Hamilton: Svona á kappakstur að vera Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. maí 2017 14:17 Hamilton var afar góður í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann sína 55. keppni í Formúlu 1 í dag. Hann vann með klókindum liðsins og frábærum tilþrifum. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Svona á kappakstur að vera, Sebastian [Vettel] var afar fljótur. Keppnisáætlunin okkar gekk fullkomlega upp og okkur tókst að bregðast við. Mér fannst ég hafa átt rétt á plássi inn í fyrstu beygjunni þegar Sebastian tók fram úr en kannski er það ekki rétt svona eftir á að hyggja,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Við spóluðum báðir aðeins í ræsingunni. Ég læsti inn í umrædda fyrstu beygju þegar hann var kominn fram úr. Við reyndum að halda keppninni áfram, baráttan var frábær og kappaksturinn skemmtilegur. Plan C var að taka þriðja þjónustuhléið en það var aldrei neinn tilgangur í því,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum. „Við vorum heppin í dag, Valtteri [Bottas] stoppaði og við komumst á verðlaunapallinn. Það er gott að fá að standa á verðlaunapallinum sem er allt sem við getum óskað okkur eins og staðan er í dag,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji. „Á mjúku dekkjunum hefur maður smá forskot. Sebastian missti tíma fyrir aftan Bottas. Svona er kappakstur. Við verðum bara að gera betur næst,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari.Daniel Ricciardo náði sínum fyrsta verðlaunapalli síðan í Mexíkó í fyrra.Vísir/Getty„Frábær lisðsigur í dag. Það má ekki gleyma Valtteri í jöfnunni. Ferrari þurfti að taka áhættuna á að taka þjónustuhlé snemma, þeir vissu að annars myndum við gera það. Við munum ekki gera Lewis að okkar aðalökumanni. Við höfum aldrei valið okkur aðalökumann og munum ekki gera það. Þetta mun ráðast af sjálfsdáðum,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Þetta var frábær dagur, keppnisáætlun okkar var mikilvæg og verkfræðingarnir okkar stóðu sig afar vel, Pascal [Wehrlein] átti afar góða keppni,“ sagði Monisha Kaltenborn, lisstjóri Sauber. „Ég var ekki einu sinni að pæla í því að vélin væri gömul. Hún virtist þó ekki geta höndlað heila keppni í viðbót. Ég var að reyna að halda uppi hraða í gegnum fyrstu beygju þegar við Kimi [Raikkonen] lentum sama. Það batt svo enda á keppni hans og Max Verstappen,“ sagði Valtteri Bottas sem náði ekki að klára keppnina í dag. Hann spilaði þó mikilvægt hlutverk í því að skapa sigur Hamilton yfir Vettel. Bottas hélt Vettel vel fyrir aftan sig á tímabili. Formúla Tengdar fréttir Svekktur aðdáandi Kimi Raikkonen fékk að hitta hetjuna Kimi Raikkonen datt út strax í fyrstu beygju spænska kappakstursins eftir samstuð við Max Verstappen og Valtteri Bottas. Raikkonen nýtti tímann til að hitta ungan aðdáenda sem tók brotthvarf Finnans nærri sér. 14. maí 2017 13:32 Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 13. maí 2017 20:45 Lewis Hamilton vann á Spáni Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 14. maí 2017 13:41 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton vann sína 55. keppni í Formúlu 1 í dag. Hann vann með klókindum liðsins og frábærum tilþrifum. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Svona á kappakstur að vera, Sebastian [Vettel] var afar fljótur. Keppnisáætlunin okkar gekk fullkomlega upp og okkur tókst að bregðast við. Mér fannst ég hafa átt rétt á plássi inn í fyrstu beygjunni þegar Sebastian tók fram úr en kannski er það ekki rétt svona eftir á að hyggja,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Við spóluðum báðir aðeins í ræsingunni. Ég læsti inn í umrædda fyrstu beygju þegar hann var kominn fram úr. Við reyndum að halda keppninni áfram, baráttan var frábær og kappaksturinn skemmtilegur. Plan C var að taka þriðja þjónustuhléið en það var aldrei neinn tilgangur í því,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum. „Við vorum heppin í dag, Valtteri [Bottas] stoppaði og við komumst á verðlaunapallinn. Það er gott að fá að standa á verðlaunapallinum sem er allt sem við getum óskað okkur eins og staðan er í dag,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji. „Á mjúku dekkjunum hefur maður smá forskot. Sebastian missti tíma fyrir aftan Bottas. Svona er kappakstur. Við verðum bara að gera betur næst,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari.Daniel Ricciardo náði sínum fyrsta verðlaunapalli síðan í Mexíkó í fyrra.Vísir/Getty„Frábær lisðsigur í dag. Það má ekki gleyma Valtteri í jöfnunni. Ferrari þurfti að taka áhættuna á að taka þjónustuhlé snemma, þeir vissu að annars myndum við gera það. Við munum ekki gera Lewis að okkar aðalökumanni. Við höfum aldrei valið okkur aðalökumann og munum ekki gera það. Þetta mun ráðast af sjálfsdáðum,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Þetta var frábær dagur, keppnisáætlun okkar var mikilvæg og verkfræðingarnir okkar stóðu sig afar vel, Pascal [Wehrlein] átti afar góða keppni,“ sagði Monisha Kaltenborn, lisstjóri Sauber. „Ég var ekki einu sinni að pæla í því að vélin væri gömul. Hún virtist þó ekki geta höndlað heila keppni í viðbót. Ég var að reyna að halda uppi hraða í gegnum fyrstu beygju þegar við Kimi [Raikkonen] lentum sama. Það batt svo enda á keppni hans og Max Verstappen,“ sagði Valtteri Bottas sem náði ekki að klára keppnina í dag. Hann spilaði þó mikilvægt hlutverk í því að skapa sigur Hamilton yfir Vettel. Bottas hélt Vettel vel fyrir aftan sig á tímabili.
Formúla Tengdar fréttir Svekktur aðdáandi Kimi Raikkonen fékk að hitta hetjuna Kimi Raikkonen datt út strax í fyrstu beygju spænska kappakstursins eftir samstuð við Max Verstappen og Valtteri Bottas. Raikkonen nýtti tímann til að hitta ungan aðdáenda sem tók brotthvarf Finnans nærri sér. 14. maí 2017 13:32 Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 13. maí 2017 20:45 Lewis Hamilton vann á Spáni Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 14. maí 2017 13:41 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Svekktur aðdáandi Kimi Raikkonen fékk að hitta hetjuna Kimi Raikkonen datt út strax í fyrstu beygju spænska kappakstursins eftir samstuð við Max Verstappen og Valtteri Bottas. Raikkonen nýtti tímann til að hitta ungan aðdáenda sem tók brotthvarf Finnans nærri sér. 14. maí 2017 13:32
Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 13. maí 2017 20:45
Lewis Hamilton vann á Spáni Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 14. maí 2017 13:41