Bandarískir þingmenn berjast við að koma í veg fyrir lokun ríkisstofnana Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2017 13:57 Síðasta lokun ríkisstofnana varð árið 2013. Lokunin stóð í sautján daga og hafði mikil áhrif á bandarískt samfélag. Vísir/AFP Þingmenn Bandaríkjaþing vinna nú að því að koma í veg fyrir lokun ríkisstofnana sem myndi lama bandarískt samfélag. Í frétt BBC kemur fram að samkomulag um setningu sérstakra bráðabirgðalaga myndi gefa þinginu viku frest til að ná samkomulagi um að fjármagna rekstur ríkisstofnana til loka septembermánaðar. Frumvarpið verður fyrst til umræðu í fulltrúadeild þingsins í dag, nokkrum klukkustundum áður en frestur til að samþykkja fjármögnun reksturs alríkisstofnana rennur út. Repúblikanar, sem eru með meirihluta á þingi, hafa þegar neyðst til að gefa eftir í ýmsum málum, meðal annars þegar kemur að fjármögnun sjúkratryggingakerfisins sem gengur undir nafninu Obamacare. Eftir umræðu í fulltrúadeild þingsins verður frumvarpið sent til öldungadeildarinnar til umræðu og loks til Donald Trump Bandaríkjaforseta sem staðfestir lögin. „Ef það verður lokun, þá verður lokun. Við sjáum til hvað gerist,“ sagði Trump í samtali við Reuters í gær. „Ef það verður lokun þá er það Demókrötum að kenna. Ekki okkur að kenna,“ sagði Trump. Síðasta lokun ríkisstofnana varð árið 2013. Lokunin stóð í sautján daga og hafði mikil áhrif á bandarískt samfélag. Varð þá að loka þjóðgörðum og ýmsum minnisvörðum, segja tímabundið upp starfsfólki og fresta endurgreiðslum frá skattayfirvöldum.As families prepare for summer vacations in our National Parks - Democrats threaten to close them and shut down the government. Terrible!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 27, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir. 28. apríl 2017 08:21 Trump taldi að lífið sem forseti yrði auðveldara en „gamla lífið“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann sakni þess lífs sem hann lifði áður en hann varð forseti. 28. apríl 2017 11:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Þingmenn Bandaríkjaþing vinna nú að því að koma í veg fyrir lokun ríkisstofnana sem myndi lama bandarískt samfélag. Í frétt BBC kemur fram að samkomulag um setningu sérstakra bráðabirgðalaga myndi gefa þinginu viku frest til að ná samkomulagi um að fjármagna rekstur ríkisstofnana til loka septembermánaðar. Frumvarpið verður fyrst til umræðu í fulltrúadeild þingsins í dag, nokkrum klukkustundum áður en frestur til að samþykkja fjármögnun reksturs alríkisstofnana rennur út. Repúblikanar, sem eru með meirihluta á þingi, hafa þegar neyðst til að gefa eftir í ýmsum málum, meðal annars þegar kemur að fjármögnun sjúkratryggingakerfisins sem gengur undir nafninu Obamacare. Eftir umræðu í fulltrúadeild þingsins verður frumvarpið sent til öldungadeildarinnar til umræðu og loks til Donald Trump Bandaríkjaforseta sem staðfestir lögin. „Ef það verður lokun, þá verður lokun. Við sjáum til hvað gerist,“ sagði Trump í samtali við Reuters í gær. „Ef það verður lokun þá er það Demókrötum að kenna. Ekki okkur að kenna,“ sagði Trump. Síðasta lokun ríkisstofnana varð árið 2013. Lokunin stóð í sautján daga og hafði mikil áhrif á bandarískt samfélag. Varð þá að loka þjóðgörðum og ýmsum minnisvörðum, segja tímabundið upp starfsfólki og fresta endurgreiðslum frá skattayfirvöldum.As families prepare for summer vacations in our National Parks - Democrats threaten to close them and shut down the government. Terrible!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 27, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir. 28. apríl 2017 08:21 Trump taldi að lífið sem forseti yrði auðveldara en „gamla lífið“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann sakni þess lífs sem hann lifði áður en hann varð forseti. 28. apríl 2017 11:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir. 28. apríl 2017 08:21
Trump taldi að lífið sem forseti yrði auðveldara en „gamla lífið“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann sakni þess lífs sem hann lifði áður en hann varð forseti. 28. apríl 2017 11:03