Víðishjartað er rosalega sterkt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2017 06:00 Jón Gunnar Sæmundsson er fyrirliði Víðis. vísir/stefán 16-liða úrslit Borgunarbikarkeppni karla hófust í gærkvöldi en alls fara sex leikir fram í kvöld. Meðal þeirra er viðureign Víðis úr Garði og Fylkis suður með sjó. „Bikarkeppnin hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Þetta eru alltaf stærstu leikirnir á árinu, sérstaklega ef við komumst lengra en í 32-liða úrslitin,“ segir Jón Gunnar Sæmundsson, fyrirliði Víðis. Í fyrra féll Víðir úr leik eftir æsispennandi framlengdan leik gegn Selfossi, 4-3, er liðið lék í þriðju deild. Víðismenn fóru þó upp í 2. deildina síðastliðið haust. „Við vorum í þriðju deildinni í átta ár en höfum fengið skemmtilega leiki í bikarnum reglulega. Við lékum til að mynda gegn Val fyrir þremur árum. Það eru svona leikir sem gera sumrin aðeins skemmtilegri.“Tilbúnir í svona leiki Bryngeir Torfason er þjálfari Víðis og lofar sína menn í hástert fyrir árangurinn í bikarnum. Víðir sló til að mynda Keflavík úr leik í 2. umferð keppninnar í ár eftir vítaspyrnukeppni. „Þetta er í raun óvenjugóður árangur. Það er búið að vera stígandi í okkar liði enda erum við með sterkan hóp leikmanna sem kunna allir fótbolta. Þeir eru tilbúnir í svona leiki og langar að ná lengra. Um það snýst bikarinn,“ segir Bryngeir sem æfði vítaspyrnur sérstaklega í gærkvöldi. Jón Gunnar segir að lið Víðis sé að mestu skipað heimamönnum, strákum sem eru annað hvort uppaldir í Garði eða í nærliggjandi sveitarfélögum og eigi rætur að rekja í Garðinn. Þá eru þrír serbneskir leikmenn í liðinu í ár. „Ég myndi segja að Víðishjartað sé rosalega sterkt. Við erum allir af Suðurnesjunum og við fórnum okkur meira en margir aðrir.“ 30 ár frá bikarúrslitum Víðir á að baki fjögur tímabil í efstu deild karla, frá árunum 1985 til 1991. Liðið komst alla leið í bikarúrslitin árið 1987 og sló þá bæði KR og Val, Íslandsmeistara þess árs, úr leik á leið sinni í úrslit. Víðir steinlá þó fyrir Fram í úrslitaleiknum, 5-0. Liðið var síðast í næstefstu deild árið 1999 en hefur síðan þá verið í neðri deildunum. Víðir var í 3. deildinni, sem er fjórða efsta deild á Íslandi, í átta tímabil áður en liðið vann sér sæti í 2. deildinni síðastliðið haust.Býð þá velkomna á Stæðið Sigurinn á Keflavík í vor hafði mikla þýðingu fyrir Víðisliðið og þar á bæ vilja menn ná enn lengra en í 16-liða úrslitin, þó svo að sterkt lið Fylkis sé nú í heimsókn. „Ég hef trú á því að við getum komist áfram. Það er árið 2017 og maður veit aldrei. Liðin á Íslandi eru alltaf að verða jafnari og jafnari. Ég held að það sé aðallega formið sem skilur á milli liðanna, þó svo að það sé auðvitað einhver gæðamunur líka á milli deilda,“ segir Jón Gunnar. „Fylkir er á svipuðu róli og Keflavík. Fylkismenn hafa reyndar staðið sig vel og slógu til að mynda Breiðablik úr leik. En við höfum hjartað.“ Bryngeir þekkir vel til Fylkismanna eftir að hafa þjálfað nokkra leikmenn úr liðinu í dag í 2. flokki fyrir áratug síðan. „Ég býð þá bara velkomna á Stæðið eins og sagt er. Ég hlakka mikið til að hitta þá,“ sagði Bryngeir og brosti. Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
16-liða úrslit Borgunarbikarkeppni karla hófust í gærkvöldi en alls fara sex leikir fram í kvöld. Meðal þeirra er viðureign Víðis úr Garði og Fylkis suður með sjó. „Bikarkeppnin hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Þetta eru alltaf stærstu leikirnir á árinu, sérstaklega ef við komumst lengra en í 32-liða úrslitin,“ segir Jón Gunnar Sæmundsson, fyrirliði Víðis. Í fyrra féll Víðir úr leik eftir æsispennandi framlengdan leik gegn Selfossi, 4-3, er liðið lék í þriðju deild. Víðismenn fóru þó upp í 2. deildina síðastliðið haust. „Við vorum í þriðju deildinni í átta ár en höfum fengið skemmtilega leiki í bikarnum reglulega. Við lékum til að mynda gegn Val fyrir þremur árum. Það eru svona leikir sem gera sumrin aðeins skemmtilegri.“Tilbúnir í svona leiki Bryngeir Torfason er þjálfari Víðis og lofar sína menn í hástert fyrir árangurinn í bikarnum. Víðir sló til að mynda Keflavík úr leik í 2. umferð keppninnar í ár eftir vítaspyrnukeppni. „Þetta er í raun óvenjugóður árangur. Það er búið að vera stígandi í okkar liði enda erum við með sterkan hóp leikmanna sem kunna allir fótbolta. Þeir eru tilbúnir í svona leiki og langar að ná lengra. Um það snýst bikarinn,“ segir Bryngeir sem æfði vítaspyrnur sérstaklega í gærkvöldi. Jón Gunnar segir að lið Víðis sé að mestu skipað heimamönnum, strákum sem eru annað hvort uppaldir í Garði eða í nærliggjandi sveitarfélögum og eigi rætur að rekja í Garðinn. Þá eru þrír serbneskir leikmenn í liðinu í ár. „Ég myndi segja að Víðishjartað sé rosalega sterkt. Við erum allir af Suðurnesjunum og við fórnum okkur meira en margir aðrir.“ 30 ár frá bikarúrslitum Víðir á að baki fjögur tímabil í efstu deild karla, frá árunum 1985 til 1991. Liðið komst alla leið í bikarúrslitin árið 1987 og sló þá bæði KR og Val, Íslandsmeistara þess árs, úr leik á leið sinni í úrslit. Víðir steinlá þó fyrir Fram í úrslitaleiknum, 5-0. Liðið var síðast í næstefstu deild árið 1999 en hefur síðan þá verið í neðri deildunum. Víðir var í 3. deildinni, sem er fjórða efsta deild á Íslandi, í átta tímabil áður en liðið vann sér sæti í 2. deildinni síðastliðið haust.Býð þá velkomna á Stæðið Sigurinn á Keflavík í vor hafði mikla þýðingu fyrir Víðisliðið og þar á bæ vilja menn ná enn lengra en í 16-liða úrslitin, þó svo að sterkt lið Fylkis sé nú í heimsókn. „Ég hef trú á því að við getum komist áfram. Það er árið 2017 og maður veit aldrei. Liðin á Íslandi eru alltaf að verða jafnari og jafnari. Ég held að það sé aðallega formið sem skilur á milli liðanna, þó svo að það sé auðvitað einhver gæðamunur líka á milli deilda,“ segir Jón Gunnar. „Fylkir er á svipuðu róli og Keflavík. Fylkismenn hafa reyndar staðið sig vel og slógu til að mynda Breiðablik úr leik. En við höfum hjartað.“ Bryngeir þekkir vel til Fylkismanna eftir að hafa þjálfað nokkra leikmenn úr liðinu í dag í 2. flokki fyrir áratug síðan. „Ég býð þá bara velkomna á Stæðið eins og sagt er. Ég hlakka mikið til að hitta þá,“ sagði Bryngeir og brosti.
Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira