Kim Jon-un heitir því að halda áfram „gjafasendingum“ til Bandaríkjamanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2017 07:46 Frá tilraunaskoti Norður-Kóreumanna í gær. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja flaugina geta borið kjarnaodd. Vísir/afp Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, heitir því að hverfa aldrei frá áframhaldandi þróun kjarnorkuvopna og halda áfram að senda yfirvöldum í Bandaríkjunum „gjafir“ í formi eldflauga- og kjarnorkuprófana. Yfirvöld Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafa svarað fyrir nýjasta tilraunaskot Norður-Kóreu, það fyrsta á langdrægri eldflaug, með stífum varnaræfingum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrirskipaði æfingarnar í samráði við Bandaríkin til að sýna Norður-Kóreu fram á traustan eldflaugaflota ríkjanna. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar flutti ríkissjónvarpsstöð Norður Kóreu, KCNA, fréttir af því í dag að leiðtoganum, Kim Jong-un, þætti mikið til langdrægu eldflaugarinnar koma. Þá var eldflaugin sögð geta borið stóran kjarnaodd. KCNA sagði Kim Jong un enn fremur hafa hvatt sérfræðinga sína til að „senda í auknum mæli stórar og smáar „gjafasendingar“ til Kananna,“ og vísaði þar til tilraunaskotanna. Þá lýstu yfirvöld Norður-Kóreu einnig yfir ánægju sinni með að nýjasta tilraunaskotið, og það best heppnaða til þessa, skyldi hefjast á loft á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Bandarískir sérfræðingar telja að flaug Norður-Kóreu, sem skotið var á loft í gær, gæti náð til Alaska. Þá hafa Bandarísk stjórnvöld farið fram á að fundur verði haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eins fljótt og auðið verður vegna eldflaugartilraunarinnar. Búist er við að ráðið fundi í dag. Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sendir nágrönnum sínum skilaboð. 4. júlí 2017 11:00 Öryggisráðið komi saman vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi sem fyrst vegna eldflaugartilraunar Norður-Kóreu. Búist er við að fundur verði haldinn strax á morgun. 4. júlí 2017 21:17 Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, heitir því að hverfa aldrei frá áframhaldandi þróun kjarnorkuvopna og halda áfram að senda yfirvöldum í Bandaríkjunum „gjafir“ í formi eldflauga- og kjarnorkuprófana. Yfirvöld Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafa svarað fyrir nýjasta tilraunaskot Norður-Kóreu, það fyrsta á langdrægri eldflaug, með stífum varnaræfingum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrirskipaði æfingarnar í samráði við Bandaríkin til að sýna Norður-Kóreu fram á traustan eldflaugaflota ríkjanna. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar flutti ríkissjónvarpsstöð Norður Kóreu, KCNA, fréttir af því í dag að leiðtoganum, Kim Jong-un, þætti mikið til langdrægu eldflaugarinnar koma. Þá var eldflaugin sögð geta borið stóran kjarnaodd. KCNA sagði Kim Jong un enn fremur hafa hvatt sérfræðinga sína til að „senda í auknum mæli stórar og smáar „gjafasendingar“ til Kananna,“ og vísaði þar til tilraunaskotanna. Þá lýstu yfirvöld Norður-Kóreu einnig yfir ánægju sinni með að nýjasta tilraunaskotið, og það best heppnaða til þessa, skyldi hefjast á loft á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Bandarískir sérfræðingar telja að flaug Norður-Kóreu, sem skotið var á loft í gær, gæti náð til Alaska. Þá hafa Bandarísk stjórnvöld farið fram á að fundur verði haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eins fljótt og auðið verður vegna eldflaugartilraunarinnar. Búist er við að ráðið fundi í dag.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sendir nágrönnum sínum skilaboð. 4. júlí 2017 11:00 Öryggisráðið komi saman vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi sem fyrst vegna eldflaugartilraunar Norður-Kóreu. Búist er við að fundur verði haldinn strax á morgun. 4. júlí 2017 21:17 Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sendir nágrönnum sínum skilaboð. 4. júlí 2017 11:00
Öryggisráðið komi saman vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi sem fyrst vegna eldflaugartilraunar Norður-Kóreu. Búist er við að fundur verði haldinn strax á morgun. 4. júlí 2017 21:17
Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28