Ætla þeir virkilega að fara að leyfa fólki að mæta með byssur á leiki? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2017 15:45 Vísir/Samsett/Getty Arkansas-fylki í Bandaríkjunum ætlar að ganga lengra með nýrri byssulöggjöf en þekkist á flestum stöðum í vestrænum heimi. Þeir eru hinsvegar að fara í þveröfuga átt en flestir eiga von á 21. öldinni. Árið er 2017 en stjórnmálamenn í Arkansas eru ekki að takmarka rétt fólks á að bera skotvopn heldur þvert á móti. Asa Hutchinson, ríkisstjóri í Arkansas, skrifaði undir nýju skotvopnalögin 22. mars síðastliðinn en þau gefa fólki leyfi að bera skotvopn innan klæða á landi í eigu almennings. Sporting News segir frá. Þar með taldir eru íþróttaleikvangar eins og sá hjá fótboltaliðið Arkansas-háskólans. Fólkið þarf þó að sækja um sérstakt leyfi sem krefst þess að viðkomandi byssueignandi gangi í gegnum átta tíma námskeið í umsjón fylkislögreglunnar. Þingið í Arkansas lagði reyndar fram breytingartillögu um að íþróttaleikvangar yrði undanskildir frá umræddum stöðum þar sem byssueignendur geti borið skotvopn innan klæða. Ríkisstjórnin í Arkansas hefur ekki ennþá samþykkt þá breytingu. Greg Sankey, yfirmaður SEC deildarinnar, hefur miklar áhyggjur af nýju skotvopnalögunum og hann sendi meðal annars frá sér yfirlýsingu þar sem hann skorar á yfirvöld í Arkansas að sjá þess að byssulöggjöfin nái ekki yfir íþróttaleikvanga. Það er ljóst að öryggi margra væri ógnað ef fjöldi fólks kæmi með byssur inn á íþróttakappleiki í Arkansas. Arkansas háskólinn er í Fayetteville og Donald W. Reynolds Razorback Stadium tekur 72 þúsund manns. Það er líka erfitt að sjá fyrir sér að slíkt leyfi til að bera byssur á íþróttakappleikjun gangi hreinlega upp og því er ekkert skrýtið þótt margir bandarískir fjölmiðlamenn veki athygli á stöðu mála á þingi Arkansas-fylkis. Aðrar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Arkansas-fylki í Bandaríkjunum ætlar að ganga lengra með nýrri byssulöggjöf en þekkist á flestum stöðum í vestrænum heimi. Þeir eru hinsvegar að fara í þveröfuga átt en flestir eiga von á 21. öldinni. Árið er 2017 en stjórnmálamenn í Arkansas eru ekki að takmarka rétt fólks á að bera skotvopn heldur þvert á móti. Asa Hutchinson, ríkisstjóri í Arkansas, skrifaði undir nýju skotvopnalögin 22. mars síðastliðinn en þau gefa fólki leyfi að bera skotvopn innan klæða á landi í eigu almennings. Sporting News segir frá. Þar með taldir eru íþróttaleikvangar eins og sá hjá fótboltaliðið Arkansas-háskólans. Fólkið þarf þó að sækja um sérstakt leyfi sem krefst þess að viðkomandi byssueignandi gangi í gegnum átta tíma námskeið í umsjón fylkislögreglunnar. Þingið í Arkansas lagði reyndar fram breytingartillögu um að íþróttaleikvangar yrði undanskildir frá umræddum stöðum þar sem byssueignendur geti borið skotvopn innan klæða. Ríkisstjórnin í Arkansas hefur ekki ennþá samþykkt þá breytingu. Greg Sankey, yfirmaður SEC deildarinnar, hefur miklar áhyggjur af nýju skotvopnalögunum og hann sendi meðal annars frá sér yfirlýsingu þar sem hann skorar á yfirvöld í Arkansas að sjá þess að byssulöggjöfin nái ekki yfir íþróttaleikvanga. Það er ljóst að öryggi margra væri ógnað ef fjöldi fólks kæmi með byssur inn á íþróttakappleiki í Arkansas. Arkansas háskólinn er í Fayetteville og Donald W. Reynolds Razorback Stadium tekur 72 þúsund manns. Það er líka erfitt að sjá fyrir sér að slíkt leyfi til að bera byssur á íþróttakappleikjun gangi hreinlega upp og því er ekkert skrýtið þótt margir bandarískir fjölmiðlamenn veki athygli á stöðu mála á þingi Arkansas-fylkis.
Aðrar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira