Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 19. apríl 2017 09:00 Ólsarar höfðu oft ástæðu til að fagna í fyrri umferðinni í fyrra. vísir/vilhelm Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Ólsarar héldu sér í deildinni í fyrra, þökk sé frábærri fyrri umferð þar sem þeir náðu í 18 af 21 stigi sínu. Þetta er þriðja tímabil Víkings í efstu deild. Þjálfari Víkings er Ejub Purisevic. Hann er öllum hnútum kunnugur í Ólafsvík enda þjálfað liðið frá 2003, að tímabilinu 2009 frátöldu. Ejub hélt liði í efstu deild í fyrsta sinn í fyrra en það er margt sem bendir til þess að það gæti reynst afar erfitt að endurtaka leikinn í ár. Líklegt byrjunarliðVíkingar eiga frekar erfiða byrjun á tímabilinu. Í fyrstu fimm umferðunum mæta þeir Val, KR og Breiðabliki sem þykja öll líkleg til að vera í toppbaráttunni. Ólsarar horfa því væntanlega hýru auga til leikjanna gegn Grindavík og ÍBV. 30. apríl: Valur - Víkingur Ó., Valsvöllur7. maí: Víkingur Ó. - KR, Ólafsvíkurvöllur14. maí: Grindavík - Víkingur Ó., Grindavíkurvöllur21. maí: Víkingur Ó. - ÍBV, Ólafsvíkurvöllur28. maí: Breiðablik - Víkingur Ó., Kópavogsvöllur Þrír sem Víkingur Ó. treystir áCristian Martínez Liberato, Kenan Turudija og Guðmundur Steinn Hafsteinsson.vísir/vilhelm/antonCristian Martínez Liberato: Spænski markvörðurinn hefur leikið með Víkingi undanfarin tvö ár og staðið vel. Martínez er ekki sá sterkasti í úthlaupum og á stundum í vandræðum í föstum leikatriðum. Hann er hins vegar mjög góður á línunni og með skjót viðbrögð. Martínez þarf að eiga gott sumar og vinna stig ef Ólsarar ætla að halda sér uppi.Kenan Turudija: Bosníski miðjumaðurinn stimplaði sig inn í Pepsi-deildina með stórglæsilegu marki í sigrinum óvænta á Breiðabliki í 1. umferðinni í fyrra. Turudija fékk rautt spjald í sama leik, meiddist síðan og kom ekki almennilega inn í liðið fyrr en í seinni umferðinni. Öflugur miðjumaður og mikilvægur hlekkur í liði Víkings.Guðmundur Steinn Hafsteinsson: Víkingar treysta á að Guðmundur Steinn fylli skarðið sem Tokic skildi eftir sig. Það er stórt skarð að fylla enda skoraði Króatinn tæpan helming marka Víkings í fyrra. Guðmundur Steinn hefur verið mikið meiddur undanfarin ár og spilaði t.a.m. aðeins einn leik með ÍBV í fyrra. Það er algjört lykilatriði fyrir Ólsara að hann haldist heill. Guðmundur Steinn var markahæsti leikmaður Ólsara í Lengjubikarnum með þrjú mörk. NýstirniðHörður Ingi Gunnarsson kom til Víkings á láni frá Íslandsmeisturum FH fyrir nokkrum vikum. Spilar í stöðu vinstri bakvarðar, sterkur varnarmaður og með góðar fyrirgjafir. Hefur leikið alla leiki U-21 árs landsliðsins á árinu og á alls 14 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. MarkaðurinnGuðmundur Steinn er kominn aftur til Ólafsvíkur.mynd/víkingur ó.Komnir: Guðmundur Steinn Hafsteinsson frá ÍBV Gunnlaugur Hlynur Birgisson frá Breiðabliki Hörður Ingi Gunnarsson frá FH á láni Mirza Mujicic frá NotoddenFarnir: Admir Kubat í Þrótt V. Björn Pálsson hættur Hrvoje Tokic í Breiðablik Kramar Denis í SJK Seinajoki Martin Svensson til Danmerkur Pontus Nordenberg í Nyköpings William Domínguez Da Silva Ólsarar hafa ekki bætt miklu við sig og misst sterka leikmenn. Stuðningsmenn Ólsara eiga eflaust ekki eftir að sakna Kramar Denis og Martin Svensson en það er missir í hinum. Tokic hélt Víkingum nánast uppi með mörkunum sínum níu í fyrra og án hans er hætt við að illa hefði farið. Reynsluboltinn Björn Pálsson spilaði bæði sem miðvörður og á miðjunni í fyrra, Pontus Nordenberg átti ágætt tímabil í stöðu vinstri bakvarðar og William var sennilega mest skapandi leikmaður Ólsara. Guðmundur Steinn og Gunnlaugur Hlynur hafa spilað áður fyrir Víking og gert góða hluti. Guðmundur Steinn var valinn besti leikmaður 1. deildarinnar þegar Víkingar fóru upp úr henni 2012. Þá skoraði hann 10 mörk í 20 leikjum en fann sig ekki í Pepsi-deildinni árið eftir og skilaði aðeins einu marki í 19 leikjum. Gunnlaugur Hlynur spilaði 10 leiki fyrir Víking 2015 þegar liðið vann 1. deildina með stæl. Hörður Ingi og Mujicic eru óskrifað blað. Ungir heimastrákar fengu tækifæri í vetur en það er spurning hvort þeim verði treyst þegar á hólminn er komið. Víkingar eru enn í leikmannaleit og 2-3 leikmenn ku vera á leiðinni til Ólafsvíkur. Hvað segir Hjörvar?vísir/pjeturHjörvar Hafliðason er einn sérfræðinga Pepsi-markanna um Pepsi-deild karla líkt og síðustu ár. Hann segir að það sé í hæsta máta eðlilegt að spá Víkingi Ó. 12. sæti. „Ekki síst miðað við hörmulegt gengi liðsins á síðari hluta mótsins í fyrra. Þess fyrir utan er maðurinn sem skoraði 40 prósent marka liðsins í fyrra farinn,“ sagði Hjörvar og átti þar við Hrvoje Tokic sem er nú kominn til Breiðabliks. „Guðmundur Steinn Hafsteinsson er nú kominn og hann á að leiða sóknarlínuna. Það er hins vegar erfitt að treysta á að hann verði heill allt tímabilið. Hann hefur aldrei skorað meira en fimm mörk í efstu deild á einu tímabili.“ Hann segir fullvíst að Víkingur Ólafsvík muni bæta við sig talsvert af leikmönnum áður en loka verður fyrir félagaskipti þann 15. maí. „Ef það var kraftaverk að halda liðinu uppi í fyrra verður það eitthvað enn meira og stærra takist það aftur nú.“ Að lokumEjub ræðir við Egil Jónsson.vísir/antonÞað sem við vitum um Víking Ó. er ... að liðin hans Ejubs eru ávallt vel skipulögð og Ólsarar búa að reynslunni frá síðasta tímabili. Heimavöllurinn var Víkingum gjöfull í fyrra og hann þarf að vera það aftur í ár. Fyrirliðinn Þorsteinn Már Ragnarsson er meiddur og missir af fyrstu leikjum tímabilsins.Spurningamerkin eru ... afar mörg. Hópurinn virðist hreinlega ekki vera nógu sterkur. Ólsarar héldu sér í Pepsi-deildinni í fyrra þrátt fyrir að hafa ekki unnið í síðustu 13 umferðunum og hópurinn hefur veikst talsvert síðan þá. Eru ungu strákarnir tilbúnir í efstu deild og verður liðsstyrkurinn að utan nógu góður? Liðinu gekk illa í vetur og aðstaðan til æfinga fyrir vestan er ekki upp á marga fiska.Þorsteinn Már missir af byrjun tímabilsins vegna meiðsla.vísir/eyþórÍ besta falli: Ná Víkingar upp svipaðri stemmningu og í upphafi tímabils í fyrra. Ólsarar detta í lukkupottinn með erlendu leikmennina og 1-2 af heimastrákunum standa sig vel. Guðmundur Steinn helst heill og Þorsteinn Már springur loksins út sem markaskorari í efstu deild.Í versta falli: Niðursveiflan frá því í fyrra heldur áfram og liðið nær ekki að snúa þeirri þróun við. Ólsarar kaupa köttinn í sekknum að utan og meiðsli Þorsteins Más og Guðmundar Steins gera liðinu erfitt fyrir. Skarð Tokic verður ekki fyllt og vörnin heldur áfram að leka eins og hún gerði seinni hluta síðasta tímabils. Þá blasir fall við liðinu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Ólsarar héldu sér í deildinni í fyrra, þökk sé frábærri fyrri umferð þar sem þeir náðu í 18 af 21 stigi sínu. Þetta er þriðja tímabil Víkings í efstu deild. Þjálfari Víkings er Ejub Purisevic. Hann er öllum hnútum kunnugur í Ólafsvík enda þjálfað liðið frá 2003, að tímabilinu 2009 frátöldu. Ejub hélt liði í efstu deild í fyrsta sinn í fyrra en það er margt sem bendir til þess að það gæti reynst afar erfitt að endurtaka leikinn í ár. Líklegt byrjunarliðVíkingar eiga frekar erfiða byrjun á tímabilinu. Í fyrstu fimm umferðunum mæta þeir Val, KR og Breiðabliki sem þykja öll líkleg til að vera í toppbaráttunni. Ólsarar horfa því væntanlega hýru auga til leikjanna gegn Grindavík og ÍBV. 30. apríl: Valur - Víkingur Ó., Valsvöllur7. maí: Víkingur Ó. - KR, Ólafsvíkurvöllur14. maí: Grindavík - Víkingur Ó., Grindavíkurvöllur21. maí: Víkingur Ó. - ÍBV, Ólafsvíkurvöllur28. maí: Breiðablik - Víkingur Ó., Kópavogsvöllur Þrír sem Víkingur Ó. treystir áCristian Martínez Liberato, Kenan Turudija og Guðmundur Steinn Hafsteinsson.vísir/vilhelm/antonCristian Martínez Liberato: Spænski markvörðurinn hefur leikið með Víkingi undanfarin tvö ár og staðið vel. Martínez er ekki sá sterkasti í úthlaupum og á stundum í vandræðum í föstum leikatriðum. Hann er hins vegar mjög góður á línunni og með skjót viðbrögð. Martínez þarf að eiga gott sumar og vinna stig ef Ólsarar ætla að halda sér uppi.Kenan Turudija: Bosníski miðjumaðurinn stimplaði sig inn í Pepsi-deildina með stórglæsilegu marki í sigrinum óvænta á Breiðabliki í 1. umferðinni í fyrra. Turudija fékk rautt spjald í sama leik, meiddist síðan og kom ekki almennilega inn í liðið fyrr en í seinni umferðinni. Öflugur miðjumaður og mikilvægur hlekkur í liði Víkings.Guðmundur Steinn Hafsteinsson: Víkingar treysta á að Guðmundur Steinn fylli skarðið sem Tokic skildi eftir sig. Það er stórt skarð að fylla enda skoraði Króatinn tæpan helming marka Víkings í fyrra. Guðmundur Steinn hefur verið mikið meiddur undanfarin ár og spilaði t.a.m. aðeins einn leik með ÍBV í fyrra. Það er algjört lykilatriði fyrir Ólsara að hann haldist heill. Guðmundur Steinn var markahæsti leikmaður Ólsara í Lengjubikarnum með þrjú mörk. NýstirniðHörður Ingi Gunnarsson kom til Víkings á láni frá Íslandsmeisturum FH fyrir nokkrum vikum. Spilar í stöðu vinstri bakvarðar, sterkur varnarmaður og með góðar fyrirgjafir. Hefur leikið alla leiki U-21 árs landsliðsins á árinu og á alls 14 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. MarkaðurinnGuðmundur Steinn er kominn aftur til Ólafsvíkur.mynd/víkingur ó.Komnir: Guðmundur Steinn Hafsteinsson frá ÍBV Gunnlaugur Hlynur Birgisson frá Breiðabliki Hörður Ingi Gunnarsson frá FH á láni Mirza Mujicic frá NotoddenFarnir: Admir Kubat í Þrótt V. Björn Pálsson hættur Hrvoje Tokic í Breiðablik Kramar Denis í SJK Seinajoki Martin Svensson til Danmerkur Pontus Nordenberg í Nyköpings William Domínguez Da Silva Ólsarar hafa ekki bætt miklu við sig og misst sterka leikmenn. Stuðningsmenn Ólsara eiga eflaust ekki eftir að sakna Kramar Denis og Martin Svensson en það er missir í hinum. Tokic hélt Víkingum nánast uppi með mörkunum sínum níu í fyrra og án hans er hætt við að illa hefði farið. Reynsluboltinn Björn Pálsson spilaði bæði sem miðvörður og á miðjunni í fyrra, Pontus Nordenberg átti ágætt tímabil í stöðu vinstri bakvarðar og William var sennilega mest skapandi leikmaður Ólsara. Guðmundur Steinn og Gunnlaugur Hlynur hafa spilað áður fyrir Víking og gert góða hluti. Guðmundur Steinn var valinn besti leikmaður 1. deildarinnar þegar Víkingar fóru upp úr henni 2012. Þá skoraði hann 10 mörk í 20 leikjum en fann sig ekki í Pepsi-deildinni árið eftir og skilaði aðeins einu marki í 19 leikjum. Gunnlaugur Hlynur spilaði 10 leiki fyrir Víking 2015 þegar liðið vann 1. deildina með stæl. Hörður Ingi og Mujicic eru óskrifað blað. Ungir heimastrákar fengu tækifæri í vetur en það er spurning hvort þeim verði treyst þegar á hólminn er komið. Víkingar eru enn í leikmannaleit og 2-3 leikmenn ku vera á leiðinni til Ólafsvíkur. Hvað segir Hjörvar?vísir/pjeturHjörvar Hafliðason er einn sérfræðinga Pepsi-markanna um Pepsi-deild karla líkt og síðustu ár. Hann segir að það sé í hæsta máta eðlilegt að spá Víkingi Ó. 12. sæti. „Ekki síst miðað við hörmulegt gengi liðsins á síðari hluta mótsins í fyrra. Þess fyrir utan er maðurinn sem skoraði 40 prósent marka liðsins í fyrra farinn,“ sagði Hjörvar og átti þar við Hrvoje Tokic sem er nú kominn til Breiðabliks. „Guðmundur Steinn Hafsteinsson er nú kominn og hann á að leiða sóknarlínuna. Það er hins vegar erfitt að treysta á að hann verði heill allt tímabilið. Hann hefur aldrei skorað meira en fimm mörk í efstu deild á einu tímabili.“ Hann segir fullvíst að Víkingur Ólafsvík muni bæta við sig talsvert af leikmönnum áður en loka verður fyrir félagaskipti þann 15. maí. „Ef það var kraftaverk að halda liðinu uppi í fyrra verður það eitthvað enn meira og stærra takist það aftur nú.“ Að lokumEjub ræðir við Egil Jónsson.vísir/antonÞað sem við vitum um Víking Ó. er ... að liðin hans Ejubs eru ávallt vel skipulögð og Ólsarar búa að reynslunni frá síðasta tímabili. Heimavöllurinn var Víkingum gjöfull í fyrra og hann þarf að vera það aftur í ár. Fyrirliðinn Þorsteinn Már Ragnarsson er meiddur og missir af fyrstu leikjum tímabilsins.Spurningamerkin eru ... afar mörg. Hópurinn virðist hreinlega ekki vera nógu sterkur. Ólsarar héldu sér í Pepsi-deildinni í fyrra þrátt fyrir að hafa ekki unnið í síðustu 13 umferðunum og hópurinn hefur veikst talsvert síðan þá. Eru ungu strákarnir tilbúnir í efstu deild og verður liðsstyrkurinn að utan nógu góður? Liðinu gekk illa í vetur og aðstaðan til æfinga fyrir vestan er ekki upp á marga fiska.Þorsteinn Már missir af byrjun tímabilsins vegna meiðsla.vísir/eyþórÍ besta falli: Ná Víkingar upp svipaðri stemmningu og í upphafi tímabils í fyrra. Ólsarar detta í lukkupottinn með erlendu leikmennina og 1-2 af heimastrákunum standa sig vel. Guðmundur Steinn helst heill og Þorsteinn Már springur loksins út sem markaskorari í efstu deild.Í versta falli: Niðursveiflan frá því í fyrra heldur áfram og liðið nær ekki að snúa þeirri þróun við. Ólsarar kaupa köttinn í sekknum að utan og meiðsli Þorsteins Más og Guðmundar Steins gera liðinu erfitt fyrir. Skarð Tokic verður ekki fyllt og vörnin heldur áfram að leka eins og hún gerði seinni hluta síðasta tímabils. Þá blasir fall við liðinu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira