Læknar gagnrýna Evrópudómstólinn fyrir dóm um bólusetningu Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 16:47 Maðurinn greindist með MS-sjúkdóminn ári eftir að hann var bólusettur gegn lifrarbólgu B. Engin vísindaleg gögn benda þó til orsakasamhengis þar á milli. Vísir/EPA Rekja má veikindi til bólusetninga fyrir dómi þrátt fyrir að engin vísindaleg gögn bendi til orsakasamhengis samkvæmt leiðbeiningum sem Evrópudómstóllinn gaf út í gær. Læknar furða sig á niðurstöðunni. Leiðbeiningarnar voru gefnar út í tengslum við mál fransks manns sem fékk MS-sjúkdóminn ári eftir að hann var bólusettur gegn lifrarbólgu B árið 1998. Maðurinn sakaði lyfjafyrirtækið sem framleiddi bóluefnið um að bera ábyrgð á veikindum sínum. Engar vísindalegar rannsóknir benda til þess að samhengi sé á milli veikinda mannsins og bólusetningarinnar. Dómstóllinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að tengja mætti sjúkdóm við bólusetningu fyrir dómi ef hann gerði vart við sig eftir bólusetninguna, manneskjan hefði verið heilbrigð fyrir hana og engin fjölskyldusaga væri um slík veikindi og ef tiltölulegur fjöldi fólks veiktist á sama hátt.Franskur maður skaut máli sínu gegn framleiðanda bóluefnis til Evrópudómstólsins í Lúxemborg.Vísir/GettySetur öfuga sönnunarbyrði á framleiðendur bóluefnisSérfræðingar sem CNN-fréttastöðin hefur haft samband við eru uggandi yfir afleiðingum og þýðingu tilmæla Evrópudómstólsins. Tony Fox, prófessor í lyflækningum við Konungsháskólann í London, segir að með þessu sé Evrópudómstóllinn að gefa dómstólum í Evrópu leyfi til þess að fella dóma um orsakasamhengi án þess að reiða sig á álit sérfræðinga. „Maður gæti allt eins sagt, „ef þetta bóluefni veldur MS, hvers vegna fengu þá milljónir manna sem voru bólusetttar ekki MS? Hvers vegna eru svona margir með MS sem hafa aldrei fengið þetta bóluefni?““ segir hann. Engin orsakatengsl eru á milli bólusetningar gegn lifrarbólgu B og MS-sjúkdómsins. Keith Neal, prófessor emerítus í faraldsfræði við Nottingham-háskóla, segir það jafnframt ekki koma á óvart að nokkur tilfelli MS komi upp fljótlega eftir bólusetningu á unglingsárum því að á þeim árum láti sjúkdómurinn gjarnan á sér kræla. „Það sem þeir eru að segja er að bóluefnið valdi MS-sjúkdómi sjúklings ef það er ekki hægt að sanna að það geri það ekki og það er nánast ómögulegt eins og þetta er orðað,“ segir Neal sem telur leiðbeiningar dómsins geta haft áhrif á öll lyf og þróun þeirra í framtíðinni. Peter Openshaw, forseti Breska ónæmisfræðifélagsins og prófessor í tilraunalækningum við Imperial College í London, segir það áhyggjuefni að Evrópudómstóllinn dómarar megi álita að bóluefni hafi valdið sjúkdómum jafnvel þó að engin vísindaleg gögn bendi til þess. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Rekja má veikindi til bólusetninga fyrir dómi þrátt fyrir að engin vísindaleg gögn bendi til orsakasamhengis samkvæmt leiðbeiningum sem Evrópudómstóllinn gaf út í gær. Læknar furða sig á niðurstöðunni. Leiðbeiningarnar voru gefnar út í tengslum við mál fransks manns sem fékk MS-sjúkdóminn ári eftir að hann var bólusettur gegn lifrarbólgu B árið 1998. Maðurinn sakaði lyfjafyrirtækið sem framleiddi bóluefnið um að bera ábyrgð á veikindum sínum. Engar vísindalegar rannsóknir benda til þess að samhengi sé á milli veikinda mannsins og bólusetningarinnar. Dómstóllinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að tengja mætti sjúkdóm við bólusetningu fyrir dómi ef hann gerði vart við sig eftir bólusetninguna, manneskjan hefði verið heilbrigð fyrir hana og engin fjölskyldusaga væri um slík veikindi og ef tiltölulegur fjöldi fólks veiktist á sama hátt.Franskur maður skaut máli sínu gegn framleiðanda bóluefnis til Evrópudómstólsins í Lúxemborg.Vísir/GettySetur öfuga sönnunarbyrði á framleiðendur bóluefnisSérfræðingar sem CNN-fréttastöðin hefur haft samband við eru uggandi yfir afleiðingum og þýðingu tilmæla Evrópudómstólsins. Tony Fox, prófessor í lyflækningum við Konungsháskólann í London, segir að með þessu sé Evrópudómstóllinn að gefa dómstólum í Evrópu leyfi til þess að fella dóma um orsakasamhengi án þess að reiða sig á álit sérfræðinga. „Maður gæti allt eins sagt, „ef þetta bóluefni veldur MS, hvers vegna fengu þá milljónir manna sem voru bólusetttar ekki MS? Hvers vegna eru svona margir með MS sem hafa aldrei fengið þetta bóluefni?““ segir hann. Engin orsakatengsl eru á milli bólusetningar gegn lifrarbólgu B og MS-sjúkdómsins. Keith Neal, prófessor emerítus í faraldsfræði við Nottingham-háskóla, segir það jafnframt ekki koma á óvart að nokkur tilfelli MS komi upp fljótlega eftir bólusetningu á unglingsárum því að á þeim árum láti sjúkdómurinn gjarnan á sér kræla. „Það sem þeir eru að segja er að bóluefnið valdi MS-sjúkdómi sjúklings ef það er ekki hægt að sanna að það geri það ekki og það er nánast ómögulegt eins og þetta er orðað,“ segir Neal sem telur leiðbeiningar dómsins geta haft áhrif á öll lyf og þróun þeirra í framtíðinni. Peter Openshaw, forseti Breska ónæmisfræðifélagsins og prófessor í tilraunalækningum við Imperial College í London, segir það áhyggjuefni að Evrópudómstóllinn dómarar megi álita að bóluefni hafi valdið sjúkdómum jafnvel þó að engin vísindaleg gögn bendi til þess.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira