Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar 17. júlí 2017 17:15 Sara Björk viðurkennir að hafa verið stressuð fyrir Frakkaleikinn fyrir átta árum. Hún er reynslunni ríkari. Vísir/Tom Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, segir allt annað dæmi í gangi á EM 2017 en EM 2009 hjá okkar stelpum. Sara var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leik kvennalandsliðsins á stórmóti, í Finnlandi fyrir átta árum, þar sem andstæðingurinn var einmitt Frakkland. Leikurinn tapaðist 3-1 og íslenska liðið hefur oft spilað betur. „Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir gaf íslenska liðinu draumabyrjun með skallamarki eftir sex mínútur en svo tóku Frakkar við. Markvörður þeirra varði meira að segja vítaspyrnu Margrétar Láru í stöðunni 2-1.Leið ekki vel eftir leik „Ég man bara að mér leið ekki vel eftir leikinn,“ segir Sara Björk. Þær hafi hins vegar lært mikið af mótinu. „Við erum orðnir betri leikmenn og með betra lið. Við erum reynslumiklar, búnar að fara á tvö stórmót núna. Það er komin meiri reynsla í liðið og við erum orðnar miklu betri. Þá var Freyr spurður út í hvernig síðustu 24 tímarnir fram að leik yrðu nýttir. Liðið er búið að koma sér fyrir á hóteli hér í Tilburg en heldur svo aftur til Ermelo eftir leikinn á morgun. „Það verður æfing núna á vellinum sem snýst fyrst og síðast um andlegan undirbúning. Við erum búin að æfa allt,“ sagði Freyr. Í kvöld muni einhverjir horfa á Þýskaland Svíþjóð en annars sé frjáls tími á hótelinu.Snýst á endanum um fótboltaleik „Á morgun förum við aðeins yfir föst leikatriði. Þetta snýst núna um að halda fókus. Það er búið að vera mikið tal um þetta og mikil spenna í kringum athyglina sem liðið hefur fengið. Ég vona að þið sýnið því skilning fyrir athygli þjóðarinnar en á endanum snýst þetta um það að við erum að fara að spila fótboltaleik,“ sagði Freyr ákveðinn. „Við erum að hjálpa þeim að einbeita sér að því að spila leikinn. Þær vita að ef þær skilja allt eftir á vellinum á morgun þá verða allir stoltir af þeim.“Fundinn í heild má sjá hér að neðan en Sara svarar spurningunni eftir um 21 mínútu.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, segir allt annað dæmi í gangi á EM 2017 en EM 2009 hjá okkar stelpum. Sara var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leik kvennalandsliðsins á stórmóti, í Finnlandi fyrir átta árum, þar sem andstæðingurinn var einmitt Frakkland. Leikurinn tapaðist 3-1 og íslenska liðið hefur oft spilað betur. „Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir gaf íslenska liðinu draumabyrjun með skallamarki eftir sex mínútur en svo tóku Frakkar við. Markvörður þeirra varði meira að segja vítaspyrnu Margrétar Láru í stöðunni 2-1.Leið ekki vel eftir leik „Ég man bara að mér leið ekki vel eftir leikinn,“ segir Sara Björk. Þær hafi hins vegar lært mikið af mótinu. „Við erum orðnir betri leikmenn og með betra lið. Við erum reynslumiklar, búnar að fara á tvö stórmót núna. Það er komin meiri reynsla í liðið og við erum orðnar miklu betri. Þá var Freyr spurður út í hvernig síðustu 24 tímarnir fram að leik yrðu nýttir. Liðið er búið að koma sér fyrir á hóteli hér í Tilburg en heldur svo aftur til Ermelo eftir leikinn á morgun. „Það verður æfing núna á vellinum sem snýst fyrst og síðast um andlegan undirbúning. Við erum búin að æfa allt,“ sagði Freyr. Í kvöld muni einhverjir horfa á Þýskaland Svíþjóð en annars sé frjáls tími á hótelinu.Snýst á endanum um fótboltaleik „Á morgun förum við aðeins yfir föst leikatriði. Þetta snýst núna um að halda fókus. Það er búið að vera mikið tal um þetta og mikil spenna í kringum athyglina sem liðið hefur fengið. Ég vona að þið sýnið því skilning fyrir athygli þjóðarinnar en á endanum snýst þetta um það að við erum að fara að spila fótboltaleik,“ sagði Freyr ákveðinn. „Við erum að hjálpa þeim að einbeita sér að því að spila leikinn. Þær vita að ef þær skilja allt eftir á vellinum á morgun þá verða allir stoltir af þeim.“Fundinn í heild má sjá hér að neðan en Sara svarar spurningunni eftir um 21 mínútu.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira