Lið í Afríku spilar núna í búningi Skagamanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2017 13:15 Mynd/Fésbókarsíða stuðningsmanna ÍA Það eru fleiri sem vilja vera gulir og glaðir en Skagamenn. Fótboltalið í Afríkuríkinu Síerra Leóne er nú svo heppið að fá að kynnast þeirri tilfinningu. Knattspyrnufélag ÍA hefur á undanförnum árum sent afgangsboli frá Norðurálsmótinu til Síerra Leóne og til viðbótar hafa Skagamenn einnig gefið Síerra Leóne-mönnum keppnisbúninga sem iðkendur ÍA nota ekki lengur. Gjafir Skagamanna til hjálparstarfs erlendis hafa komið sér vel en það er ekki oft sem fréttist af afdrifum búninganna. Skagamenn fengu á dögunum sendar myndir af fótboltaliði í Síerra Leóne þar sem allir leikmenn liðsins voru komnir í gamla búninga Skagamanna. „Það sem einum þykir gamalt rusl getur komið öðrum vel. Þessir strákar í Sierra Leone eru ánægðir með treyjurnar þó okkur þyki þeim hafa verið slitið,“ segir í fésbókarfærslu á síðu stuðningsmanna Skagamanna. Skagafréttir vöktu líka athygli á þessum skemmtilegu fréttum frá Afríku sem birtist fyrst á samfélagsmiðlum Skagamanna. Nú verður spennandi að heyra hvernig gengur í sjálfum leikjunum. Skagamenn hafa nú skorað mörkin í meira en hálfa öld og hver veit nema að Skagabúningarnir boði líka lukku í nýrri álfu. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Það eru fleiri sem vilja vera gulir og glaðir en Skagamenn. Fótboltalið í Afríkuríkinu Síerra Leóne er nú svo heppið að fá að kynnast þeirri tilfinningu. Knattspyrnufélag ÍA hefur á undanförnum árum sent afgangsboli frá Norðurálsmótinu til Síerra Leóne og til viðbótar hafa Skagamenn einnig gefið Síerra Leóne-mönnum keppnisbúninga sem iðkendur ÍA nota ekki lengur. Gjafir Skagamanna til hjálparstarfs erlendis hafa komið sér vel en það er ekki oft sem fréttist af afdrifum búninganna. Skagamenn fengu á dögunum sendar myndir af fótboltaliði í Síerra Leóne þar sem allir leikmenn liðsins voru komnir í gamla búninga Skagamanna. „Það sem einum þykir gamalt rusl getur komið öðrum vel. Þessir strákar í Sierra Leone eru ánægðir með treyjurnar þó okkur þyki þeim hafa verið slitið,“ segir í fésbókarfærslu á síðu stuðningsmanna Skagamanna. Skagafréttir vöktu líka athygli á þessum skemmtilegu fréttum frá Afríku sem birtist fyrst á samfélagsmiðlum Skagamanna. Nú verður spennandi að heyra hvernig gengur í sjálfum leikjunum. Skagamenn hafa nú skorað mörkin í meira en hálfa öld og hver veit nema að Skagabúningarnir boði líka lukku í nýrri álfu.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira