Microbit og hugrekki í íslensku menntakerfi Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 14. júní 2017 10:58 Í háværri umræðu um íslenskt menntakerfi gleymist gjarnan að draga fram þá einstöku stöðu sem íslensk þjóð býr yfir sem getur, samhliða annarri þróun, skilað okkur framúrskarandi árangri í menntamálum. Á Íslandi búum við í litlu samfélagi sem m.a. getur skilað árangursríku nábýli menntakerfis og atvinnulífs og, þrátt fyrir allt, eigum við menntakerfi sem stuðlar að jöfnuði og tækifærum til handa öllum börnum. Þetta eru m.a. ástæður þess að menntakerfið okkar ætti að geta brugðist við þróun í samfélaginu með kvikari hætti en aðrar þjóðir og vegna þess hve sterkar stoðir við eigum bæði í menntakerfinu og atvinnulífinu ættum við að geta skilað árangri sem eftir er tekið á heimsvísu. Nauðsynleg þróun á íslensku menntakerfi snýr að aðferðafræði og nálgun fremur en að efla hefðbundna þekkingarmiðlun. Með þessu á ég við að við þurfum að tileinka okkur nýjan hugsun þegar kemur að því hvernig við bregðumst við þróun og breyttum aðstæðum. Við þurfum að þora að fara af stað án þess að vita nákvæmlega hvert vegferðin leiðir okkur og á sama hátt þurfum við að leyfa börnum að leggja í rannsóknir og leita svara sem við þekkjum ekki. Þannig mun hlutverk þeirra sem að menntun koma í auknu mæli þróast í að skapa vettvang, aðstæður og grunn fyrir nemendur frekar en að miðla með markvissum hætti svörunum við öllum spurningunum sem við vitum. Það eru ekki svörin sem munu skila bestum árangri sem völ er á í íslensku menntakerfi. Á sama hátt verður hæfni í lausnamiðun, hugmyndaauðgi og rökhugsun ekki þjálfuð nema í umhverfi sem er vel til þess fallið að ýta undir slíka færni. Á nýliðnum vetri var farið af stað með mikilvægt verkefni fyrir íslenskt samfélag sem í raun byggir á þeim þáttum sem nefndir eru hér fyrir ofan. Microbit eða Kóðinn 1.0 er sameiginlegt verkefni opinberra aðila, fjölmiðla, atvinnulífs og íslensks menntakerfis. Verkefnið byggir á mikilvægi þess að unnið sé markvisst með forritunarkennslu, skapandi hugsun, hugmyndaauðgi og lausnamiðun. Aðilar tóku höndum saman um kaup og dreifingu á forritanlegum smátölvum, þróuðu efni og miðluðu þekkingu og hugmyndum eftir því sem framvinda gaf tilefni til. Niðurstaðan er sú að árangurinn fór fram úr björtustu vonum og verkefnið vekur athygli víða um heim, fyrst og fremst vegna aðferðafræðinnar og þeirrar nálgunar sem lögð var til grundvallar. Í upphafi var ekki vitað hver þróunin yrði og við þekktum ekki svörin við öllum spurningum en fjöldi aðila, og þar eru kennarar fremstir í flokki, höfðu hugrekki til að taka af skarið og taka afstöðu með hinu mikilvæga en lítt þekkta viðfangsefni. Það þarf hugrekki til að sleppa tökunum á „kerfinu“ sem við þekkjum og innleiða nýja hugsun. Það þarf líka hugrekki til að horfast í augu við það að svörin sem við þekkjum eru ekki svörin sem börnin okkar þurfa mest á að halda í framtíðinni. Ef við höfum kjark til að horfast í augu við þetta er okkur ekkert að vanbúnaði og við erum stóru skrefi nær því að tryggja börnunum okkar og íslensku atvinnulífi bjarta framtíð. Höfundur er sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í háværri umræðu um íslenskt menntakerfi gleymist gjarnan að draga fram þá einstöku stöðu sem íslensk þjóð býr yfir sem getur, samhliða annarri þróun, skilað okkur framúrskarandi árangri í menntamálum. Á Íslandi búum við í litlu samfélagi sem m.a. getur skilað árangursríku nábýli menntakerfis og atvinnulífs og, þrátt fyrir allt, eigum við menntakerfi sem stuðlar að jöfnuði og tækifærum til handa öllum börnum. Þetta eru m.a. ástæður þess að menntakerfið okkar ætti að geta brugðist við þróun í samfélaginu með kvikari hætti en aðrar þjóðir og vegna þess hve sterkar stoðir við eigum bæði í menntakerfinu og atvinnulífinu ættum við að geta skilað árangri sem eftir er tekið á heimsvísu. Nauðsynleg þróun á íslensku menntakerfi snýr að aðferðafræði og nálgun fremur en að efla hefðbundna þekkingarmiðlun. Með þessu á ég við að við þurfum að tileinka okkur nýjan hugsun þegar kemur að því hvernig við bregðumst við þróun og breyttum aðstæðum. Við þurfum að þora að fara af stað án þess að vita nákvæmlega hvert vegferðin leiðir okkur og á sama hátt þurfum við að leyfa börnum að leggja í rannsóknir og leita svara sem við þekkjum ekki. Þannig mun hlutverk þeirra sem að menntun koma í auknu mæli þróast í að skapa vettvang, aðstæður og grunn fyrir nemendur frekar en að miðla með markvissum hætti svörunum við öllum spurningunum sem við vitum. Það eru ekki svörin sem munu skila bestum árangri sem völ er á í íslensku menntakerfi. Á sama hátt verður hæfni í lausnamiðun, hugmyndaauðgi og rökhugsun ekki þjálfuð nema í umhverfi sem er vel til þess fallið að ýta undir slíka færni. Á nýliðnum vetri var farið af stað með mikilvægt verkefni fyrir íslenskt samfélag sem í raun byggir á þeim þáttum sem nefndir eru hér fyrir ofan. Microbit eða Kóðinn 1.0 er sameiginlegt verkefni opinberra aðila, fjölmiðla, atvinnulífs og íslensks menntakerfis. Verkefnið byggir á mikilvægi þess að unnið sé markvisst með forritunarkennslu, skapandi hugsun, hugmyndaauðgi og lausnamiðun. Aðilar tóku höndum saman um kaup og dreifingu á forritanlegum smátölvum, þróuðu efni og miðluðu þekkingu og hugmyndum eftir því sem framvinda gaf tilefni til. Niðurstaðan er sú að árangurinn fór fram úr björtustu vonum og verkefnið vekur athygli víða um heim, fyrst og fremst vegna aðferðafræðinnar og þeirrar nálgunar sem lögð var til grundvallar. Í upphafi var ekki vitað hver þróunin yrði og við þekktum ekki svörin við öllum spurningum en fjöldi aðila, og þar eru kennarar fremstir í flokki, höfðu hugrekki til að taka af skarið og taka afstöðu með hinu mikilvæga en lítt þekkta viðfangsefni. Það þarf hugrekki til að sleppa tökunum á „kerfinu“ sem við þekkjum og innleiða nýja hugsun. Það þarf líka hugrekki til að horfast í augu við það að svörin sem við þekkjum eru ekki svörin sem börnin okkar þurfa mest á að halda í framtíðinni. Ef við höfum kjark til að horfast í augu við þetta er okkur ekkert að vanbúnaði og við erum stóru skrefi nær því að tryggja börnunum okkar og íslensku atvinnulífi bjarta framtíð. Höfundur er sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun