengård frá Eskilstuna. Rosengård er eitt af stærri liðum Evrópu og Glódís því að takast á við nýtt og spennandi verkefni. „Þetta kom upp tiltölulega snemma í sumar en ég lagði þetta svolítið til hliðar á meðan ég var að klára deildina úti. Ég tók þetta svo aftur upp áður en ég mætti til leiks með landsliðinu. Svo var þetta bara að klára dæmið, það tók smá tíma en svo gekk þetta í gegn,“ sagði Glódís Perla við íþróttadeild á hóteli landsliðsins í Ermelo í dag. „Mér fannst þetta vera tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það var mín tilfinning og þá vissi ég að þetta væri rétt fyrir mig. Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun og stolt af þessu þannig ég er bara sátt með þetta.“ Glódís Perla telur þetta vera rétt skref fyrir sig á þessum tíma en Rosengård, sem Sara Björk Gunnarsdóttir varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með, er lið sem ætlar alltaf að verða landsmeistari og vill ná langt í Meistaradeildinni. „Ég held að þetta sé akkurat rétt skref fyrir mig núna. Þetta er stórt félag með stærri tengingar og það hefur verið að búa til stóra leikmenn í gegnum árin. Sara Björk, Þóra og fleiri frábærir íslenskir leikmenn hafa spilað þarna þannig ég held að þetta sé frábær staður þar sem ég get haldið áfram að þróa minn leik og mun fá meiri áskorun og þarf að taka næsta skref,“ segir Glódís en talaði hún við Söru Björk um þetta? „Já, við ræddum aðeins um þetta og hún hjálpaði mér aðeins og gaf mér ráð,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Það voru stór tíðindi af landsliðinu í gær þegar landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir skipti um félagslið og gekk í raðir sænska stórliðsins Rosengård frá Eskilstuna. Rosengård er eitt af stærri liðum Evrópu og Glódís því að takast á við nýtt og spennandi verkefni. „Þetta kom upp tiltölulega snemma í sumar en ég lagði þetta svolítið til hliðar á meðan ég var að klára deildina úti. Ég tók þetta svo aftur upp áður en ég mætti til leiks með landsliðinu. Svo var þetta bara að klára dæmið, það tók smá tíma en svo gekk þetta í gegn,“ sagði Glódís Perla við íþróttadeild á hóteli landsliðsins í Ermelo í dag. „Mér fannst þetta vera tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það var mín tilfinning og þá vissi ég að þetta væri rétt fyrir mig. Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun og stolt af þessu þannig ég er bara sátt með þetta.“ Glódís Perla telur þetta vera rétt skref fyrir sig á þessum tíma en Rosengård, sem Sara Björk Gunnarsdóttir varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með, er lið sem ætlar alltaf að verða landsmeistari og vill ná langt í Meistaradeildinni. „Ég held að þetta sé akkurat rétt skref fyrir mig núna. Þetta er stórt félag með stærri tengingar og það hefur verið að búa til stóra leikmenn í gegnum árin. Sara Björk, Þóra og fleiri frábærir íslenskir leikmenn hafa spilað þarna þannig ég held að þetta sé frábær staður þar sem ég get haldið áfram að þróa minn leik og mun fá meiri áskorun og þarf að taka næsta skref,“ segir Glódís en talaði hún við Söru Björk um þetta? „Já, við ræddum aðeins um þetta og hún hjálpaði mér aðeins og gaf mér ráð,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30
Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26