HK einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2017 18:57 HK-ingar fagna eftir lokastigið. mynd/Þorsteinn G. Guðnason HK er einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Fagralundi í dag. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og komust yfir í stöðunni 3-4 í fyrstu hrinu. Þó leikmenn HK hafi reynt að svara fyrir sig dugði það ekki til og fór svo að Stjarnan vann fyrstu hrinu með átta stiga mun, 17-25. Heimamenn tóku hins vegar við sér í annarri hrinu sem var æsispennandi. Liðin fylgdust að þar til staðan var jöfn í 14-14 en þá gáfu heimamenn heldur betur í og fengu 11 stig á meðan Stjarnan fékk aðeins eitt. Hrinunni lauk því með sigri heimamanna, 25-15. Heimamenn byrjuðu þriðju hrinu betur og náðu fljótt sjö stiga forskoti, 11-4. Það bil virtist of stórt fyrir Stjörnumenn til að vinna upp og unnu heimamenn þriðju hrinu, 25-21, og þar með komnir með forskot í leiknum, 2-1. Í fjórðu hrinu snerist leikurinn við á ný og byrjuðu Stjörnumenn betur. Þegar staðan var 0-4 gestunum í vil tók þjálfari HK leikhlé sem skilaði sínu en næstu fimm stig féllu með liði HK og heimamenn þá komnir í forystu, 5-4. Frá því varð leikurinn jafn á ný og fylgdust liðin að þar til staðan var 16-16. Líkt og í annarri hrinu gáfu heimamenn þá í og náðu fjögurra stiga forskoti, 21-17, en gestirnir neituðu að gefast upp og sóttu næstu þrjú stig, staðan orðin 21-20. Dæmið snerist þá við á ný og fékk lið HK næstu þrjú stig, staðan orðin 24-20 og HK vantaði einungis eitt stig til viðbótar til að vinna hrinuna og leikinn. Næstu þrjú stig féllu hins vegar með Stjörnumönnum eftir góðar sóknir og stig beint úr uppgjöf frá Benedikt Valtýssyni og staðan orðin 24-23. Eftir æsispennandi skorpu var það Kjartan Fannar Grétarsson, miðjumaður hjá HK, sem að lokum sló boltann í gólf Stjörnumanna og leikmenn HK því sigurvegarar hrinunnar sem og leiksins. Næsti leikur liðanna fer fram í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn og með sigri þar tryggir HK sér Íslandsmeistaratilinn. Stigahæstur í leiknum var Theódór Óskar Þorvaldsson, HK, með 24 stig. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Michael Pelletier með 13 stig. Aðrar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
HK er einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Fagralundi í dag. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og komust yfir í stöðunni 3-4 í fyrstu hrinu. Þó leikmenn HK hafi reynt að svara fyrir sig dugði það ekki til og fór svo að Stjarnan vann fyrstu hrinu með átta stiga mun, 17-25. Heimamenn tóku hins vegar við sér í annarri hrinu sem var æsispennandi. Liðin fylgdust að þar til staðan var jöfn í 14-14 en þá gáfu heimamenn heldur betur í og fengu 11 stig á meðan Stjarnan fékk aðeins eitt. Hrinunni lauk því með sigri heimamanna, 25-15. Heimamenn byrjuðu þriðju hrinu betur og náðu fljótt sjö stiga forskoti, 11-4. Það bil virtist of stórt fyrir Stjörnumenn til að vinna upp og unnu heimamenn þriðju hrinu, 25-21, og þar með komnir með forskot í leiknum, 2-1. Í fjórðu hrinu snerist leikurinn við á ný og byrjuðu Stjörnumenn betur. Þegar staðan var 0-4 gestunum í vil tók þjálfari HK leikhlé sem skilaði sínu en næstu fimm stig féllu með liði HK og heimamenn þá komnir í forystu, 5-4. Frá því varð leikurinn jafn á ný og fylgdust liðin að þar til staðan var 16-16. Líkt og í annarri hrinu gáfu heimamenn þá í og náðu fjögurra stiga forskoti, 21-17, en gestirnir neituðu að gefast upp og sóttu næstu þrjú stig, staðan orðin 21-20. Dæmið snerist þá við á ný og fékk lið HK næstu þrjú stig, staðan orðin 24-20 og HK vantaði einungis eitt stig til viðbótar til að vinna hrinuna og leikinn. Næstu þrjú stig féllu hins vegar með Stjörnumönnum eftir góðar sóknir og stig beint úr uppgjöf frá Benedikt Valtýssyni og staðan orðin 24-23. Eftir æsispennandi skorpu var það Kjartan Fannar Grétarsson, miðjumaður hjá HK, sem að lokum sló boltann í gólf Stjörnumanna og leikmenn HK því sigurvegarar hrinunnar sem og leiksins. Næsti leikur liðanna fer fram í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn og með sigri þar tryggir HK sér Íslandsmeistaratilinn. Stigahæstur í leiknum var Theódór Óskar Þorvaldsson, HK, með 24 stig. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Michael Pelletier með 13 stig.
Aðrar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira