Ómar Ingi: Þurfum að laga smáatriðin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júní 2017 15:00 Ómar Ingi hefur sig til flugs á æfingu landsliðsins. vísir/ernir Ómar Ingi Magnússon átti ágæta innkomu þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir því tékkneska í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn. Hann skoraði eitt mark og gaf nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Ómar Ingi og félagar hans í íslenska liðinu fá tækifæri til að tryggja sér sæti á EM þegar þeir mæta Úkraínu í kvöld. Sigur kemur Íslandi á EM en jafntefli eða tap þýðir að strákarnir sitja eftir með sárt ennið. En hvernig leggst leikurinn í Ómar Inga? „Bara vel. Við þurfum að sjálfsögðu að gera hlutina aðeins betur, sérstaklega nýta skotin okkar betur. Við fengum fín færi í síðasta leik sem við þurfum að nýta betur. Þá gengur sóknin sjálfsagt betur,“ sagði Selfyssingurinn í samtali við Vísi. „Það voru margir fínir hlutir í síðasta leik. Við þurfum að bæta ofan á það og laga smáatriðin.“ Ómar Ingi kvaðst nokkuð sáttur með sína innkomu gegn Tékkum. „Þetta gekk bara þokkalega. Þetta er alltaf gaman, að koma inn á og berjast. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Ómar Ingi sem var að klára sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Hann lék með Aarhus í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og komst vel frá sínu. En er mikill munur á dönsku og íslensku deildinni? „Að sjálfsögðu. Það er auðvitað betri handbolti þar. Ég er ánægður með áskorunina og klár í næsta tímabil,“ sagði Ómar Ingi. „Hvert lið er kannski með 3-4 betri leikmenn að meðaltali. Það er smá klassamunur á heildina litið.“ En telur Ómar Ingi að hann sé mikið betri leikmaður í dag en áður en hann fór út í atvinnumennskuna? „Ég tel mig hafa bætt mig eitthvað. Maður reynir að bæta sig á hverjum degi og það skilar sér á endanum,“ sagði Ómar Ingi sem leikur sinn sautjánda A-landsleik í kvöld. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. 14. júní 2017 18:00 Ýmir kemur inn fyrir Gunnar Stein Geir Sveinsson gerir eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Úkraínu í undankeppni EM 2018 í kvöld. 18. júní 2017 13:56 Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Aron: Eigum harma að hefna Aron Pálmarsson segir að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að vinna það úkraínska í kvöld og tryggja sér þar með sæti á EM. 18. júní 2017 12:39 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon átti ágæta innkomu þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir því tékkneska í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn. Hann skoraði eitt mark og gaf nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Ómar Ingi og félagar hans í íslenska liðinu fá tækifæri til að tryggja sér sæti á EM þegar þeir mæta Úkraínu í kvöld. Sigur kemur Íslandi á EM en jafntefli eða tap þýðir að strákarnir sitja eftir með sárt ennið. En hvernig leggst leikurinn í Ómar Inga? „Bara vel. Við þurfum að sjálfsögðu að gera hlutina aðeins betur, sérstaklega nýta skotin okkar betur. Við fengum fín færi í síðasta leik sem við þurfum að nýta betur. Þá gengur sóknin sjálfsagt betur,“ sagði Selfyssingurinn í samtali við Vísi. „Það voru margir fínir hlutir í síðasta leik. Við þurfum að bæta ofan á það og laga smáatriðin.“ Ómar Ingi kvaðst nokkuð sáttur með sína innkomu gegn Tékkum. „Þetta gekk bara þokkalega. Þetta er alltaf gaman, að koma inn á og berjast. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Ómar Ingi sem var að klára sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Hann lék með Aarhus í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og komst vel frá sínu. En er mikill munur á dönsku og íslensku deildinni? „Að sjálfsögðu. Það er auðvitað betri handbolti þar. Ég er ánægður með áskorunina og klár í næsta tímabil,“ sagði Ómar Ingi. „Hvert lið er kannski með 3-4 betri leikmenn að meðaltali. Það er smá klassamunur á heildina litið.“ En telur Ómar Ingi að hann sé mikið betri leikmaður í dag en áður en hann fór út í atvinnumennskuna? „Ég tel mig hafa bætt mig eitthvað. Maður reynir að bæta sig á hverjum degi og það skilar sér á endanum,“ sagði Ómar Ingi sem leikur sinn sautjánda A-landsleik í kvöld. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. 14. júní 2017 18:00 Ýmir kemur inn fyrir Gunnar Stein Geir Sveinsson gerir eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Úkraínu í undankeppni EM 2018 í kvöld. 18. júní 2017 13:56 Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30 Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Aron: Eigum harma að hefna Aron Pálmarsson segir að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að vinna það úkraínska í kvöld og tryggja sér þar með sæti á EM. 18. júní 2017 12:39 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. 14. júní 2017 18:00
Ýmir kemur inn fyrir Gunnar Stein Geir Sveinsson gerir eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Úkraínu í undankeppni EM 2018 í kvöld. 18. júní 2017 13:56
Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. 17. júní 2017 15:30
Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00
Aron: Eigum harma að hefna Aron Pálmarsson segir að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að vinna það úkraínska í kvöld og tryggja sér þar með sæti á EM. 18. júní 2017 12:39