Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Donald Trump, Theresa May, Recep Tayyip Erdogan, Bjarni Benediktsson og Viktor Orban voru á meðal viðstaddra á leiðtogafundi sem haldinn var í nýjum höfuðstöðvum NATO í Brussel í Belgíu í gær. Nordicphotos/AFP Allra augu voru á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) mættu til fundar í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær. Nýtti hann tækifærið til að endurtaka kunnuglegt stef sitt úr kosningabaráttunni um að hin aðildarríkin eyddu ekki nægilega miklu í varnarmál. „Það eru 23 aðildarríki af 28 sem borga ekki enn eins mikið og þau ættu að borga,“ sagði Trump. Hann bætti því við að ríkin skulduðu þar með framlög aftur í tímann en samkvæmt upplýsingum BBC er það hins vegar ekki rétt. Samkvæmt ársreikningi NATO frá því í fyrra er það aftur á móti rétt að einungis fimm aðildarríki eyddu þeim tveimur prósentum í varnarmál sem bandalagið miðar við. Það eru Bandaríkin, Bretland, Grikkland, Pólland og Eistland. Aftur á móti er um viðmið að ræða en ekki reglu. Ríkjum þar sem framlög til varnarmála eru minni en tvö prósent fjárlaga er því ekki refsað. Trump, sem gagnrýndur hefur verið fyrir samband sitt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, tjáði sig um framtíðarsýn sína á hlutverk NATO. „Atlantshafsbandalag framtíðarinnar þarf að einbeita sér verulega að hryðjuverkum og fólksflutningum sem og ógninni sem stafar af Rússum á austurlandamærum NATO.“ Forsetinn fundaði einnig með Donald Tusk, forseta Evrópuráðsins, og sagðist sá síðarnefndi ekki viss um að þeir hefðu sömu stefnu varðandi Rússland. „En þegar kemur að átökunum í Úkraínu erum við á sama máli,“ sagði Tusk eftir fundinn. Nýleg árás á ensku borgina Manchester kom einnig til tals. Sagði Trump að hryðjuverkamenn þyrfti að stöðva annars myndu atburðirnir í Manchester endurtaka sig endalaust. „Það flæða þúsundir á þúsundir ofan inn í lönd okkar og dreifa sér víða. Í mörgum tilfellum höfum við ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er. Við þurfum að vera hörð, við þurfum að vera sterk og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Trump. Upplýsingum um rannsóknina á árásinni hefur hins vegar verið lekið í bandaríska fjölmiðla. Hafa þeir meðal annars birt myndir og fréttir af rannsókninni sem Trump telur að ógni þjóðaröryggi. Þá þykir víst að lekarnir reyni á samband Bandaríkjanna og Bretlands. Sjálfur hefur Trump heitið því að lekamaðurinn, eða lekamennirnir, verði sóttir til saka. Þá hafa breskir miðlar greint frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sé afar ósátt og muni krefja Trump um útskýringar er þau hittast í Brussel. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Allra augu voru á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) mættu til fundar í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær. Nýtti hann tækifærið til að endurtaka kunnuglegt stef sitt úr kosningabaráttunni um að hin aðildarríkin eyddu ekki nægilega miklu í varnarmál. „Það eru 23 aðildarríki af 28 sem borga ekki enn eins mikið og þau ættu að borga,“ sagði Trump. Hann bætti því við að ríkin skulduðu þar með framlög aftur í tímann en samkvæmt upplýsingum BBC er það hins vegar ekki rétt. Samkvæmt ársreikningi NATO frá því í fyrra er það aftur á móti rétt að einungis fimm aðildarríki eyddu þeim tveimur prósentum í varnarmál sem bandalagið miðar við. Það eru Bandaríkin, Bretland, Grikkland, Pólland og Eistland. Aftur á móti er um viðmið að ræða en ekki reglu. Ríkjum þar sem framlög til varnarmála eru minni en tvö prósent fjárlaga er því ekki refsað. Trump, sem gagnrýndur hefur verið fyrir samband sitt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, tjáði sig um framtíðarsýn sína á hlutverk NATO. „Atlantshafsbandalag framtíðarinnar þarf að einbeita sér verulega að hryðjuverkum og fólksflutningum sem og ógninni sem stafar af Rússum á austurlandamærum NATO.“ Forsetinn fundaði einnig með Donald Tusk, forseta Evrópuráðsins, og sagðist sá síðarnefndi ekki viss um að þeir hefðu sömu stefnu varðandi Rússland. „En þegar kemur að átökunum í Úkraínu erum við á sama máli,“ sagði Tusk eftir fundinn. Nýleg árás á ensku borgina Manchester kom einnig til tals. Sagði Trump að hryðjuverkamenn þyrfti að stöðva annars myndu atburðirnir í Manchester endurtaka sig endalaust. „Það flæða þúsundir á þúsundir ofan inn í lönd okkar og dreifa sér víða. Í mörgum tilfellum höfum við ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er. Við þurfum að vera hörð, við þurfum að vera sterk og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Trump. Upplýsingum um rannsóknina á árásinni hefur hins vegar verið lekið í bandaríska fjölmiðla. Hafa þeir meðal annars birt myndir og fréttir af rannsókninni sem Trump telur að ógni þjóðaröryggi. Þá þykir víst að lekarnir reyni á samband Bandaríkjanna og Bretlands. Sjálfur hefur Trump heitið því að lekamaðurinn, eða lekamennirnir, verði sóttir til saka. Þá hafa breskir miðlar greint frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sé afar ósátt og muni krefja Trump um útskýringar er þau hittast í Brussel.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira