Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Donald Trump tjáði sig hvorki um meint afskipti af störfum FBI né fundinn með Rússum er hann sótti útskriftarathöfn skóla landhelgisgæslu Bandaríkjanna í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki verið jafn óvinsæll frá því hann tók við embætti og hann er nú. Þetta sýnir meðaltal skoðanakannana sem FiveThirtyEight hefur tekið saman. Mælist Trump með 39,7 prósenta stuðning nú. Til samanburðar mældist Barack Obama með 60,7 prósenta stuðning, George W. Bush 54,4 prósent, Bill Clinton 47,9 prósent, George H.W. Bush 56,1 prósent og Ronald Reagan 68 prósent þegar þeir höfðu gegnt forsetaembættinu jafn lengi og Trump hefur nú gert. Frétt Washington Post frá því á mánudag, sem snerist um að Donald Trump hefði sagt utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, og sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergei Kislyak, frá leynilegum upplýsingum á fundi þeirra í síðustu viku þykir líkleg til þess að draga úr stuðningi við forsetann. Það gerir frétt New York Times um að Trump hafi farið fram á það við James Comey, þá yfirmann alríkislögreglunnar, að stöðva rannsókn á tengslum Rússlands við Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafa Trumps, sem rekinn var úr starfi, og einnig ákvörðun Trumps um að reka Comey úr starfi. Frásögn New York Times stangast mögulega á við vitnisburð Andrews McCabe, starfandi yfirmanns Alríkislögreglunnar, er hann kom fyrir þingnefnd í síðustu viku. Sagði hann þá að enginn hafi reynt að trufla rannsókn FBI á tengslum rússneskra yfirvalda við liðsmenn Bandaríkjaforseta. Ekki er útilokað að McCabe hafi ekki vitað af fundi Trumps og Comey. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kom Trump til varnar í gær. Sagði forsetinn að kollegi hans hefði ekki greint frá leynilegum upplýsingum. „Ef ríkisstjórn Bandaríkjanna telur það nauðsynlegt erum við reiðubúin til að verða henni úti um upptöku okkar af fundinum,“ sagði Pútín. Heimildarmenn CNN segja hins vegar að Trump hafi sagt eftirfarandi á fundinum: „Ég fæ svo stórkostlegar upplýsingar. Fólk segir mér stórkostlegar upplýsingar á hverjum degi.“ Í kjölfarið á Trump að hafa greint frá upplýsingunum sem tengdust Ísrael og Íslamska ríkinu. Talsmenn forsetans neituðu frásögn Washington Post í upphafi en sögðu síðar að það væri „algjörlega við hæfi“ að Trump deildi slíkum upplýsingum. „Ég held að forsetinn þurfi síst af öllu á stuðningi Pútíns að halda einmitt núna. Það er hins vegar undarlegt að Rússar séu að taka upp fundi með forsetanum,“ sagði Adam Schiff, fulltrúi Demókrata í upplýsingamálanefnd fulltrúadeildar þingsins, í viðtali á CNN í gær.Möguleiki á ákæru Þegar Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna samþykkti fulltrúadeild þingsins að ákæra (e. impeach) hann, meðal annars fyrir að hindra framgang réttlætisins. Hafa margir andstæðingar Donalds Trump farið fram á að slíkt hið sama verði gert í tilfelli Trumps í ljósi ásakana um að hann hafi beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Þá hækkuðu líkur á því undanfarna daga ef marka má veðbanka. Óvíst er hvort slík ákæra næði í gegnum þingið. Til þess að fulltrúadeildin ákæri Trump þarf einfaldur meirihluti hennar að samþykkja það. Repúblikanar, flokksbræður Trumps, eru hins vegar í meirihluta í fulltrúadeildinni. Hafa verður þó í huga að ekki eru allir þingmenn Repúblikana eindregnir stuðningsmenn forsetans. Ef fulltrúadeildin ákærir forseta þarf öldungadeildin hins vegar að sakfella til þess að forseti sé rekinn úr embætti. Til þess þarf 67 atkvæði. Afar ólíklegt er að núverandi öldungadeild myndi sakfella Trump en þar sitja 52 Repúblikanar, 46 Demókratar og tveir óháðir. Því þyrftu að minnsta kosti 19 Repúblikanar að kjósa gegn forseta sínum. Kosið er um 33 öldungadeildarþingsæti á næsta ári. Hins vegar er einungis kosið um átta sæti sem Repúblikanar verma nú. Jafnvel þótt Demókratar héldu öllum sínum sætum og tækju átta af Repúblikönum þyrftu enn 11 Repúblikanar að kjósa gegn forsetanum. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki verið jafn óvinsæll frá því hann tók við embætti og hann er nú. Þetta sýnir meðaltal skoðanakannana sem FiveThirtyEight hefur tekið saman. Mælist Trump með 39,7 prósenta stuðning nú. Til samanburðar mældist Barack Obama með 60,7 prósenta stuðning, George W. Bush 54,4 prósent, Bill Clinton 47,9 prósent, George H.W. Bush 56,1 prósent og Ronald Reagan 68 prósent þegar þeir höfðu gegnt forsetaembættinu jafn lengi og Trump hefur nú gert. Frétt Washington Post frá því á mánudag, sem snerist um að Donald Trump hefði sagt utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, og sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergei Kislyak, frá leynilegum upplýsingum á fundi þeirra í síðustu viku þykir líkleg til þess að draga úr stuðningi við forsetann. Það gerir frétt New York Times um að Trump hafi farið fram á það við James Comey, þá yfirmann alríkislögreglunnar, að stöðva rannsókn á tengslum Rússlands við Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafa Trumps, sem rekinn var úr starfi, og einnig ákvörðun Trumps um að reka Comey úr starfi. Frásögn New York Times stangast mögulega á við vitnisburð Andrews McCabe, starfandi yfirmanns Alríkislögreglunnar, er hann kom fyrir þingnefnd í síðustu viku. Sagði hann þá að enginn hafi reynt að trufla rannsókn FBI á tengslum rússneskra yfirvalda við liðsmenn Bandaríkjaforseta. Ekki er útilokað að McCabe hafi ekki vitað af fundi Trumps og Comey. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kom Trump til varnar í gær. Sagði forsetinn að kollegi hans hefði ekki greint frá leynilegum upplýsingum. „Ef ríkisstjórn Bandaríkjanna telur það nauðsynlegt erum við reiðubúin til að verða henni úti um upptöku okkar af fundinum,“ sagði Pútín. Heimildarmenn CNN segja hins vegar að Trump hafi sagt eftirfarandi á fundinum: „Ég fæ svo stórkostlegar upplýsingar. Fólk segir mér stórkostlegar upplýsingar á hverjum degi.“ Í kjölfarið á Trump að hafa greint frá upplýsingunum sem tengdust Ísrael og Íslamska ríkinu. Talsmenn forsetans neituðu frásögn Washington Post í upphafi en sögðu síðar að það væri „algjörlega við hæfi“ að Trump deildi slíkum upplýsingum. „Ég held að forsetinn þurfi síst af öllu á stuðningi Pútíns að halda einmitt núna. Það er hins vegar undarlegt að Rússar séu að taka upp fundi með forsetanum,“ sagði Adam Schiff, fulltrúi Demókrata í upplýsingamálanefnd fulltrúadeildar þingsins, í viðtali á CNN í gær.Möguleiki á ákæru Þegar Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna samþykkti fulltrúadeild þingsins að ákæra (e. impeach) hann, meðal annars fyrir að hindra framgang réttlætisins. Hafa margir andstæðingar Donalds Trump farið fram á að slíkt hið sama verði gert í tilfelli Trumps í ljósi ásakana um að hann hafi beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Þá hækkuðu líkur á því undanfarna daga ef marka má veðbanka. Óvíst er hvort slík ákæra næði í gegnum þingið. Til þess að fulltrúadeildin ákæri Trump þarf einfaldur meirihluti hennar að samþykkja það. Repúblikanar, flokksbræður Trumps, eru hins vegar í meirihluta í fulltrúadeildinni. Hafa verður þó í huga að ekki eru allir þingmenn Repúblikana eindregnir stuðningsmenn forsetans. Ef fulltrúadeildin ákærir forseta þarf öldungadeildin hins vegar að sakfella til þess að forseti sé rekinn úr embætti. Til þess þarf 67 atkvæði. Afar ólíklegt er að núverandi öldungadeild myndi sakfella Trump en þar sitja 52 Repúblikanar, 46 Demókratar og tveir óháðir. Því þyrftu að minnsta kosti 19 Repúblikanar að kjósa gegn forseta sínum. Kosið er um 33 öldungadeildarþingsæti á næsta ári. Hins vegar er einungis kosið um átta sæti sem Repúblikanar verma nú. Jafnvel þótt Demókratar héldu öllum sínum sætum og tækju átta af Repúblikönum þyrftu enn 11 Repúblikanar að kjósa gegn forsetanum.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira