Hávær köll um opinbera rannsókn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Trump var íhugull að loknum fundi sínum með Erdogan. vísir/epa Bandarískir þingmenn pressa mjög á Donald Trump, forseta landsins, að útskýra hvers vegna hann deildi trúnaðarupplýsingum með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands á fundi í Hvíta húsinu í liðinni viku. Sagt var frá því í fyrradag að forsetinn hefði rætt hluti á fundinum sem bundnir hefðu verið trúnaði. Það er fátt lagalega sem aftrar forsetanum frá því að segja það sem honum sýnist. Í þessu tilfelli hafði hins vegar sérstaklega verið farið fram á það að upplýsingunum yrði ekki deilt. Hins vegar er óttast að trúnaðarrofið gæti haft þau áhrif að bandamenn Bandaríkjanna veigri sér við að deila upplýsingum með þeim. Þegar fréttirnar komu fram hafnaði H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, því að forsetinn hefði gert nokkuð slíkt. Síðar meir dró hann í land en hélt því þó til streitu að samskipti forsetans hefðu verið „fullkomlega við hæfi“. Upplýsingarnar vörðuðu málefni tengd Íslamska ríkinu og flugöryggi. Heimildir bandarískra blaða herma að heimildarmaðurinn sé ísraelskur. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki tjá sig. „Sem forseti vildi ég deila þessum upplýsingum með Rússum og ég hef fullkominn rétt til þess,“ tísti Donald Trump eftir að fréttaflutningur af málinu hófst. Sagði hann að mannúðarástæður byggju þar að baki og að hann vildi að Rússar tækju sig á í baráttunni gegn ISIS og hryðjuverkum. Þingmenn, bæði úr röðum Demókrata og Repúblíkana, þó aðallega úr fyrrnefnda flokknum, hafa kallað eftir því að afrit af því sem fór fram á fundinum verði gerð opinber. Þá hafa einhverjir kallað eftir opinberri rannsókn á málinu. Þá var upplýst um það í gær að Trump hefði beðið James Comey, hinn nýrekna forstjóra FBI, um að hætta rannsókn á máli Michaels Flynn, fyrrverandi ráðgjafa Trumps í þjóðaröryggismálum. Þetta kom fram í minnisblaði Comey eftir fund hans með Trump í febrúar. Á meðan á öllu þessu stóð tók Donald Trump á móti Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í Hvíta húsinu. Helsta umræðuefnið á fundinum var nýlega vopnasending Bandaríkjanna til YPG, hersveita Kúrda í Sýrlandi. Þá ítrekaði Erdogan bón sína um að Bandaríkin framseldu klerkinn Fethullah Gulen til Tyrklands. Forsetinn grunar klerkinn um að hafa staðið á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi í fyrrasumar. „Við styðjum Tyrki í baráttunni gegn ISIS og PKK og ábyrgjumst að þau samtök eigi hvergi skjól,“ sagði Trump. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Segir leka hins opinbera vera vandamálið Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“. 16. maí 2017 16:50 Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir. 16. maí 2017 15:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Bandarískir þingmenn pressa mjög á Donald Trump, forseta landsins, að útskýra hvers vegna hann deildi trúnaðarupplýsingum með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands á fundi í Hvíta húsinu í liðinni viku. Sagt var frá því í fyrradag að forsetinn hefði rætt hluti á fundinum sem bundnir hefðu verið trúnaði. Það er fátt lagalega sem aftrar forsetanum frá því að segja það sem honum sýnist. Í þessu tilfelli hafði hins vegar sérstaklega verið farið fram á það að upplýsingunum yrði ekki deilt. Hins vegar er óttast að trúnaðarrofið gæti haft þau áhrif að bandamenn Bandaríkjanna veigri sér við að deila upplýsingum með þeim. Þegar fréttirnar komu fram hafnaði H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, því að forsetinn hefði gert nokkuð slíkt. Síðar meir dró hann í land en hélt því þó til streitu að samskipti forsetans hefðu verið „fullkomlega við hæfi“. Upplýsingarnar vörðuðu málefni tengd Íslamska ríkinu og flugöryggi. Heimildir bandarískra blaða herma að heimildarmaðurinn sé ísraelskur. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki tjá sig. „Sem forseti vildi ég deila þessum upplýsingum með Rússum og ég hef fullkominn rétt til þess,“ tísti Donald Trump eftir að fréttaflutningur af málinu hófst. Sagði hann að mannúðarástæður byggju þar að baki og að hann vildi að Rússar tækju sig á í baráttunni gegn ISIS og hryðjuverkum. Þingmenn, bæði úr röðum Demókrata og Repúblíkana, þó aðallega úr fyrrnefnda flokknum, hafa kallað eftir því að afrit af því sem fór fram á fundinum verði gerð opinber. Þá hafa einhverjir kallað eftir opinberri rannsókn á málinu. Þá var upplýst um það í gær að Trump hefði beðið James Comey, hinn nýrekna forstjóra FBI, um að hætta rannsókn á máli Michaels Flynn, fyrrverandi ráðgjafa Trumps í þjóðaröryggismálum. Þetta kom fram í minnisblaði Comey eftir fund hans með Trump í febrúar. Á meðan á öllu þessu stóð tók Donald Trump á móti Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í Hvíta húsinu. Helsta umræðuefnið á fundinum var nýlega vopnasending Bandaríkjanna til YPG, hersveita Kúrda í Sýrlandi. Þá ítrekaði Erdogan bón sína um að Bandaríkin framseldu klerkinn Fethullah Gulen til Tyrklands. Forsetinn grunar klerkinn um að hafa staðið á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi í fyrrasumar. „Við styðjum Tyrki í baráttunni gegn ISIS og PKK og ábyrgjumst að þau samtök eigi hvergi skjól,“ sagði Trump.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Segir leka hins opinbera vera vandamálið Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“. 16. maí 2017 16:50 Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir. 16. maí 2017 15:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45
Segir leka hins opinbera vera vandamálið Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“. 16. maí 2017 16:50
Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir. 16. maí 2017 15:37