Sveiflukenndur áratugur í útgáfubransanum Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. júlí 2017 10:30 Haraldur Leví Gunnarsson hefur næstum í heilan áratug verið eini maðurinn við stýrið hjá útgáfufyrirtækinu Record Records. Vísir/Ernir Íslenska plötuútgáfan Record Records fagnar nú á árinu 10 ára starfsafmæli. Útgáfan er nú ekki stór – hún hefur þegar best hefur látið haft tvo starfsmenn, en hefur svo sannarlega látið til sín taka og gefið út plötur eftir bestu tónlistarmenn landsins; Of Monsters and Men, Mammút, Retro Stefson og Júníus Meyvant svo örfáir séu nefndir. Í tilefni afmælisins verður gefin út í dag safnplatan Record Records 10th Anniversary og mun hún innihalda nokkur af vinsælustu lögunum með hljómsveitum og tónlistarfólki sem hefur gefið út hjá útgáfunni. Maðurinn bak við hið heiðarlega útgáfufyrirtæki Record Records er Haraldur Leví Gunnarsson.Hvernig hafa árin tíu verið hjá þér í þessum sviptingasama bransa? „Árin hafa verið upp og niður og aftur upp og aftur niður. Þetta byrjaði rólega hjá mér, var eiginlega bara hobbí fyrstu tvö árin. Það var ekki fyrr en 2009 sem ég fór í þetta af alvöru krafti. Svo fór þetta alveg á flug hjá mér 2011 þegar fyrsta Of Monsters and Men platan kom út og gerði manni kleift að gera ennþá meira,“ segir Haraldur en hann byrjaði útgáfuna árið 2007 og var hún þá eins og hann segir bara áhugamál sem hann stundaði á milli þess sem hann afgreiddi hljómplötur í verslun í Reykjavík og trommaði með hljómsveitinni Lada Sport.Menn hafa talað um að útgáfubransinn sé gjörsamlega hruninn, en Record Records lifir enn 10 árum síðar. Er það að þínu viti rétt að útgáfubransinn sé aðeins að detta í gang núna eftir ákveðna lægð? „Já – það er allavega mikið af nýjum góðum plötum að koma út í ár. Í fyrra var eiginlega þurrkatímabil, það kom bara eiginlega ekkert út þá. Við gáfum jú reyndar út bestu plötuna, með Júníusi Meyvant,“ segir Haraldur hlæjandi „Jú, Mugison var með plötu líka. En það var mjög lítið um útgáfu í fyrra, svona miðað við oft áður. Þetta ár er rúmlega hálfnað og fram að þessu er það mjög áhugavert. Þetta er náttúrulega spurning um framboð og eftirspurn – aðallega í þessu tilfelli framboð. Það koma tímabil þar sem hljómsveitum gengur illa að semja og gefa út plötur, svo koma góð ár inn á milli. Tónlistarneysla hefur aldrei verið meiri en hún er í dag, þó svo að „físíkal“ eintökin seljist minna.“Hvað er fram undan hjá Record Records? „Fram undan er náttúrulega bara að halda áfram, halda áfram að berjast og gefa út góða tónlist. Ég tók að mér fyrir þremur árum að gerast umboðsmaður Júníusar Meyvants. Það tekur frá manni mestan daginn. Við erum að klára að fylgja eftir síðustu plötu og þannig. Síðan er að koma út ný Mammútplata í næstu viku og í september erum við að gefa út endurútgáfu af Fólk er fífl með Botnleðju á vínyl. Annars er bara verið að undirbúa nýja plötu með Júníusi Meyvant sem kemur út á næsta ári.“ Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Íslenska plötuútgáfan Record Records fagnar nú á árinu 10 ára starfsafmæli. Útgáfan er nú ekki stór – hún hefur þegar best hefur látið haft tvo starfsmenn, en hefur svo sannarlega látið til sín taka og gefið út plötur eftir bestu tónlistarmenn landsins; Of Monsters and Men, Mammút, Retro Stefson og Júníus Meyvant svo örfáir séu nefndir. Í tilefni afmælisins verður gefin út í dag safnplatan Record Records 10th Anniversary og mun hún innihalda nokkur af vinsælustu lögunum með hljómsveitum og tónlistarfólki sem hefur gefið út hjá útgáfunni. Maðurinn bak við hið heiðarlega útgáfufyrirtæki Record Records er Haraldur Leví Gunnarsson.Hvernig hafa árin tíu verið hjá þér í þessum sviptingasama bransa? „Árin hafa verið upp og niður og aftur upp og aftur niður. Þetta byrjaði rólega hjá mér, var eiginlega bara hobbí fyrstu tvö árin. Það var ekki fyrr en 2009 sem ég fór í þetta af alvöru krafti. Svo fór þetta alveg á flug hjá mér 2011 þegar fyrsta Of Monsters and Men platan kom út og gerði manni kleift að gera ennþá meira,“ segir Haraldur en hann byrjaði útgáfuna árið 2007 og var hún þá eins og hann segir bara áhugamál sem hann stundaði á milli þess sem hann afgreiddi hljómplötur í verslun í Reykjavík og trommaði með hljómsveitinni Lada Sport.Menn hafa talað um að útgáfubransinn sé gjörsamlega hruninn, en Record Records lifir enn 10 árum síðar. Er það að þínu viti rétt að útgáfubransinn sé aðeins að detta í gang núna eftir ákveðna lægð? „Já – það er allavega mikið af nýjum góðum plötum að koma út í ár. Í fyrra var eiginlega þurrkatímabil, það kom bara eiginlega ekkert út þá. Við gáfum jú reyndar út bestu plötuna, með Júníusi Meyvant,“ segir Haraldur hlæjandi „Jú, Mugison var með plötu líka. En það var mjög lítið um útgáfu í fyrra, svona miðað við oft áður. Þetta ár er rúmlega hálfnað og fram að þessu er það mjög áhugavert. Þetta er náttúrulega spurning um framboð og eftirspurn – aðallega í þessu tilfelli framboð. Það koma tímabil þar sem hljómsveitum gengur illa að semja og gefa út plötur, svo koma góð ár inn á milli. Tónlistarneysla hefur aldrei verið meiri en hún er í dag, þó svo að „físíkal“ eintökin seljist minna.“Hvað er fram undan hjá Record Records? „Fram undan er náttúrulega bara að halda áfram, halda áfram að berjast og gefa út góða tónlist. Ég tók að mér fyrir þremur árum að gerast umboðsmaður Júníusar Meyvants. Það tekur frá manni mestan daginn. Við erum að klára að fylgja eftir síðustu plötu og þannig. Síðan er að koma út ný Mammútplata í næstu viku og í september erum við að gefa út endurútgáfu af Fólk er fífl með Botnleðju á vínyl. Annars er bara verið að undirbúa nýja plötu með Júníusi Meyvant sem kemur út á næsta ári.“
Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira