Úllen dúllen doff-dómgæsla í Grindavík | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2017 14:30 Guðmundur Ársæll Guðmundsson, dómari, sneri aftur í Pepsi-deildina eftir fjórar umferðir í frystikistunni og dæmdi leik Grindavíkur og ÍBV í 8. umferðinni þar sem Grindavík vann enn einn sigurinn. Guðmundur Ársæll hefur ekki dæmt í Pepsi-deildinni síðan í þriðju umferð þegar hann rak rangan mann út af í leik KA og Fjölnis. Það verður seint sagt að Pepsi-mörkin hafi verið hrifin af endurkomu Guðmundar Ársæls sem gaf átta gul spjöld og eitt rautt sem var ansi harður dómur fyrir dýfu á Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmann ÍBV. „Verðum við ekki að ætlast til þess að dómgæslan sé betri en tilviljanakennd spjöld í leik þar sem í mesta lagi áttu að fara á loft tvö til þrjú gul spjöld,“ sagði Hörður Magnússon, stjórnandi Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Það er sennilega rangt hjá þér að segja að þetta bitnaði á hvorugu liðinu því það bitnaði á Eyjaliðinu að missa Kaj Leo í leikbann og það bitnar klárlega á Grindavík að missa Brynjar Ásgeir í leikbann. Það skipti samt ekki sköpum um úrslit leiksins,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson og bætti við: „Maður vill bara sjá einhverja línu. Mörg af þessum spjöldum áttu ekki rétt á sér en stundum grísaði hann á rétt.“ Hörður Magnússon sýndi svo hvernig Guðmundur Ársæll sá ekki augljósa hendi á Sam Hewson í aðdraganda þriðja marks leiksins sem Andri Rúnar Bjarnason skoraði. „Þetta var svolítið úllen dúllen doff. Ég vil ekki vera leiðinlegur en þetta er bara ekki boðlegt,“ sagði Hörður Magnússon. Alla umræðuna og atvikin má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 3-1 | Eyjamenn réðu ekkert við Andra Rúnar | Sjáðu mörkin Grindavík vann sinn fimmta sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar Eyjamenn komu í heimsókn. 18. júní 2017 20:15 Óskar Hrafn: Willum talar eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja | Myndband Óskar Hrafn Þorvaldsson skilur ekkert í ummælum Willums Þórs Þórssonar, þjálfara KR. 20. júní 2017 12:00 Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45 Andri Rúnar búinn að ná bronsskó síðasta árs í átta leikjum Framherji Grindavíkur er sá heitasti í Pepsi-deildinni í dag. 19. júní 2017 10:30 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Guðmundur Ársæll Guðmundsson, dómari, sneri aftur í Pepsi-deildina eftir fjórar umferðir í frystikistunni og dæmdi leik Grindavíkur og ÍBV í 8. umferðinni þar sem Grindavík vann enn einn sigurinn. Guðmundur Ársæll hefur ekki dæmt í Pepsi-deildinni síðan í þriðju umferð þegar hann rak rangan mann út af í leik KA og Fjölnis. Það verður seint sagt að Pepsi-mörkin hafi verið hrifin af endurkomu Guðmundar Ársæls sem gaf átta gul spjöld og eitt rautt sem var ansi harður dómur fyrir dýfu á Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmann ÍBV. „Verðum við ekki að ætlast til þess að dómgæslan sé betri en tilviljanakennd spjöld í leik þar sem í mesta lagi áttu að fara á loft tvö til þrjú gul spjöld,“ sagði Hörður Magnússon, stjórnandi Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Það er sennilega rangt hjá þér að segja að þetta bitnaði á hvorugu liðinu því það bitnaði á Eyjaliðinu að missa Kaj Leo í leikbann og það bitnar klárlega á Grindavík að missa Brynjar Ásgeir í leikbann. Það skipti samt ekki sköpum um úrslit leiksins,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson og bætti við: „Maður vill bara sjá einhverja línu. Mörg af þessum spjöldum áttu ekki rétt á sér en stundum grísaði hann á rétt.“ Hörður Magnússon sýndi svo hvernig Guðmundur Ársæll sá ekki augljósa hendi á Sam Hewson í aðdraganda þriðja marks leiksins sem Andri Rúnar Bjarnason skoraði. „Þetta var svolítið úllen dúllen doff. Ég vil ekki vera leiðinlegur en þetta er bara ekki boðlegt,“ sagði Hörður Magnússon. Alla umræðuna og atvikin má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 3-1 | Eyjamenn réðu ekkert við Andra Rúnar | Sjáðu mörkin Grindavík vann sinn fimmta sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar Eyjamenn komu í heimsókn. 18. júní 2017 20:15 Óskar Hrafn: Willum talar eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja | Myndband Óskar Hrafn Þorvaldsson skilur ekkert í ummælum Willums Þórs Þórssonar, þjálfara KR. 20. júní 2017 12:00 Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45 Andri Rúnar búinn að ná bronsskó síðasta árs í átta leikjum Framherji Grindavíkur er sá heitasti í Pepsi-deildinni í dag. 19. júní 2017 10:30 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 3-1 | Eyjamenn réðu ekkert við Andra Rúnar | Sjáðu mörkin Grindavík vann sinn fimmta sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar Eyjamenn komu í heimsókn. 18. júní 2017 20:15
Óskar Hrafn: Willum talar eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja | Myndband Óskar Hrafn Þorvaldsson skilur ekkert í ummælum Willums Þórs Þórssonar, þjálfara KR. 20. júní 2017 12:00
Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45
Andri Rúnar búinn að ná bronsskó síðasta árs í átta leikjum Framherji Grindavíkur er sá heitasti í Pepsi-deildinni í dag. 19. júní 2017 10:30