Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Stjarnan 30-28 | Fyrsti heimasigur Mosfellinga eftir áramót Ingvi Þór Sæmundsson í N1-höllinni skrifar 20. mars 2017 21:30 Ernir Hrafn Arnarson á ferðinni í kvöld. vísir/anton Afturelding vann tveggja marka sigur á Stjörnunni, 30-28, þegar liðin mættust í 24. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti heimasigur Aftureldingar á árinu en með honum komst liðið upp í 3. sæti deildarinnar. Stjörnumenn, sem hafa verið á ágætis siglingu eftir áramót, eru áfram í 8. sætinu. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 3-1. Stjarnan náði fljótlega undirtökunum þökk sé góðri markvörslu Sveinbjörns Péturssonar og vel útfærðum hraðaupphlaupum. Vörn Aftureldingar var galopin í upphafi leiks og eftir 13 mínútur var staðan 6-10, Stjörnunni í vil. Þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum kom Ólafur Gústafsson Stjörnunni fjórum mörkum yfir, 8-12. Ólafur fékk högg er hann skoraði og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Þetta var algjör vendipunktur í leiknum. Það sá strax á Stjörnuliðinu sem missti tökin á leiknum. Garðbæingar komust reyndar í 8-13 skömmu eftir að Ólafur fór af velli en Afturelding svaraði með 6-1 kafla og jafnaði metin í 14-14. Davíð Svansson fór að verja í markinu og Mikk Pinnonen og Kristinn Bjarkason áttu góða innkomu í sóknina. Sá síðastnefndi sá til þess að staðan í hálfleik væri jöfn er hann jafnaði metin i 15-15, rétt áður en hálfleiksflautið gall. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik og aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Um miðjan seinni hálfleik hertu heimamenn skrúfurnar í vörninni og Davíð hélt áfram að verja í markinu. Mosfellingar nýttu sér þennan góða varnarleik til að ná tveggja marka forskoti, 25-23. Þegar tvær mínútur voru eftir kom Árni Bragi Eyjólfsson Aftureldingu svo þremur mörkum yfir, 28-25, í fyrsta skipti í leiknum. Það bil náðu Stjörnumenn ekki að brúa og Afturelding fagnaði góðum sigri, 30-28. Guðni Már Kristinsson átti frábæran leik í liði Aftureldingar og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Árni Bragi kom næstur með fimm mörk. Kristinn átti einnig góðan leik sem og Pinnonen og Jón Heiðar Gunnarsson. Þá varði Davíð 18 skot í markinu (40%). Ari Magnús Þorgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna sem mátti illa við brotthvarfi Ólafs. Hann skoraði fimm mörk líkt og Stefán Darri Þórsson.Einar Andri: Lagfærðum vörnina Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ánægður með fyrsta heimasigurinn á árinu. „Við vorum í basli í byrjun leiks og vorum búnir að fá á okkur 13 mörk eftir 21 mínútu. Vörnin var í basli en sóknin var ágæt. Svo náðum við að gera lagfæringar á vörninni og Birkir [Benediktsson] kom sterkur inn. Það var grunnurinn að þessu, að ná tökum á varnarleiknum,“ sagði Einar Andri eftir leikinn í kvöld. Hann segist vera ánægður með sóknarleik Aftureldingar í undanförnum leikjum. „Ég er mjög ánægður með það. Sóknin hefur verið mjög góð í síðustu þremur leikjum. Vörnin var fín á köflum og það er stígandi í þessu. Mér fannst við kasta sigrinum gegn Gróttu frá okkur. Við áttum að vinna hann. Ég lít svo á að við séum í góðu jafnvægi og að bæta okkur á réttum tíma fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Einar Andri. Hann segir að nú sé lag fyrir Mosfellinga að bæta leik sinn fyrir úrslitakeppnina sem hefst í næsta mánuði. „Við eigum erfiða leiki eftir og þurfum að einbeita okkur að frammistöðunni. Laga vörn, sókn og markvörslu fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Einar Andri að lokum.Einar: Hefði verið gaman að spila með Ólaf í 60 mínútur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að slæm nýting á dauðafærum hefði riðið baggamuninum í tapinu fyrir Aftureldingu í kvöld. „Mér fannst við fara illa með dauðafæri, sérstaklega í seinni hálfleik, og í fljótu bragði vantaði það upp á. Á meðan nýttu þeir flest sín dauðafæri. Á móti svona góðu liði og í svona jöfnum leik gengur það ekki,“ sagði Einar. Ólafur Gústafsson meiddist á 18. mínútu og kom ekki meira við sögu eftir það. Á þeim tímapunkti var staðan 8-12 og Ólafur búinn að skora fimm mörk. Einar segir að brotthvarf hans hafi haft sitt að segja um útkomu leiksins. „Þetta gerði okkur erfitt fyrir. Óli er frábær leikmaður og stór póstur í okkar liði. Við förum bara að venjast þessu, hann nær aldrei meira en 20-30 mínútum í hverjum leik,“ sagði Einar. „Þetta hökti en að mínu mati spiluðum við nokkuð vel í seinni hálfleik þrátt fyrir að Ólaf hafi vantað. En það hefði verið gaman að spila þennan leik með hann í 60 mínútur,“ sagði Einar að endingu. Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Afturelding vann tveggja marka sigur á Stjörnunni, 30-28, þegar liðin mættust í 24. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti heimasigur Aftureldingar á árinu en með honum komst liðið upp í 3. sæti deildarinnar. Stjörnumenn, sem hafa verið á ágætis siglingu eftir áramót, eru áfram í 8. sætinu. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 3-1. Stjarnan náði fljótlega undirtökunum þökk sé góðri markvörslu Sveinbjörns Péturssonar og vel útfærðum hraðaupphlaupum. Vörn Aftureldingar var galopin í upphafi leiks og eftir 13 mínútur var staðan 6-10, Stjörnunni í vil. Þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum kom Ólafur Gústafsson Stjörnunni fjórum mörkum yfir, 8-12. Ólafur fékk högg er hann skoraði og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Þetta var algjör vendipunktur í leiknum. Það sá strax á Stjörnuliðinu sem missti tökin á leiknum. Garðbæingar komust reyndar í 8-13 skömmu eftir að Ólafur fór af velli en Afturelding svaraði með 6-1 kafla og jafnaði metin í 14-14. Davíð Svansson fór að verja í markinu og Mikk Pinnonen og Kristinn Bjarkason áttu góða innkomu í sóknina. Sá síðastnefndi sá til þess að staðan í hálfleik væri jöfn er hann jafnaði metin i 15-15, rétt áður en hálfleiksflautið gall. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik og aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Um miðjan seinni hálfleik hertu heimamenn skrúfurnar í vörninni og Davíð hélt áfram að verja í markinu. Mosfellingar nýttu sér þennan góða varnarleik til að ná tveggja marka forskoti, 25-23. Þegar tvær mínútur voru eftir kom Árni Bragi Eyjólfsson Aftureldingu svo þremur mörkum yfir, 28-25, í fyrsta skipti í leiknum. Það bil náðu Stjörnumenn ekki að brúa og Afturelding fagnaði góðum sigri, 30-28. Guðni Már Kristinsson átti frábæran leik í liði Aftureldingar og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Árni Bragi kom næstur með fimm mörk. Kristinn átti einnig góðan leik sem og Pinnonen og Jón Heiðar Gunnarsson. Þá varði Davíð 18 skot í markinu (40%). Ari Magnús Þorgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna sem mátti illa við brotthvarfi Ólafs. Hann skoraði fimm mörk líkt og Stefán Darri Þórsson.Einar Andri: Lagfærðum vörnina Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ánægður með fyrsta heimasigurinn á árinu. „Við vorum í basli í byrjun leiks og vorum búnir að fá á okkur 13 mörk eftir 21 mínútu. Vörnin var í basli en sóknin var ágæt. Svo náðum við að gera lagfæringar á vörninni og Birkir [Benediktsson] kom sterkur inn. Það var grunnurinn að þessu, að ná tökum á varnarleiknum,“ sagði Einar Andri eftir leikinn í kvöld. Hann segist vera ánægður með sóknarleik Aftureldingar í undanförnum leikjum. „Ég er mjög ánægður með það. Sóknin hefur verið mjög góð í síðustu þremur leikjum. Vörnin var fín á köflum og það er stígandi í þessu. Mér fannst við kasta sigrinum gegn Gróttu frá okkur. Við áttum að vinna hann. Ég lít svo á að við séum í góðu jafnvægi og að bæta okkur á réttum tíma fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Einar Andri. Hann segir að nú sé lag fyrir Mosfellinga að bæta leik sinn fyrir úrslitakeppnina sem hefst í næsta mánuði. „Við eigum erfiða leiki eftir og þurfum að einbeita okkur að frammistöðunni. Laga vörn, sókn og markvörslu fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Einar Andri að lokum.Einar: Hefði verið gaman að spila með Ólaf í 60 mínútur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að slæm nýting á dauðafærum hefði riðið baggamuninum í tapinu fyrir Aftureldingu í kvöld. „Mér fannst við fara illa með dauðafæri, sérstaklega í seinni hálfleik, og í fljótu bragði vantaði það upp á. Á meðan nýttu þeir flest sín dauðafæri. Á móti svona góðu liði og í svona jöfnum leik gengur það ekki,“ sagði Einar. Ólafur Gústafsson meiddist á 18. mínútu og kom ekki meira við sögu eftir það. Á þeim tímapunkti var staðan 8-12 og Ólafur búinn að skora fimm mörk. Einar segir að brotthvarf hans hafi haft sitt að segja um útkomu leiksins. „Þetta gerði okkur erfitt fyrir. Óli er frábær leikmaður og stór póstur í okkar liði. Við förum bara að venjast þessu, hann nær aldrei meira en 20-30 mínútum í hverjum leik,“ sagði Einar. „Þetta hökti en að mínu mati spiluðum við nokkuð vel í seinni hálfleik þrátt fyrir að Ólaf hafi vantað. En það hefði verið gaman að spila þennan leik með hann í 60 mínútur,“ sagði Einar að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira