Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2017 14:49 Svona gæti Mars hafa litið út fyrir milljörðum ára. Reikistjarnan tapaði hins vegar lofthjúpi sínum og síðan nær öllu vatninu. NASA/GSFC Fundur hjá vísinda- og geimnefnd Bandaríkjaþings tók óvænta stefnu í gær þegar einn nefndarmanna spurði vísindamenn NASA hvort að hugsanlegt sé að geimverur hafi búið á reikistjörnunni Mars fyrir þúsundum ára. Mars eins og við þekkjum hann í dag er ísköld eyðimörk með örþunnan lofthjúp. Vísindamenn telja hins vegar að aðstæður á þessari nágrannareikistjörnu okkar hafi verið mun skaplegri í fyrndinni. Á þeim tíma hafi fljótandi vatn líklega myndað höf, vötn og ár sem hafa mótað yfirborð rauðu reikistjörnunnar. Fljótandi vatn er talin grunnforsenda lífs og því hafa vísindamenn leitt líkum að því að hugsanlega hafi líf haft tíma til að kvikna á Mars áður en reikistjarnan glataði lofthjúpi sínum og fljótandi vatn á yfirborðinu fraus.„Útilokar þú það?“ Hugmyndin um framþróaða siðmenningu Marsbúa hefur hins vegar eingöngu birst í kvikmyndum og bókum dreyminna jarðarbúa. Það stöðvaði þó ekki repúblikanann Dana Rohrabacher, þingmann frá Kaliforníu og fulltrúa í vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í að spyrja vísindamenn NASA hvort mögulegt sé að geimverur hafi þróað siðmenningu á Mars fyrir „þúsundum ára“. „Það eru engar vísbendingar um slíkt sem ég veit um,“ svaraði Ken Farley, prófessor í jarðefnafræði við Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech). Hann benti Rohrabacher einnig á að gögn frá Mars bendi til þess að aðstæður þar hafi verið aðrar og betri fyrir milljörðum ára en ekki þúsundum ára. Í raun telja vísindamenn að ef vatn flaut í raun um yfirborð Mars þá hafi það verið fyrir um 3,6 milljörðum ára.Repúblikaninn Dana Rohrabacher virðist hafa sérstakar hugmyndir um sólkerfið okkar.Vísir/EPARohrabacher var þó ekki alveg af baki dottinn og spurði Farley hvort að hann myndi útiloka að geimverur hafi verið á Mars. Sumir teldu það. „Ég myndi segja að það væri gríðarlega ósennilegt,“ svaraði Farley stuttlega, að því er kemur fram í frétt Space.com.Vildi vita hvenær koltvísýringur yrði hættulegur heilsu fólks Það er þó ekki aðeins um eðli og tímasetningu mögulegs lífs á Mars sem Rohrabacher hefur verið úti á túni með. Hann er á meðal fjölda flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum sem neitar að samþykkja niðurstöður vísindamanna um allan heim að loftslagsbreytingar eigi sér stað á jörðinni og að þær séu af völdum manna. Spurði hann meðal annars John Holdren, þáverandi vísindaráðgjafa Baracks Obama, þegar hann kom fyrir þingnefndina við hvaða mörk gróðurhúsalofttegundin koltvísýringur yrði hættulegur heilsu manna. Vísindamenn vara við auknum styrki koltvísýrings, og annarra gróðurhúsalofttegunda, í lofthjúpi jarðar vegna þess að hann veldur hlýnun loftslags, ekki vegna þess að hann hafi bein heilsufarsleg áhrif á menn við núverandi styrk í lofthjúpnum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra spurningar Rohrabacher og svör Farley um siðmenningu á Mars. Vísindi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Fundur hjá vísinda- og geimnefnd Bandaríkjaþings tók óvænta stefnu í gær þegar einn nefndarmanna spurði vísindamenn NASA hvort að hugsanlegt sé að geimverur hafi búið á reikistjörnunni Mars fyrir þúsundum ára. Mars eins og við þekkjum hann í dag er ísköld eyðimörk með örþunnan lofthjúp. Vísindamenn telja hins vegar að aðstæður á þessari nágrannareikistjörnu okkar hafi verið mun skaplegri í fyrndinni. Á þeim tíma hafi fljótandi vatn líklega myndað höf, vötn og ár sem hafa mótað yfirborð rauðu reikistjörnunnar. Fljótandi vatn er talin grunnforsenda lífs og því hafa vísindamenn leitt líkum að því að hugsanlega hafi líf haft tíma til að kvikna á Mars áður en reikistjarnan glataði lofthjúpi sínum og fljótandi vatn á yfirborðinu fraus.„Útilokar þú það?“ Hugmyndin um framþróaða siðmenningu Marsbúa hefur hins vegar eingöngu birst í kvikmyndum og bókum dreyminna jarðarbúa. Það stöðvaði þó ekki repúblikanann Dana Rohrabacher, þingmann frá Kaliforníu og fulltrúa í vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í að spyrja vísindamenn NASA hvort mögulegt sé að geimverur hafi þróað siðmenningu á Mars fyrir „þúsundum ára“. „Það eru engar vísbendingar um slíkt sem ég veit um,“ svaraði Ken Farley, prófessor í jarðefnafræði við Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech). Hann benti Rohrabacher einnig á að gögn frá Mars bendi til þess að aðstæður þar hafi verið aðrar og betri fyrir milljörðum ára en ekki þúsundum ára. Í raun telja vísindamenn að ef vatn flaut í raun um yfirborð Mars þá hafi það verið fyrir um 3,6 milljörðum ára.Repúblikaninn Dana Rohrabacher virðist hafa sérstakar hugmyndir um sólkerfið okkar.Vísir/EPARohrabacher var þó ekki alveg af baki dottinn og spurði Farley hvort að hann myndi útiloka að geimverur hafi verið á Mars. Sumir teldu það. „Ég myndi segja að það væri gríðarlega ósennilegt,“ svaraði Farley stuttlega, að því er kemur fram í frétt Space.com.Vildi vita hvenær koltvísýringur yrði hættulegur heilsu fólks Það er þó ekki aðeins um eðli og tímasetningu mögulegs lífs á Mars sem Rohrabacher hefur verið úti á túni með. Hann er á meðal fjölda flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum sem neitar að samþykkja niðurstöður vísindamanna um allan heim að loftslagsbreytingar eigi sér stað á jörðinni og að þær séu af völdum manna. Spurði hann meðal annars John Holdren, þáverandi vísindaráðgjafa Baracks Obama, þegar hann kom fyrir þingnefndina við hvaða mörk gróðurhúsalofttegundin koltvísýringur yrði hættulegur heilsu manna. Vísindamenn vara við auknum styrki koltvísýrings, og annarra gróðurhúsalofttegunda, í lofthjúpi jarðar vegna þess að hann veldur hlýnun loftslags, ekki vegna þess að hann hafi bein heilsufarsleg áhrif á menn við núverandi styrk í lofthjúpnum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra spurningar Rohrabacher og svör Farley um siðmenningu á Mars.
Vísindi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira