Besta varnarliðið féll úr Olís-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2017 14:30 Sverre Andreas Jakobsson. Vísir/Stefán Sverre Andreas Jakobsson náði að gera Akureyri að besta varnarliði Olís-deildar karla á þessu tímabili en það kom þó ekki í veg fyrir að liðið hans féll úr deildinni. Akureyringar féllu úr Olís-deildinni í gærkvöldi eftir 23-28 tap á móti Stjörnunni í leik þar sem norðanmenn hefðu bjargað sér með sigri. Akureyrarliðið var, þrátt fyrir fallið, eina liðið í Olís-deildinni í vetur sem fékk á sig minna en 700 mörk í leikjunum 27. Þjálfarar Akureyrarliðsins, Sverre Andreas Jakobsson og Ingimundur Ingimundarson, voru aðalmennirnir í vörn íslenska liðsins sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Sérþekking þeirra skilaði sér augljóslega hvað varð varnarleik liðsins. Akureyri fékk á sig 699 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali í leik. Deildarmeistarar FH fengu á sig 706 mörk og voru með næstbestu vörnina. Í þriðja sæti var síðan ÍBV sem varð í örðu sæti í deildinni. Vandamál norðanmanna var sóknin en ekkert lið í deildinni skoraði færri mörk. Akureyrarliðið skoraði „bara“ 656 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali. Haukarnir voru með langbestu sóknina og eina liðið sem náði að skora 800 mörk í leikjunum 27. Haukar skoruðu 819 mörk eða 30,3 mörk að meðaltali í leik. Varnarleikurinn varð aftur á móti Haukaliðinu að falli en liðið fékk á sig 28,1 mark að meðaltali í leik. Aðeins Selfoss og Fram fengu á sig fleiri mörk. Haukarnir þurftu því að sætta sig við þriðja sætið og vera ekki með heimavallarrétt í mögulegum seríum á móti FH eða ÍBV í úrslitakeppninni. Framarar fengu á sig flest mörk í deildinni, 29,3 að meðaltali, en tókst engu að síður að ná sjötta sæti deildarinnar. Fram varð í 5. sæti yfir bestu sóknina.Besta vörnin í Olís-deild karla 2016-17(Fæst mörk fengin á sig að meðaltali í leik) 1. Akureyri 25,9 2. FH 26,1 3. ÍBV 26,3 4. Valur 26,4 5. Stjarnan 26,4 6. Grótta 26,7 7. Afturelding 27,6 8. Haukar 28,1 9. Selfoss 29,2 10. Fram 29,3Besta sóknin í Olís-deild karla 2016-17(Flest mörk skoruð að meðaltali í leik) 1. Haukar 30,3 2. ÍBV 28,8 3. Selfoss 28,7 4. FH 28,3 5. Fram 28,0 6. Afturelding 27,3 7. Valur 25,9 8. Grótta 25,5 9. Stjarnan 24,9 10. Akureyri 24,3 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. 4. apríl 2017 22:15 Risastór tímamót fyrir handboltann á Akureyri Akureyringar eiga loksins lið í efstu deild í fótboltanum (KA) og körfuboltanum (Þór Ak.) en handboltalíf bæjarins varð fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið féll úr Olís-deild karla. 5. apríl 2017 10:45 Sverre: Erfitt að kyngja þessu Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson var að vonum niðurlútur eftir tap Akureyringa gegn Stjörnunni í kvöld en með því varð ljóst að Akureyri féll niður úr deild þeirra bestu. 4. apríl 2017 22:30 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Sverre Andreas Jakobsson náði að gera Akureyri að besta varnarliði Olís-deildar karla á þessu tímabili en það kom þó ekki í veg fyrir að liðið hans féll úr deildinni. Akureyringar féllu úr Olís-deildinni í gærkvöldi eftir 23-28 tap á móti Stjörnunni í leik þar sem norðanmenn hefðu bjargað sér með sigri. Akureyrarliðið var, þrátt fyrir fallið, eina liðið í Olís-deildinni í vetur sem fékk á sig minna en 700 mörk í leikjunum 27. Þjálfarar Akureyrarliðsins, Sverre Andreas Jakobsson og Ingimundur Ingimundarson, voru aðalmennirnir í vörn íslenska liðsins sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Sérþekking þeirra skilaði sér augljóslega hvað varð varnarleik liðsins. Akureyri fékk á sig 699 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali í leik. Deildarmeistarar FH fengu á sig 706 mörk og voru með næstbestu vörnina. Í þriðja sæti var síðan ÍBV sem varð í örðu sæti í deildinni. Vandamál norðanmanna var sóknin en ekkert lið í deildinni skoraði færri mörk. Akureyrarliðið skoraði „bara“ 656 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali. Haukarnir voru með langbestu sóknina og eina liðið sem náði að skora 800 mörk í leikjunum 27. Haukar skoruðu 819 mörk eða 30,3 mörk að meðaltali í leik. Varnarleikurinn varð aftur á móti Haukaliðinu að falli en liðið fékk á sig 28,1 mark að meðaltali í leik. Aðeins Selfoss og Fram fengu á sig fleiri mörk. Haukarnir þurftu því að sætta sig við þriðja sætið og vera ekki með heimavallarrétt í mögulegum seríum á móti FH eða ÍBV í úrslitakeppninni. Framarar fengu á sig flest mörk í deildinni, 29,3 að meðaltali, en tókst engu að síður að ná sjötta sæti deildarinnar. Fram varð í 5. sæti yfir bestu sóknina.Besta vörnin í Olís-deild karla 2016-17(Fæst mörk fengin á sig að meðaltali í leik) 1. Akureyri 25,9 2. FH 26,1 3. ÍBV 26,3 4. Valur 26,4 5. Stjarnan 26,4 6. Grótta 26,7 7. Afturelding 27,6 8. Haukar 28,1 9. Selfoss 29,2 10. Fram 29,3Besta sóknin í Olís-deild karla 2016-17(Flest mörk skoruð að meðaltali í leik) 1. Haukar 30,3 2. ÍBV 28,8 3. Selfoss 28,7 4. FH 28,3 5. Fram 28,0 6. Afturelding 27,3 7. Valur 25,9 8. Grótta 25,5 9. Stjarnan 24,9 10. Akureyri 24,3
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. 4. apríl 2017 22:15 Risastór tímamót fyrir handboltann á Akureyri Akureyringar eiga loksins lið í efstu deild í fótboltanum (KA) og körfuboltanum (Þór Ak.) en handboltalíf bæjarins varð fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið féll úr Olís-deild karla. 5. apríl 2017 10:45 Sverre: Erfitt að kyngja þessu Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson var að vonum niðurlútur eftir tap Akureyringa gegn Stjörnunni í kvöld en með því varð ljóst að Akureyri féll niður úr deild þeirra bestu. 4. apríl 2017 22:30 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Akureyri 28-23 | Garðbæingar sendu Akureyri niður Stjarnan sendi Akureyringa niður úr Olís-deild karla með 28-23 sigri í lokaumferð deildarinnar en fyrir vikið hafnar Stjarnan í 9. sæti og Akureyringar í 10. og síðasta sæti deildarinnar. 4. apríl 2017 22:15
Risastór tímamót fyrir handboltann á Akureyri Akureyringar eiga loksins lið í efstu deild í fótboltanum (KA) og körfuboltanum (Þór Ak.) en handboltalíf bæjarins varð fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið féll úr Olís-deild karla. 5. apríl 2017 10:45
Sverre: Erfitt að kyngja þessu Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson var að vonum niðurlútur eftir tap Akureyringa gegn Stjörnunni í kvöld en með því varð ljóst að Akureyri féll niður úr deild þeirra bestu. 4. apríl 2017 22:30
Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52